Tenglar

Náttúrubarnahátíð á Ströndum var haldin í fyrsta skipti síðasta sumar og nú ætlum við að endurtaka leikinn og halda þessa afar óvenjulegu útihátíð helgina 13.-15. júlí. Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn.

...
Meira
UMFÍ
UMFÍ
1 af 4

Opnað hefur verið fyrir skráningu á hið árlega Unglingalandsmót UMFÍ sem verður samkvæmt venju um verslunarmannahelgina. Mótið verður að þessu sinni spottakorn frá höfuðborginni, í Þorlákshöfn dagana 2. – 5. ágúst.


Mótshaldari er Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK).


  

...
Meira

Mánudaginn 16. júlí verður heyrnarfræðingur með móttöku á heilsugæslunni í Búðardal, heyrnarmæling, heyrnartæki, ráðgjöf, aðstoð og stillingar. Bókanir í síma 581 3855.

Sundlaugin í Djúpadal er opin á ný eftir gagngerar endurbætur á búningsklefum og fleiru.

Laugin er opin alla daga milli kl. 9 og 22 

Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir og Ágúst Már Gröndal
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir og Ágúst Már Gröndal
1 af 3

Undanfarin ár hefur Ágúst Már Gröndal séð um afgreiðslu Landsbankans á Reykhólum, en nú hverfur hann til nýrra verkefna þar sem hann er fluttur frá Reykhólum. Við starfi hans í Landsbankanum tekur Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, og var fyrsti vinnudagur hennar í gær.

Ágústi Má eru færðar þakkir fyrir lipurð við viðskiptavini bankans, einnig vildi hann koma á framfæri þökkum til þeirra.  Ásta Sjöfn er boðin velkomin til starfa.

  

Dagskráin
Dagskráin

Keppni sterkustu manna landsins


fer fram dagana 12. til 14. júlí.


Keppt verður á eftirtöldum stöðum:


  

...
Meira
2. júlí 2018

Vegur yfir Þorskafjörð

Skálanes
Skálanes

Undir Sjónarmið hér til vinstri, er grein eftir Ingva frá Skálanesi sem hefst á þessa leið:

„Við eigum Vegagerðinni margt gott að þakka og ekki má skorta þakklæti til þeirra Vegagerðarstjórnenda, Magnúsar Vals Jóhannssonar framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs, Guðmundar Vals Guðmundssonar forstöðumanns og Ingva Árnasonar svæðisstjóra Borgarnesi, fyrir jákvæðar undirtektir þeirra við tillögu um að leggja nýjan veg yfir Þorskafjörð, frá Reykjanesi yfir á Skálanes, sem yrði góður kostur, og mikil breyting frá því ég fór þarna fyrst um fyrir 65 árum síðan.“

Ingvi bendir á að jafnt og þétt hefur vegurinn verið endurbættur í áranna rás, og að nú er tækifæri fyrir stóra breytingu til batnaðar. 

 

Plastpokalausi dagurinn 3. júlí
Plastpokalausi dagurinn 3. júlí

Farfuglaheimilin á Íslandi og Plastpokalausi dagurinn 3. júlí 2018


Plast er til margra hluta nytsamlegt en því miður erum við farin að treysta um of á einnota plast í daglegu lífi – með alvarlegum afleiðingum fyrir umhverfið.


Á Plastpokalausa deginum 3. júlí  munu Farfuglaheimilin á Íslandi taka höndum saman til að vekja athygli gesta á mengun af völdum plasts. Þann dag munu gestir sem gista á Farfuglaheimilunum í landinu fá gefins fjölnota poka úr lífrænni bómull. 

...
Meira

Tilkynning til  íbúa og gesta Reykhóla.


 Við könnun á neysluvatni þann 28. júní 2018 fundust saurgerlar (E.coli)  í neysluvatninu.  Sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið.


 


f.h. heilbrigðisnefndar


 _____________________________


Anton Helgason


heilbrigðisfulltrúi


  

...
Meira
1 af 2

Sameiginleg áætlun Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um byggðarþróun m.t.t. landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu, hefur tekið gildi.  Skipulagsstofnun staðfesti svæðisskipulagsáætlunina þann 5. júní  sl. í samræmi við skipulagslög og auglýsing um gildistökuna var birt í Stjórnartíðindum 19. júní sl. 


  

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30