Tenglar

24. apríl 2009

Þjóðin og ESB

Arna Lára Jónsdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Eitt af þeim stærstu hagsmunamálum sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir núna, er hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu. Það er skylda stjórnmálamanna að taka málið á dagskrá og leyfa þjóðinni að kjósa um aðild. Þjóðin á það skilið að fá vita hvað aðild að Evrópusambandinu þýðir, kosti þess og galla, svo hún geti metið sjálf í þjóðaratkvæðagreiðslu hvar hagsmunum hennar er best borgið eftir að niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir.
...
Meira
Sturla Böðvarsson.
Sturla Böðvarsson.
Samfylkingin er í mikilli vörn um þessar mundir. Hún stendur þannig að málum á vettvangi ríkisstjórnar að allt er komið í óefni og vinnubrögðin öll með ólíkindum. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, virðist vera að missa tökin á sínu fólki, sem og Vinstri grænum, sem fara sínu fram og gera lítið úr verkstjórn Jóhönnu þegar við á. Steingrímur J. er eins og sögupersónan Jón sterki í Skuggasveini. Hann talar og talar en minna fer fyrir vitrænu verklagi. Það þekkja þeir sem með honum hafa unnið í þinginu. Samstarf Samfylkingar við Vinstri græna virðist vera farin að skapa ólgu, óvissu og óróleika vegna ólíkra skoðana á mikilsverðum málum.
...
Meira
22. apríl 2009

Bæjarstjórar í slorinu

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Þrír bæjarstjórar birtu grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Þar hóta þeir endalokum sjávarútvegsins ef Samfylkingin fær framgengt löngu tímabærri leiðréttingu á óréttlátu kvótakerfi sem mikill meirihluti landsmanna er sammála um að þurfi að breyta. Þetta er kerfi sem hefur með tímanum þróast yfir í leiguliðakerfi þar sem nýliðun getur ekki átt sér stað nema nýliðarnir gerist leiguliðar hjá handhöfum aflaheimildanna. Sjálfir handhafarnir sitja að fiskveiðiheimildum sem voru gefnar útgerðunum í upphafi - sitja einráðir að sjálfri auðlindinni.

...
Meira
Þórður Már Jónsson.
Þórður Már Jónsson.
Framsóknarmenn eru litlir eftirbátar Sjálfstæðismanna þegar kemur að því að verja eiginhagsmuni þröngs hóps kvótahafa. Allt frá því á tímum Halldórs Ásgrímssonar hafa Framsóknarmenn staðið vaktina, en setning kvótakerfisins í núverandi mynd var sem kunnugt er helsta kappsmál Halldórs sem var þáverandi sjávarútvegsráðherra og „móðir hans" var útgerðarmaður. Í ævisögu Steingríms Hermannssonar sagði Steingrímur sér hafa verið það ljóst að af frumvarpinu til laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 myndi leiða byggðaröskun sem afleiðing af frjálsa framsalinu. Var hann ákveðinn í að breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu og tilkynnti Halldóri um það.
...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Enn er fátt farið að skýrast um afstöðu Vinstri grænna til Evrópumálanna hér í okkar kjördæmi. Frambjóðendurnir fara með löndum og lesa bara upp stílinn sinn þegar þeir eru beðnir um skýr svör um afstöðu sína. Þversögnin sem þeir treysta sér ekki til að rjúfa er þessi: Vinstri grænir og Samfylking ætla saman í ríkistjórn eftir kosningar, hvað sem það kostar. Málefni ráða ekki för. Þetta er eins og Þorsteinn Pálsson segir í leiðara Fréttablaðsins í dag. Það verður ekki valdakreppa eftir kosningar, en það verður hins vegar málefnaleg stjórnarkreppa, af því að flokkarnir sem ætla að starfa saman eru út og suður í fjölmörgum málum. Landbúnaðarmálum, Evrópumálum, atvinnumálum, stóriðjumálum ...

