Tenglar

Karl V. Matthíasson.
Karl V. Matthíasson.

Steingrímur ætlar ekki að breyta kvótakerfinu, bara pínulítið, þegar hann er orðinn ráðherra í næstu ríkisstjórn. Það voru skilaboðin af fréttum í gær og framboðsfundinum í gærkvöld. Hann er kannske aftur farinn að hlusta á hagfræðinga kvótakerfisins. Hann ætlar þó að afnema byggðakvótann og láta handfærabáta veiða hann í „ólympískum" veiðum, þegar hann er orðinn ráðherra í næstu ríkisstjórn. Byggðakvóti er til þess að hjálpa byggðarlögum sem verða fyrir miklu áfalli t.d. vegna þess að aðalútgerðarmaðurinn í plássinu seldi kvótann burt til að kaupa banka eða eitthvað sem engin fisklykt er af.

...
Meira
Elín R. Líndal.
Elín R. Líndal.

Öflugt atvinnulíf er nú sem jafnan áður lykillinn að hagsæld þjóðarinnar. Án atvinnu eiga einstaklingar og heimilin í landinu litla von til að geta staðið í skilum með sínar skuldbindingar. Við þurfum að einsetja okkur að koma hjólum atvinnulífsins á snúning. Hagkerfið er frosið og aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa því miður einkennst af því að fresta mikilvægum ákvörðunum. Lækkun vaxta og leiðrétting lána með 20% lækkun höfuðstóls er réttlát aðgerð sem virkar strax fyrir heimili og fyrirtæki. Það er sama hver atvinnugreinin er, engin þeirra getur staðið undir þeim fjármagnskostnaði sem nú er. Það er því algert forgangsmál að vextir verði lækkaðir fyrir atvinnulífið og ekki síður heimilin.

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Það er örugglega einsdæmi. Frumvarpið sem samþykkt var um fjárfestingarsamning til að greiða fyrir uppbyggingu álvers í Helguvík, nefndist stjórnarfrumvarp, en helmingur ríkisstjórnarinnar studdi það ekki! Ef atkvæði hefðu verið greidd í ríkisstjórn hefði það verið fellt á jöfnu og því ekki komið til kasta Alþingis. Þannig er staðan þegar kemur að því að samþykkja svo sjálfsagt framfaramál. Vinstri grænir, þverir og endilangir, voru á móti. Það var Mörður Árnason líka og Þórunn Sveinbjarnardóttir sat svo hjá; tveir samfylkingarþingmenn.

...
Meira
Þórður Már Jónsson.
Þórður Már Jónsson.
Samfylkingin hefur fengið ágjafir úr ýmsum áttum vegna Evrópustefnu sinnar, meðal annars frá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, var jákvæður í afstöðu sinni gagnvart ESB fyrir landsfund Sjálfstæðismanna en skyndilega í kringum landsfund flokksins breyttist hljóðið í Bjarna gjörsamlega. Það mátti ekki ræða það að fara í aðildarviðræður. Á bloggsíður Bjarna Harðarsonar sagði einn harður ESB andstæðingur: „Aðildarviðræður fer fólk í sem hefur hugsað sér aðild. Við erum andsnúin aðild. Bara til að setja upp fljótlega samlíkingu þá langar mig ekki til að vera meðlimur í mótorhjólaklúbbnum Fáfni, og dettur því ekki í hug að ræða við þá um það." Þetta þykir mér vera lýsandi fyrir það hversu einhæfur málflutningur þessara manna er oft á tíðum. Skemmst er frá því að segja að Bjarni og félagar í L-listanum hafa nú dregið sig í hlé.
...
Meira
Sverrir Pétursson.
Sverrir Pétursson.
Fjórði maður á lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi, Þórður Már Jónsson, er iðinn við kolann og kastar ítrekað fram órökstuddum fullyrðingum um íslenskan sjávarútveg í greinum sínum. Hugmyndafræði Samfylkingarinnar í sjávarútvegi má e.t.v. best líkja við skottulækningar, sjúklingurinn er sjaldnast til frásagnar eftir aðgerð. Málflutningurinn er og í samræmi við hugmyndirnar - hljómurinn er holur.
...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Hvernig ætli best sé að skapa atvinnu í landinu? Þetta er kannski mikilvægasta spurningin sem við getum spurt okkur núna, þegar á milli 17 og 18 þúsund manns ganga um atvinnulausir. Þetta er spurningin sem stjórnmálamenn eiga umfram allt að velta fyrir sér og hlýtur að vera efst í kolli allra þeirra sem láta sig þetta mikilvægasta úrlausnarefni þjóðfélagsins einhverju varða. Svarið er auðvitað það að búa sem best að atvinnulífinu. Gefa því tækifæri innan skynsamlegra marka á grundvelli almennra leikreglna. Við höfum oft kallað það að bæta rekstrarskilyrðin og kemur fáum spánskt fyrir sjónir. Síðan geta menn til viðbótar beitt alls konar örvandi aðgerðum sem allir þekkja og hefur oft gefið góða raun. Dæmi: Uppbygging í vegamálum, átak í viðhaldi opinberra bygginga, endurgerð gamalla húsa. Þetta eru dæmi um það hvernig nýta má almannafé beinlínis í þessu skyni.

