Guðmundur í Kópavogi og ekkjan í Reykhólasveit
Varaformaður stjórnar Íslandspósts, Guðmundur Oddsson, ritar athyglisverða grein í eitt dagblaðið nýverið um póstþjónustu og súr ber. Þar reynir hann að réttlæta niðurskurð og skerðingu á póstþjónustu, einkum í dreifbýli. Hann hælir sér af því að hafa verið mörg ár í stjórn Íslandspósts og tekið þátt í að stýra honum inn í „breytt rekstrarumhverfi," les markaðsvæðingu. Það er í sjálfu sér áhyggjuefni þegar maður með svo eindregna afstöðu markaðshyggju er settur í stjórn almannaþjónustufyrirtækis eins og Íslandspósts. Þess sjást enda ýmis merki að nú eigi að búa í haginn fyrir einkavæðingu og sölu fyrirtækisins á komandi árum.
...Meira