Tenglar

Jón Bjarnason alþingismaður.
Jón Bjarnason alþingismaður.

Varaformaður stjórnar Íslandspósts, Guðmundur Oddsson, ritar athyglisverða grein í eitt dagblaðið nýverið um póstþjónustu og súr ber. Þar reynir hann að réttlæta niðurskurð og skerðingu á póstþjónustu, einkum í dreifbýli. Hann hælir sér af því að hafa verið mörg ár í stjórn Íslandspósts og tekið þátt í að stýra honum inn í „breytt rekstrarumhverfi," les markaðsvæðingu. Það er í sjálfu sér áhyggjuefni þegar maður með svo eindregna afstöðu markaðshyggju er settur í stjórn almannaþjónustufyrirtækis eins og Íslandspósts. Þess sjást enda ýmis merki að nú eigi að búa í haginn fyrir einkavæðingu og sölu fyrirtækisins á komandi árum.

...
Meira
Grímur Atlason. Mynd bb.is.
Grímur Atlason. Mynd bb.is.

Stór fundur í Dalabúð var haldinn í gær. Sauðfjárbændur boðuðu til fundarins með stuttum fyrirvara en ljóst af fundarsókninni að dæma að ekki var vanþörf á. Niðurstaða fundarins var skýr. Vextir í þessu landi eru auðvitað út úr öllu korti. Afurðaverð til bænda er í besta falli lélegt en í ljósi fákeppni á matvörumarkaði er lítil von á breytingum nema með verulegum aðgerðum sem fælist í þungi í stað hjómkenndra óska fluguvigtarráðherra. Það er með ólíkindum að þegar hrávara hækkar í heiminum, og matvæli þar ekki síst, skuli það vera bændur á Íslandi sem taki á sig skerðinguna einir framleiðenda. Ekki nóg með að vaxtakostnaður og innkaupakostnaður hækki um tugi prósenta hjá þessari stétt heldur þurfa þeir líka að sætta sig við litla sem enga hækkun afurðaverðs.

...
Meira
Úlfar B. Thoroddsen.
Úlfar B. Thoroddsen.

Ég las það í Morgunblaðinu, að akvegir inni á hálendinu væru nú margir hverjir nánast ófærir vegna þurrka og þess vegna ekki mönnum bjóðandi. Margir hafa lent þar í hinum verstu hremmingum sem lýsast í eyðilögðum hjólbörðum og sundurhristum bílum. Hvar eru yfirvöld samgöngu- og vegamála! Ég las það jafnframt í BB að vegurinn austan við Þorskafjörð, sem nú er í endurbyggingu, er af sumum talinn ónýtur og alls ekki mönnum bjóðandi. Ástandið lýsir sér einkum í ójöfnu, grófu og egghvössu yfirborði. Margir hafa eyðilagt hjólbarða bíla sinna á þessum vegarkafla í sumar. Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég hef fyllstu samúð með öllum þeim sem lenda í slíkum hremmingum.

...
Meira

Ég verð að segja að ég móðgaðist hálfpartinn við þessa fyrirsögn, „Aldraður maður í heimsókn á heimaslóð", við fréttina um hann Halla okkar í Nesi, sem og fannst mér fréttin frekar ópersónuleg. Eftir að hafa viðrað þessa skoðun mína við nokkrar manneskjur hef ég ástæðu til að ætla að fleiri séu sammála mér.

...
Meira
Árið 1987 voru allir hreppar Austur-Barðastrandarsýslu sameinaðir í einn, núverandi Reykhólahrepp. Meðan á undirbúningnum stóð fengum við mikið hrós og klapp á bakið frá stjórnvöldum. Ekki stóð á loforðum um stuðning á öllum sviðum, þar sem við gáfum öðrum sveitarfélögum gott fordæmi....
Meira
Síða 32 af 32

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30