Öflugur frambjóðandi
Meira
Umræðan um birgðastöðvar og vöruflutninga á þjóðvegunum koma reglulega upp í umræðuna. Bent var réttilega á það um daginn að það væri glórulaust að bjór sem framleiddur væri á Akureyri ferðaðist fyrst í birgðageymslu í Reykjavík áður en honum væri komið til neytenda á Egilsstöðum svo dæmi væri tekið. Sagt er að þetta fyrirkomulag sé miklu hagkvæmara en að keyra ölið beint til Egilsstaða frá Akureyri. Miklu ódýrara að keyra 1000 km heldur en 300! Bjór er auðvitað ekki eina eða mikilvægasta afurðin sem svona er háttað með. Allt birgðahald á Íslandi byggir á þessari vöruhótelahugmynd og að hótelið skuli staðsett í Reykjavík.
...Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri á Tálknafirði, býður sig fram til forystusætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi sem fram fer 21. mars 2009. Hún hefur átt sæti á framboðslista Sjálfstæðisfokksins sl. tvö kjörtímabil og hefur um árabil sinnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og situr í miðstjórn hans. Eyrún Ingibjörg er viðskiptafræðingur að mennt.
...Undanfarna tvo áratugi hefur hallað mjög á hlut norðvestursvæðisins þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður og þungt fyrir fæti í svo mörgum skilningi. Við sem búum hér á þessu svæði þekkjum vel þann mun sem orðið hefur á yfirbragði sjávarbyggðanna á þessum tíma. Okkur rennur til rifja sá aðstöðumunur sem er á milli þeirra sem búa á suðvesturhorninu og hinna sem búa úti á landi.
...Ólafur Sveinn Jóhannesson frambjóðandi í 1.-2. sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi hefur nú opnað heimasíðu slóðin er: http://olafursveinn.is/
Á heimasíðunni má finna stefnumál hans í málefnum fjölskyldunnar, menntamálum, og evrópumálum og ferðaþjónustu. Einnig tekur Ólafur Sveinn sérstaklega fyrir tvo grunn atvinnuvegi okkar íslendinga landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál.
Ólafur segir m.a. í landbúnaðarmálum að:
„það kerfi sem bændur þurfa að vinna eftir er ekki nógu gott og verður að taka það til endurskoðunar með hliðsjón af nýliðun í greininni og beingreiðslum til búa. Líkt og í sjávarútvegi hefur stjórnkerfi landbúnaðarins brugðist".
...