Tenglar

16. mars 2009

Öflugur frambjóðandi

Guðrún G. Bergmann.
Guðrún G. Bergmann.
Við í Norðvesturkjördæmi eigum því láni að fagna að eiga val um að kjósa Ásbjörn Óttarsson í komandi prófkjöri til starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Alþingi. Ásbjörn er einn af þessum hreinskiptnu mönnum sem ávallt kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Skoðanir hans eru skýrar og ákveðnar, en hann er líka réttsýnn maður sem tilbúinn er að hlusta á rök og skipta um skoðun ef á þarf að halda. Því þótt staðfastur sé, býr hann nefnilega líka yfir sveigjanleika....
Meira
Karl V. Matthíasson.
Karl V. Matthíasson.
Ég hef ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ákvörðun þessi helgast af því að skoðanir mínar og hugsjónir um sjávarútvegsmál á Íslandi eiga ríkan hljómgrunn í Frjálslynda flokknum. Viðhorf mín á þessu sviði hafa ekki skipað þann sess innan Samfylkingarinnar sem ég hefði kosið á undanförnum tveimur árum, sem kom vel í ljós í niðurstöðum prófkjörs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir skömmu....
Meira
Vífill Karlsson.
Vífill Karlsson.
Framundan er prófkjör Sjálfstæðisflokksins. Ísland er á tímamótum, viðfangsefnin umfangsmikil og miklu máli skiptir hvernig tekst til um val á forystumönnum þjóðarinnar. Framundan eru verkefni sem kalla á vaskar hendur, heiðarleika og yfirsýn. Ásbjörn Óttarsson frá Hellissandi býður sig fram í 1-2. sæti í Norðvesturkjördæmi. Orðspor af vöskum pilti utan af Hellissandi barst okkur strákunum í Ólafsvík löngu áður en ég kynntist manninum. Þetta var Ásbjörn Óttarson eða Ási eins og hann er kallaður. Þarna var á ferðinni glettinn og áræðinn gutti, fylginn sér og hamhleypa til verka....
Meira
Arna Lára Jónsdóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Íslenskt samfélag er að ganga í gegnum mikla erfiðleika um þessar mundir. Við þurfum að endurmeta stöðu okkar. Við höfum ekki efni á þeirri samfélagslegu neyslu sem hefur viðgengst. Við þurfum að fara að forgangsraða verkefnum og spyrja okkur hvað sé nauðsynlegt og hvað við getum verið án.  Síðustu ár hafa einkennst af efnahagslegri velsæld (að við héldum) en í slíku árferði fer ekki mikið fyrir pólitískri umræðu.  Umræðan hefur að mestu snúist um hvað hver fær og hve mikið. Þingmenn og ráðherrar hafa keppst um að fá sem mest fyrir sitt kjördæmi og árangur þeirra er metinn  eftir þeim mælikvarða. ...
Meira
Grímur Atlason
Grímur Atlason

Umræðan um birgðastöðvar og vöruflutninga á þjóðvegunum koma reglulega upp í umræðuna. Bent var réttilega á það um daginn að það væri glórulaust að bjór sem framleiddur væri á Akureyri ferðaðist fyrst í birgðageymslu í Reykjavík áður en honum væri komið til neytenda á Egilsstöðum svo dæmi væri tekið. Sagt er að þetta fyrirkomulag sé  miklu hagkvæmara en að keyra ölið beint til Egilsstaða frá Akureyri. Miklu ódýrara að keyra 1000 km heldur en 300! Bjór er auðvitað ekki eina eða mikilvægasta afurðin sem svona er háttað með. Allt birgðahald á Íslandi byggir á þessari vöruhótelahugmynd og að hótelið skuli staðsett í Reykjavík.

...
Meira
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri á Tálknafirði, býður sig fram til forystusætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi sem fram fer 21. mars 2009.  Hún hefur átt sæti á framboðslista Sjálfstæðisfokksins sl. tvö kjörtímabil og hefur um árabil sinnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og situr í miðstjórn hans.  Eyrún Ingibjörg er viðskiptafræðingur að mennt.

...
Meira
Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Undanfarna tvo áratugi hefur hallað mjög á hlut norðvestursvæðisins þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður og þungt fyrir fæti í svo mörgum skilningi. Við sem búum hér á þessu svæði þekkjum vel þann mun sem orðið hefur á yfirbragði sjávarbyggðanna á þessum tíma. Okkur rennur til rifja sá aðstöðumunur sem er á milli þeirra sem búa á suðvesturhorninu og hinna sem búa úti á landi.

...
Meira

Ólafur Sveinn Jóhannesson frambjóðandi í 1.-2. sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi hefur nú opnað heimasíðu slóðin er: http://olafursveinn.is/ 


Á heimasíðunni má finna stefnumál hans í málefnum fjölskyldunnar, menntamálum, og evrópumálum og ferðaþjónustu. Einnig tekur Ólafur Sveinn sérstaklega fyrir tvo grunn atvinnuvegi okkar íslendinga landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál.


 


Ólafur segir m.a. í landbúnaðarmálum að:


 


„það kerfi sem bændur þurfa að vinna eftir er ekki nógu gott og verður að taka það til endurskoðunar með hliðsjón af nýliðun í greininni og beingreiðslum til búa. Líkt og í sjávarútvegi hefur stjórnkerfi landbúnaðarins brugðist".

...
Meira
6. mars 2009

Veljum Ásbjörn!

Runólfur Guðmundsson
Runólfur Guðmundsson
Íslendingar standa á tímamótum í margskonar skilningi. Framundan eru tímar sem engan óraði fyrir að myndu koma. Þeir tímar kalla á fjölmargar breytingar í samfélaginu. Breytingar sem ganga í átt til aukins lýðræðis og breyttra stjórnarhátta. Þetta er öllum Íslendingum ljóst. Okkur er hinsvegar ekki ljóst hvernig við sjáum þetta gerast. Við munum því taka fá skref í einu og fikra okkur að lausn sem mun efla og bæta afkomumöguleika þjóðarinnar. Fyrsta skrefið er augljóslega það að ganga fram með sóknarhug undir því ágæta kjörorði að sókn sé besta vörnin....
Meira
Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir
 Samfylkingin stendur nú á sögulegum tímamótum sem stjórnmálaflokkur. Hún stendur annars vegar frammi fyrir því að innleiða löngu tímabærar lýðræðisumbætur og siðbót í íslensku samfélagi. Hins vegar á hún þess kost að tryggja sjónarmiðum jafnaðarstefnunnar framgang við stjórnarákvarðanir á erfiðum tímum. Flokkurinn stendur með öðrum orðum frammi fyrir því að endurreisa íslenskt samfélag á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Það er nú sem reynir raunverulega á. ...
Meira

Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31