Almennur íbúafundur í Reykhólahreppi verður haldinn n.k. þriðjudag, 18. des. kl. 16:30 í Reykhólaskóla.
Lilja Guðríður Karlsdóttir samgönguverkfræðingur hjá Viaplan
mun kynna valkostaskýrslu sína varðandi Vestfjarðaveg.
Almennar umræður.
Allir hvattir til að mæta.
Tryggvi Harðarson
sveitarstjóri
Ilmur af jólum, í Reykhólakirkju
Niðurstaða úr valkostagreiningu, R leiðin vænlegust
Reykhólaleiðin R vænlegust fyrir Vestfjarðaveg
Valkostagreiningin fólst í mati á tæknilegum, skipulagslegum, umhverfislegum, félagslegum og hagrænum þáttum fjögurra leiða: Gangaleið D2, Teigskógarleið ÞH, Reykhólaleið Vegagerðarinnar A3 og Reykhólaleið Multiconsult R. Niðurstaða valkostagreiningarinnar liggur nú fyrir.
...
Meira
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Námskeið í endurmenntun atvinnubílstjóra með ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D verða haldin á Reykhólum um næstu helgi, 14.- 15. og 16. des.
...
Meira
Aðventukvöld í Reykhólakirkju
Aðventukvöld verður í Reykhólakirkju þriðjudagskvöldið 11. des. kl.18.00
Við ætlum að syngja saman jólalög, hlusta á jólasögu, æskulýðsbörn fara með Biblíufrásögn og Tryggvi sveitarstjóri ætlar að segja okkur frá uppáhalds jólaminningunum sínum.
Njótum þess að koma saman og eiga góðar stundir á aðventu.
Kærar aðventukveðjur!
Sr. Hildur Björk Hörpudóttir
Byggingafulltrúi á þriðjudag
Kyrrlát kvöldstund með KK og Ellen
Það var ljúf og notaleg stemming í Reykhólakirkju, þar sem systkinin Ellen og KK voru með tónleika, en þau ferðast núna á aðventunni vítt og breitt um landið og halda tónleika sem þau kalla Kyrrlát jól.
...
Meira
Tónleikar á aðventu á Reykhólum
Annað kvöld, 5. des. kl. 20 verða systkinin KK og Ellen með tónleika í Reykhólakirkju. Tónleikana kalla þau Kyrrlát jól. Hægt er að kaupa miða á tix.is og við innganginn. Miðaverð er kr. 4.500.
Föstudaginn 14. des. kl. 20:30 verður svo Ilmur af jólum - Í borg og bæ, þá heldur Hera Björk tónleika, líka í Reykhólakirkju ásamt gestum héðan, en það eru Lovísa Ósk Jónsdóttir og Barnakór Reykhóla undir stjórn Ingimars Ingimarssonar.
Hægt er að kaupa miða á midi.is, miðaverð er kr. 4.500.
Kveikt á jólatrénu við Barmahlíð
Eins og venja er í byrjun aðventu, var kveikt á jólatrénu við Barmahlíð í morgun.
Einhvern veginn fréttu jólasveinar af þessu og drifu sig á staðinn. Þeir höfðu að sjálfsögðu meðferðis poka með jólaeplum og færðu börnunum og heimilisfólki í Barmahlíð glaðning.
Jóhanna Ösp Einarsdóttir tók meðfylgjandi myndir.