...
Meira
21. apríl 2009

Einu sinni var sproti

Birna Lárusdóttir.
Birna Lárusdóttir.
Mikið er rætt og ritað þessa dagana um möguleika í uppbyggingu atvinnulífsins, fjölgun starfa og áherslu á nýsköpun og sprota. Vissulega er nauðsynlegt að að leggja rækt við hvers kyns nýjar hugmyndir í atvinnurekstri sem til lengri tíma gætu náð að festa rætur og verða að stöndugum fyrirtækjum. En við þær aðstæður sem ríkja á Íslandi í dag er brýnasta verkefni stjórnvalda að tryggja tilvist þeirra fjölmörgu fyrirtækja í byggðum landsins sem hafa verið í góðum rekstri en eiga nú erfitt uppdráttar vegna ytri aðstæðna. Mörg þessara fyrirtækja eru rótgróin í hefðbundnum atvinnugreinum og því skiptir höfuðmáli á þessum erfiðu tímum að gera ekki grundvallarbreytingar á rekstrarumhverfi þeirra líkt og boðað hefur verið af vinstri flokkunum.
...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Lengi hefur verið barist fyrir því að helstu auðlindar lands og sjávar verði lýstar þjóðareign með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins. Á þann veg væri tryggðir hagsmunir landsmanna og komið í veg fyrir að aðilar innlendir sem erlendir gætu slegið eign sinni á auðlindirnar. Með eignarhaldinu geta eigendurnir fénýtt einstaka auðlind og að sama skapi féflett þá sem nýta hana eins og hefur gerst í sjávarútveginum með hörmulegum afleiðingum. Þess vegna var því tekið fagnandi þegar forystumenn fjögurra flokka hugðust gera einmitt þetta og setja þjóðareignarákvæði í stjórnarskrána. En þegar að var gáð var þjóðareignakápan aðeins klæðið sem huldi raunverulegan tilgang. Þetta þekkist í stjórnmálunum og hefur svo sem gerst áður að menn segja eitt en meina annað. Þegar frumvarpið var lesið vöknuðu strax tvær áleitnar spurningar.

...
Meira
Grímur Atlason.
Grímur Atlason.

Þrír bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins skrifuðu grein í Morgunblaðið í síðustu viku. Þeir óttast fyrningarleið í kvótakerfinu og telja að hamfarir bíði handan hornsins. En þeir gerðu meira, því þeir sögðu að með fyrningu væri farin þjóðnýtingarleið. Þjóðnýting á hverju? Auðvitað auðlindinni. Það er þannig komið fram: Auðlindin í hafinu er ekki þjóðareign, samkvæmt skilgreiningu Sjálfstæðisflokksins, og hefur ekki verið frá því að framsal aflaheimilda var heimilað. Auðvitað stöðvaði flokkurinn auðlindaákvæðið sem átti að setja í stjórnarskrána. Björn Bjarnason ætlaði að tala fram á næstu öld á þingi ef með þyrfti. Stjórnarskránni skyldi ekki breytt. Hverra hagsmuna er verið að gæta hérna? Þorra þeirra sem kjósa að vinna og starfa á landsbyggðinni eða lénsherrana sem geta með einu pennastriki kippt fótunum undan afkomu heils byggðarlags? Höfum í huga að nokkrir frambjóðendur flokksins eiga persónulegra hagsmuna að gæta að viðhalda núverandi kerfi.

...
Meira
Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.

Frjálslyndi flokkurinn hefur verið stefnufastur flokkur. Það er víst að þjóðinni hefði farnast mun betur ef stefna Frjálslynda flokksins hefði orðið ofan á síðasta áratuginn. Þar ber margt til en fyrst verður fyrir að Frjálslyndi flokkurinn hefur haft opið bókhald frá upphafi og haft þá stefnu að aðrir flokkar gerðu slíkt hið sama. Í uppljóstrun um styrki Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sér þjóðin að Frjálslyndi flokkurinn hafði rétt fyrir sér. Frjálslyndi flokkurinn hefur beitt sér fyrir réttlátri og árangursríkri fiskveiðistjórn í sjávarútvegi í átt við þá sem Færeyingar hafa notað um áratugaskeið. Núna sér þjóðin fram á að Frjálslyndi flokkurinn hafði rétt fyrir sér hvað það varðar að skuldasöfnun útgerðarinnar var upphaf að matadorhagkerfinu og að stöðugur samdráttur á veiðum er ekki ávísun á meiri afla síðar eins og lofað hefur verið um áratugaskeið.

...
Meira
Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson.

Alla tíð hefur það verið vandamál á Íslandi að fjármagn til atvinnusköpunar hefur ekki boðist landsmönnum öllum jafnt eða atvinnugreinum jafnt, eftir almennum og skynsamlegum reglum. Á síðustu árum, í tíð einkabankanna, batnaði þetta fjármögnunarumhverfi lítið. Gott ef það versnaði ekki. Bankar og fjármálastofnanir tóku þá opinberu afstöðu að lána ekki út á land, nema hugsanlega til sumra. Nú er þetta kerfi hrunið. Það eru vissulega slæm tíðindi en í því hruni liggja þó tækifæri. Í hinu nýja, endurreista fjármálakerfi þarf að tryggja að svo sé um hnútana búið að öllum landsmönnum bjóðist aðgangur að fjármögnun í sem fjölbreyttustu formi, til atvinnuppbyggingar, séu hugmyndir góðar og sannfærandi. Slíkan ramma fyrir fjölþætta atvinnusköpun þurfa stjórnmálamenn að skapa. Þetta er lykilatriði. Nú er tækifærið, sem alrei fyrr, til þess að koma þessu í kring.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30