Tenglar

Þórunn Játvarðardóttir
Þórunn Játvarðardóttir

Þórunn Játvarðardóttir á Reykhólum lést aðfaranótt aðfangadags á gjörgæsludeild Landsspítalans.

 

 Þórunn eða Tóta, eins og flestir kunnugir kölluðu hana, ólst upp á Miðjanesi. Hún var dóttir hjónanna Játvarðar Jökuls Júlíussonar og Rósu Hjörleifsdóttur bænda þar. Tóta var í hópi 7 systkina, hin eru: Helga í Reykjavík, Halldóra á Reykhólum, Ámundi Jökull í Mosfellsbæ, Jón Atli á Reykhólum, Sigríður dó í bernsku og Sigríður María á Hólmavík.

 

Börn Tótu eru 4, Gústaf Jökull á Miðjanesi, Margrét Berglind í Reykjavík, Gyða Lóa í Kaupmannahöfn og Hlynur á Hólmavík, barnabörn og barnabarnabörn eru samtals komin á annan tuginn.

 

Þórunn verður jarðsungin frá Reykhólakirkju, laugardaginn 5. janúar kl. 13:30

  

27. desember 2018

Flugeldasala Heimamanna

Sigmundur M. Atlason, Vilberg Þráinsson og Ólafur Smárason undirbúa flugeldasöluna
Sigmundur M. Atlason, Vilberg Þráinsson og Ólafur Smárason undirbúa flugeldasöluna
1 af 7

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi, sem er eins og venjulega í húsi hennar að Suðurbraut 5 á Reykhólum (beint á móti gámasvæðinu), verður opin kl. 11 - 22 sunnudaginn 30. desember og kl. 10-14 á gamlársdag.


 


  

...
Meira
mynd Loftmyndir ehf.
mynd Loftmyndir ehf.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og Bæjarstjórn Vesturbyggðar biðla til íbúa Reykhólahrepps að leggjast á árar með okkur við að ljúka endurnýjun Vestfjarðavegar sem stofnbrautar sem allra fyrst og leysa þannig samgönguvandamál Vestfjarða. 

 

Samgöngur okkar Vestfirðinga hafa lengi valdið íbúum og fyrirtækjum erfiðleikum og mikil vinna verið lögð í endurbætur á Vestfjarðavegi. Hingað til hefur algjör sátt og einhugur ríkt meðal allra sveitarstjórna á Vestfjörðum um að leggja áherslu á láglendisveg út úr fjórðungnum samkvæmt leið Þ-H til að stytta ferðatíma og auðvelda samgöngur árið um kring. Nú eru blikur á lofti þegar við heyrum að rof hefur orðið í þessari samstöðu okkar Vestfirðinga þegar sveitarstjórn Reykhólahrepps virðist ætla að fara aðrar leiðir en áður hefur verið sátt um.

 

Við íbúar í Vesturbyggð og Tálknafirði óskum eftir nánu samstarfi við íbúa Reykhólahrepps um að koma samgöngumálum okkar í viðunandi horf sem allra fyrst. Vestfirðingar eru of fáir til að standa ekki saman í sínum framfaramálum og brýnt að við stöndum öll saman að hagsmunamálum fjórðungsins sem áður. Framundan er stór ákvörðun sem sveitarstjórn Reykhólahrepps þarf að taka og við óskum eftir því að tekið verði tillit til hagsmuna okkar íbúa og fyrirtækja á Vestfjörðum við þá ákvörðun. Það skiptir alla Vestfirðinga gríðarlegu máli að fá samgöngubætur á Vestfjarðavegi í gegn sem allra fyrst og íbúar Reykhólahrepps hafa lykilinn að þeim samgöngubótum í sínum höndum.

 

Við óskum jafnframt eftir stuðningi stjórnvalda til að koma þessum brýnu samgöngubótum samkvæmt Þ-H leið á Vestfjarðavegi í gegn sem allra fyrst.

  

Tryggvi Harðarson
Tryggvi Harðarson
1 af 2

Ég býð ykkur velkomin á þenna íbúafund um málefni Vestfjarðavegar og kynningu á valkostaskýrslu. 


Áður en lengra er haldið vil ég segja nokkur orð.


