Tenglar

31. október 2018

Gilsfjarðarbrú tvítug

1 af 4

Gilsfjarðarbrúin var vígð 30. okt. 1998 og er því orðin 20 ára. Hvað svo sem einhverjum finnst um þá framkvæmd sem slíka, er óumdeilt að önnur eins samgöngubót er vandfundin hér á þessu svæði.

Á vígsludeginum var slegið upp veglegri veislu í Vogalandi, meðfylgjandi myndir eru m.a. frá henni.

Á Stöð 2 var fjallað um afmælið og reynsluna af brúnni. 

Auglýsing um styrki  vegna námskostnaðar eða

 verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

 

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um  styrki skv. 25.grein laga nr. 37/2018  um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Byggðasamlaginu er heimilt að veita  styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.  Einnig  er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk  til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða  endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

 

Umsóknafrestur er til 25. nóvember 2018 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimilisveitarfélags, umsóknaeyðublöð og reglur um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa eru að finna hjá viðkomandi félagsþjónustu.

 

·         Félagsþjónustan við Djúp,  Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, sími 450-7000/ 450-5900                                                                         www.bolungarvik.is /  www.sudavik.is

·         Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður, sími 450-8000  www.isafjordur.is

·         Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps,  Höfðagötu 3, 510 Hólavík, sími 451-3510/ 434-7880.                                                    www.strandabyggd.is / www.reykholar.is

·         Félagsþjónusta Vestur- Barðastrandarsýslu, Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður, sími 450 – 2300/ 456-2539                                 www.vesturbyggd.is / www.talknafjordur.is

 

 

  

Bláu flekkirnir eru þau svæði þar sem vindmyllurnar sjást allar eða meirihlutinn
Bláu flekkirnir eru þau svæði þar sem vindmyllurnar sjást allar eða meirihlutinn
1 af 5

Það sem mælir með virkjun vinds er að það er umhverfisvænn kostur og afturkræfur, öll mannvirki sem þarf að reisa eða grafa er hægt að fjarlægja og ganga frá þannig að ummerki verða lítil.


Það er hagkvæmt að virkja vindinn, stofnkostnaður lítill miðað við aðra kosti.


Það er hægt að byggja vindorkuver tiltölulega hratt þegar undirbúningsvinnu er lokið, og tækni við smíði á vindmyllum er alltaf að fleygja fram.


  

...
Meira
mynd MM
mynd MM

María Maack hjá Vestfjarðastofu vill koma eftirfarandi á framfæri;


Nú er viða opið fyrir umsóknir um alls kyns styrki þessa dagana. Algengt er að aðgangur krefjist þess að fólk eigi ÍSLYKIL sem er aðgangsorð að vefnum  www.island.is . Íslykill er bundinn kennitölu einstaklinga og fyrirtækja. Byrjið þar til að sækja um aðgang og fylgið leiðbeiningum. 


 


  

...
Meira
25. október 2018

Greinar á vefnum

Undir flipanum Sjónarmið hér til vinstri er ný grein eftir Magnús Sigurgeirsson, þar sem hann fjallar um vegamál.

 

Það er rétt að taka fram, - þó það komi grein Madda ekkert við - að efni sem sent er til birtingar á vefnum þarf að fylgja fullt nafn höfundar greinar, eða þess er þarf að koma tilkynningu á framfæri.

Ekki spillir ef mynd af höfundi fylgir aðsendum greinum. 

1 af 5

Almennur kynningarfundur um vindorkugarð á fjallinu inn af Garpsdalnum var haldinn í Nesheimum í kvöld. Fundurinn var vel sóttur, fast að 50 gestir komu.


Nágrannar bæði úr Dalasýslu og af Ströndum voru duglegir að mæta.


  

...
Meira

Rjúpnaveiði er bönnuð á eftirtöldum jörðum í Reykhólahreppi; 

Kinnarstöðum,

Skógum, 

Gröf,   

Múla í Þorskafirði,

Þórisstöðum,

Hyrningsstöðum,

Berufirði,  

Skáldsstöðum, 

Hafrafellslandi 3.

Gillastöðum.

 

 

Um næstu helgi eru fyrstu veiðidagar rjúpu. Á síðu Umhverfisstofnunar eru taldir þeir 12 dagar sem heimilt er að stunda veiðar.

Rjúpnaveiðar 2018

Fjöldi veiðidaga eru 12 sem skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember:

  • föstudaginn 26. október, laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. Október,
  • föstudaginn 2. nóvember, laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember,
  •  föstudaginn 9. nóvember, laugardaginn 10. nóvember og sunnudaginn 11. nóvember,
  •  föstudaginn 16. nóvember, laugardaginn 17. nóvember og sunnudaginn 18. nóvember.

  

Í dag er síðasti dagurinn sem tekið er við pöntunum, það er mögulega þó enn hægt að panta borð í s. 896 1713

 

Föstudaginn 14. desember, daginn sem Ilmur af jólum verður í Reykhólakirkju, verður hátíðarkvöldverður á 380 RESTAURANT í boði.

Vissara er að panta borð með góðum fyrirvara, í s. 434 7890 fyrir 30. október.

Matseðill, tímasetning og verð er í meðfylgjandi auglýsingu.

  

Skoskar vindrafstöðvar
Skoskar vindrafstöðvar

EM Orka ætlar að standa fyrir kynningarkvöldi vegna fyrirhugaðs


vindorkugarðs í Garpsdal næsta miðvikudagskvöld.


  

...
Meira
Leið A3. mynd Vegagerðin
Leið A3. mynd Vegagerðin

Niðurstaða könnunar Vegagerðarinnar á svokallaðri R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorskafjörð er að hún er töluvert dýrari en Þ-H leiðin sem Vegagerðin mælir með, umferðaröryggi er minna á leið R, sú leið er lengri en Þ-H og sú leið, eða leið svipuð henni, myndi tefja framkvæmdir um 2-3 ár, sé horft framhjá hugsanlegum kærumálum á báðum leiðum.“ segir m.a. í skýrslunni.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30