Tenglar

Þessi mynd var tekin síðastliðinn föstudag, 16.11.2018, þegar Vegagerðin fundaði með Reykhólahr. og Multiconsult til að fara yfir stöðu mála.
Þessi mynd var tekin síðastliðinn föstudag, 16.11.2018, þegar Vegagerðin fundaði með Reykhólahr. og Multiconsult til að fara yfir stöðu mála.
1 af 2

Reykhólahreppur vinnur nú að því að ljúka allri skipulags- og umhverfismatsvinnu vegna legu Vestfjarðavegar (60) svo hægt verði að koma góðu og greiðu vegasambandi á um sunnanverða Vestfirði hið fyrsta. Verið er að skoða tvo legukosti sem báðir þykja raunhæfir, annars vegar láglendisveg um Reykhóla með um 800 m langri brú yfir Þorskafjörð og hins vegar veg yfir Teigsskóg og áfram um fjarðarmynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar. 

...
Meira
Brú yfir að Reykhólum
Brú yfir að Reykhólum
1 af 6

Eins og fram hefur komið þá er nokkur munur á áætlunum Vegagerðarinnar og Multiconsult um kostnað við lagningu Vestfjarðarvegar um Reykhóla og mynni Þorskafjarðar. Munurinn liggur einkum í tveimur atriðum.


Fyrra atriðið er að Vegagerðin telur að Reykhólavegur frá Vestfjarðavegi að Reykhólum standist ekki öryggiskröfur, en sjónarmið Multiconsult er að vegurinn sé ekki verri en margir aðrir vegir á Íslandi.


Seinna atriðið varðar kostnað við brúargerð. Vegagerðin byggir á eigin reynslutölum en Multiconsult vísar til reynslu Norðmanna þar sem nýjar aðferðir við brúarsmíði, sem nýttar hafa verið á allra síðustu áratugum, hafa leitt til lægri kostnaðar.


Athygli er vakin á nýjum skýrslum undir flipanum Vestfjarðavegur (60) hér til vinstri.

...
Meira
17. nóvember 2018

Áfangastaðaáætlun Vestfjarða

1 af 2

Áður hefur verið fjallað  hér á vefnum um Sambandið, þ. e. Samband íslenskra sveitarfélaga en ekki SÍS gamla. Nú er nýjast á síðu Sambandsins grein um Áfangastaðaáætlanir landshluta, sem unnar voru á vegum Ferðamálastofu. Þar er meðal annars efnis Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.

Í þessari áætlun er samandregið mikið efni sem getur gagnast sveitarstjórnum og ferðaþjónum við stefnumótun og skipulagningu uppbyggingar þjónustu.


Til gamans má geta þess að samkvæmt teljaranum á síðu Sambandsins hefur Íslendingum fjölgað um 8.870 á tæpu ári.

14. nóvember 2018

Förgun ónýtra rafgeyma

1 af 2

Ábending barst frá Gámaþjónustu Vesturlands um að stundum eru ónýtir rafgeymar settir hjá  ruslagámum í sveitinni sem ætlaðir eru undir heimilissorp.

Það eru því vinsamleg tilmæli til þeirra sem þurfa að losa sig við úrgangsefni að setja ekki rafgeyma eða önnur spilliefni við gámana.

Rafgeymar innihalda spilliefni sem eru mjög hættuleg umhverfinu og á að skila eins og öðrum spilliefnum á flokkunarstöðina á Reykhólum.

  

Hægt verður að panta pítsu bæði til að taka með sér eða borða á staðnum.


Tekið er við pöntunum frá kl. 11  miðvikudaginn 14. nóv. til kl. 17   fimmtudaginn 15. nóv. í síma 894-9123 eða 849-8531.


Líka er hægt að panta í netfanginu astasjofnkr@gmail.com   frá og með 12. nóv.


  

...
Meira
12. nóvember 2018

Jóla- í 380 Restaurant

Þarna er nú margt girnilegt
Þarna er nú margt girnilegt

Minnum á að panta á jólahlaðborðið hjá 380 Restaurant.

Uppselt þann 1. des. en laust 2. des.

Pantanir í síma 434-7890

  

Vegna veikinda er afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum lokuð í dag.

4 höfundar lesa upp úr nýjum bókum á Galdrasýningunni á Hólmavík laugardagskvöldið 10. nóv. kl. 20:00.

 

 Höfundarnir eru: Auður Ava Ólafsdóttir með Ungfrú Ísland, Bjarni M. Bjarnason með Læknishúsið, Sigurbjörg Þrastardóttir með Hryggdýr og Strandamaðurinn Bergsveinn Birgisson með Lifandilífslækur.

 

Þrjár splúnkunýjar skáldsögur og ein ljóðabók. Öll velkomin! Ókeypis aðgangur. Ekki missa af þessu!

 

Einnig má geta þess að þau lesa upp í fjósinu á Erpsstöðum kl. 16:00 sama dag, og þar er sömuleiðis ókeypis aðgangur.

  

1 af 3

Kæru íbúar Reykhólahrepps.


Við viljum byrja á því að þakka ykkur fyrir góðar móttökur þegar við komum til ykkar í söluferð í lok október.


  

...
Meira
1. nóvember 2018

Endurmenntun atvinnubílstjóra

Á Reykhólum verða haldin eftirtalin námskeið, 14. - 15. og 16. des. : Lög og reglur, Umferðaröryggi - bíltækni, Vistakstur - öryggi í akstri. Upplýsingar um námskeiðin eru á síðu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, einnig er hægt að skrá  sig þar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30