-Takk fyrir mig, segir Ingibjörg Birna
Ég hef tekið þá ákvörðun og tilkynnt hana oddvita sveitarstjórnar, að ég gef ekki kost á mér til áframhaldandi starfa sem sveitarstjóri Reykhólahrepps.
...Meira
Ég hef tekið þá ákvörðun og tilkynnt hana oddvita sveitarstjórnar, að ég gef ekki kost á mér til áframhaldandi starfa sem sveitarstjóri Reykhólahrepps.
...
Í dag er opnaður veitingasalurinn í Hólabúð, 380 Restaurant, og af því tilefni bjóða þau Reynir og Ása afslátt um helgina.
...
⚽ÞETTA ER AÐ SKELLA Á⚽
Strákarnir okkar eru komnir til Moskvu og þeir mæta engum öðrum en Argentínu í sínum !allra! fyrsta leik á heimsmeistaramóti núna á Laugardaginn🏆
...
Vinna hófst að nýju við lagningu ljósleiðara í Reykhólahreppi í byrjun maí eftir að frost var farið úr jörðu.
Verkefninu er skipt í tvö svæði. Svæði I nær frá Miðhúsum út að Stað og niður að Þörungaverksmiðju, svæði II nær frá Miðhúsum að Hofsstöðum annarsvegar og Gilsfirði hinsvegar.
...Nýkjörin sveitarstjórn hélt sinn fyrsta fund í dag. Oddviti til eins árs var kosinn Ingimar Ingimarsson, og varaoddviti Árný Huld Haraldsdóttir. Nú eru í fyrsta sinn konur í meirihluta í sveitarstjórn, 3 af 5, eða 7 af 10 þegar varamenn eru taldir með. Ein þeirra, Embla Dögg Bachmann er jafnframt yngsti kjörni fulltrúinn til þessa.
Eins og regla er á fyrsta fundi var kosið í nefndir og eru flestar komnar hér inn á síðuna. Þó vantar samstarfsnefndir sem er skipað í með fulltrúum nágrannasveitarfélaganna og mögulega starfsnefndir sem sinna afmörkuðum verkefnum.