...
Meira
16. apríl 2009

Vaknið, vakNIÐ, VAKNIÐ!

Sigurður Örn Ágústsson.
Sigurður Örn Ágústsson.
Pólitísk umræða á Íslandi í dag er galin. Snargalin. Umræðan snýst um eitthvað sem skiptir almenning engu máli. Viljum við ekki ræða hver sé framtíð Íslands? Er þetta ekki aðalspurningin sem brennur á allra vörum? Hvaða rugl er eiginlega í gangi? Ég hélt að þau mistök sem gerð hafa verið, af svo mörgum, í gegnum árin væru flestum ljós. Ég hélt líka að það væri einhugur meðal þjóðarinnar að læra af þeim. En umræðan núna er snargalin og í engum takti við þau RISA-verkefni sem eru framundan.
...
Meira
Þórður Már Jónsson.
Þórður Már Jónsson.

Sjálfstæðismenn halda áfram að standa vörð um eiginhagsmuni kvótahafa. Málflutningur þeirra byggist, sem endranær, á því að þjóðinni sé fyrir bestu að örfáir aðilar fái að sitja að fiskveiðiheimildunum gegn einföldu loforði um að þeir hagi sér vel með þessa miklu hagsmuni og leyfi þjóðinni að njóta afrakstursins með sér. Það loforð hafa þessir aðilar svikið eins og öllum er kunnugt um. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hinn ötuli talsmaður og ráðgjafi Sjálfstæðisflokksins, talaði fyrir efnahagshrunið mikið um „íslenska efnahagsundrið“ sem hann taldi eiga sér ákaflega eðlilegar útskýringar. Það hefði verið framkallað með því að „virkja fjármagn sem áður lá dautt“.

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Það hefur verið nokkuð fróðlegt að fylgjast með því hvernig ástir Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og formanns VG og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF hafa þróast. Allt byrjaði þetta með miklum látum; jafnvel offorsi. Steingrímur hreytti ónotum í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þegar ákveðið var að leita eftir lánafyrirgreiðslu frá sjóðnum. Hann sagði í nefndaráliti þegar IMF-lánið var afgreitt: „Skilmálarnir sem hengdir eru í lánið eru jafnvel enn verri og meira eyðileggjandi fyrir íslenskt velferðarsamfélag til framtíðar. Það hefur margsannað sig víða erlendis að skilmálar sem þeir sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn boðar nú á Íslandi hafa dýpkað fjármálakreppur og gert þær verri í stað þess að leysa úr þeim.“
...
Meira
Þórður Már Jónsson.
Þórður Már Jónsson.
Ég skrifaði grein ekki fyrir löngu síðan þar sem ég ræddi um ónýttar fiskitegundir sem hafa brunnið upp í höndunum á kvótakerfishönnuðunum í LÍÚ. Nefndi ég grálúðu og úthafsrækju sem dæmi um þetta, en um 80% úthafsrækjukvótans hefur dottið niður dauður undanfarin 5 ár. Heildarkvótinn á þessu tímabili var um 40.000 tonn og því duttu um 32.000 tonn niður dauð og óveidd. Þetta eru margmilljarðaverðmæti sem LÍÚ sægreifarnir láta detta niður dauð í stað þess að leyfa öðrum að nýta kvótann! Já, það þarf LEYFI (m.ö.o. að leigja af þeim) frá þeim því þeir hafa getað umgengist þessi verðmæti eins og þau séu þeirra einkaeign. Sem þau eru svo sannarlega ekki.
...
Meira

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31