Ég efa ekki eitt augnblik að allir þeir sem hafa komið að undirbúningi lagningu Vestfjarðavegar hafi gert það af fullum heilindum með það eitt að markmiði að hægt verið að leggja góða og greiða leið um Vestfirði sunnanverða sem fyrst.

...
Meira
mynd agl.is
mynd agl.is

Fyrsta ungmennaþing Reykhólahrepps, fyrir fólk á aldrinum 13 - 25 ára, verður haldið fimmtudaginn 27. desember. 

Ungmennaþingið fer fram á veitingastaðnum 380 Restaurant.

 

Dagskrá ungmennaþingsins er eftirfarandi: 

Kl. 18:00 mæting,

-Kynning á erindisbréfi og umræður um það.

-Umræður um Tómstundastarf fyrir alla.

-Framboð í ungmennaráð.

-Kosningar.

 

Pizzur verða í boði fyrir alla 

Hlakka til að sjá sem flesta!!

Ástæða þessarar tímasetningar er að framhaldsskólanemar, sem mögulega koma heim um jólin, eigi kost á því að mæta, taka þátt og bjóða sig fram í ungmennaráð.

  

mynd úr skýrslu Viaplan
mynd úr skýrslu Viaplan
1 af 17

Efni fundarins var að kynna og skýra niðurstöðu valkostagreinigar á leiðum fyrir nýjan Vestfjarðaveg (60) í Gufudalssveit. Lilja G. Karldóttir sem vann skýrsluna, kynnti hana og gerði grein fyrir forsendum sem unnið var frá við gerð hennar.

...
Meira

Þar sem bæði aðfangadag og gamlársdag ber upp á mánudag þá verður útibú Landsbankans á Reykhólum lokað þá daga, en í staðin verður opið föstudaginn 28. desember frá kl. 12-15.

  

16. desember 2018

-Jólin heima-

Það gengur á með jólatónleikum þessa dagana.

Föstudagskvöldið 21. des. kl. 20 verða tónleikar í Hólmavíkurkirkju.

Þar koma fram Dagný Hermannsdóttir,

Guðmundur Hjaltason,

Stefán Jónsson

og Svanhildur Garðarsdóttir.

Miðaverð er kr. 2.500

  

16. desember 2018

Bílstjórar á námskeiði

mynd Skúli Berg
mynd Skúli Berg
1 af 3

Endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra voru haldin á Reykhólum um helgina, á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Þetta voru 3 námskeið í samfellu, Lög og reglur, Umferðaröryggi og Vistakstur.

 

Eftir að það var leitt í lög að bílstjórar með aukin ökuréttindi þurftu að sækja svona námskeið til að halda atvinnuréttindum sínum, (fólk tapar í raun ekki meiraprófinu þótt það sæki ekki þessi námskeið, en má ekki vinna við akstur rútubíla eða vörubíla) töldu margir að þetta væri bara tíma- og peningasóun, menn væru ekkert að týna niður að keyra stóra bíla.

Út af fyrir sig er það eflaust rétt og upp til hópa er það fólk sem vinnur við það góðir bílstjórar.

 

Þau sem sátu þessi námskeið voru samt sammála um að þau hefðu haft af því mikið gagn og margt rifjast upp sem nauðsynlegt er að hafa í huga við hina ýmsu aðstæður.

 

Kennari á námskeiðunum var Skúli Berg og Ingvar Samúelsson sá um að fóðra mannskapinn.

  

15. desember 2018

Frábær Ilmur af jólum

mynd AB
mynd AB
1 af 8

Það var Ilmur af jólum í Reykhólakirkju þegar Hera Björk ásamt fríðu föruneyti hélt þar tónleika í gærkvöldi. Um hljóðfæraleik sáu þeir Björn Thoroddsen og Ástvaldur Traustason.

Með Heru var líka móðir hennar, Hjördís Geirsdóttir sem er í hópi reyndustu söngkvenna landsins og söngkona austan frá Bakkagerði, Aldís af nafni.  Gestasöngvari var Lovísa Ósk Jónsdóttir, sem með sínum fallega söng kom út tárum á tónleikagestum.

Myndirnar sem fylgja tók Andrea Björnsdóttir.

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30