Frjálsar handfæraveiðar án afnáms byggðakvótans
Steingrímur ætlar ekki að breyta kvótakerfinu, bara pínulítið, þegar hann er orðinn ráðherra í næstu ríkisstjórn. Það voru skilaboðin af fréttum í gær og framboðsfundinum í gærkvöld. Hann er kannske aftur farinn að hlusta á hagfræðinga kvótakerfisins. Hann ætlar þó að afnema byggðakvótann og láta handfærabáta veiða hann í „ólympískum" veiðum, þegar hann er orðinn ráðherra í næstu ríkisstjórn. Byggðakvóti er til þess að hjálpa byggðarlögum sem verða fyrir miklu áfalli t.d. vegna þess að aðalútgerðarmaðurinn í plássinu seldi kvótann burt til að kaupa banka eða eitthvað sem engin fisklykt er af.
...Meira