Tenglar

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á á fundi sínum 9. maí sl. að auglýsa til kynningar og umsagnar vinnslutillögu um verndarsvæði í byggð í Flatey.  Vinnslutillagan er hjálögð.  


   

...
Meira
1 af 3

Fólkið á hreppsskrifstofunni fékk skemmtilega heimsókn í dag. Krakkar sem eru á sumarnámskeiði hérna á Reykhólum kíktu til þeirra og kynntu sér starfið á skrifstofunni.


 

...
Meira

Ársreikningur Reykhólahrepps 2017 er kominn hér á síðuna. Helstu niðurstöðutölur eru þessar.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 596 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 455,4 millj. kr.

   

Álagningarhlutfall útsvars var 14,52%, sem er lögbundið hámark þess. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki nam 0,5% sem er lögbundið hámark þess, í B-flokki nam álagningarhlutfall 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,65% sem er lögbundið hámark þess með álagi.

 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 69,4 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 44,4 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.


Heildareignir sveitarfélagsins námu 696 millj. kr. og heildarskuldir 179,2 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 516,8 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 430,7 millj. kr.  

 

 

  

1 af 2

Báta- og hlunnindasýningin verður opnuð á morgun, 5. júní.

Hún verður opin alla daga milli kl. 11 og 17 í sumar. Eins og undanfarin sumur verða viðburðir á sýningunni sem verða auglýstir þegar nær dregur. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Silvía Kristjánsdóttir.

Auglýst er eftir starfsmanni á Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum, í 80-100% stöðu. Ráðningartími er 3 mánuðir, frá 10. júní.

Umsóknir sendist á info@reykholar.is

Fyrirspurnir má senda á þetta sama netfang, einnig veittar upplýsingar í s. 691 8652 eða á staðnum.

Nánar í Laus störf hér til vinstri.

kfum.is
kfum.is

Í ár munu Reykhólahreppur og ungmennafélagið Afturelding vera í samstarfi með íþróttaæfingar og leikjanámskeið.  Börn í sveitafélaginu geta þá náð samfelldum degi á Reykhólum. Hægt verður að fá mat í mötuneyti Reykhólaskóla. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 5. júní og stendur til 28. júní.



Umsjónarmaður íþróttaæfinga verður: Dísa Ragnheiður Magnúsdóttir

Umsjónarmaður leikjanámskeiðs verður: Jóhanna Ösp Einarsdóttir



 

Kl. 

Þriðjudagur  

Miðvikudagur  

Fimmtudagur 

9:30 

Leikjanámskeið 2009-2012 

Leikjanámskeið 2009-2012 

Leikjanámskeið 2009-2012 

12.00

Matur

Matur

Matur

13.00

Íþróttaæfing 2009-2012

Íþróttaæfing 2009-2012

Sundæfing 2009-2012

13.00

Leikjanámskeið 2006-2008

Leikjanámskeið 2006-2008

Leikjanámskeið 2006-2008

14.00

Íþróttaæfing 2008 og eldri

Íþróttaæfing 2008 og eldri

Sundæfing 2008 og eldri




Einnig er hægt að taka þátt í leikjanámskeiði án þess að taka þátt í íþróttaæfingum og öfugt.



Verð fyrir íþrótta- og sundæfingar í 4 vikur: 6000

Verð fyrir leikjanámskeið í 4 vikur með hádegismat: 6000



Hægt er að nýta tómstundastyrk Reykhólahrepps til að niðurgreiða námskeiðin.

Krakkarnir í vinnuskólanum munu taka þátt í skipulagningu og framkvæmd leikjanámskeiðsins, starfsmaður sveitafélagsins mun þó alltaf bera ábyrgð, taka þátt í framkvæmd og vera til staðar.



Skráning í tölvupósti fyrir 4. júní

johanna@reykholaskoli.is



 

 

Í kvöld var náttúruganga á dagskrá í hreyfiviku. Gengið var frá Grettislaug í átt að Einireykjum og að fuglaskoðunarhúsi við Langavatn, undir leiðsögn Dalla sem þekkir þetta svæði afar vel.

Þátttaka var góð, hátt í 20 manns, fólk á ýmsum aldri. Einn ungi göngugarpurinn varð fyrir því óhappi að hrasa og lenda í stórum polli, en það var hægt að smala saman þurrum flíkum og halda áfram.

Ekki spillti veðrið eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Jóhanna Ösp Einarsdóttir tók. 

 

 

  

29. maí 2018

Hreyfivika UMFÍ

1 af 2

Nú er gengin í garð hreyfivika og þá verða allskonar viðburðir, dagskráin er hér:

 

Þriðjudagur: 

Jóga kl. 17:30. Umsjónarmaður Ágústa Ýr.

Hlaupahópur kl. 20:00. Hitað upp fyrir kvennahlaupið. Hlaupið frá íþróttahúsinu, einnig verður kraftganga á sama stað og tíma. Umsjónarmaður Jóhanna Ösp.

 

Miðvikudagur: 

Náttúruganga. Gengið um Einireyki-Langavatn. Þetta er um 2 km löng ganga og geta allir tekið þátt. Dalli sér um leiðsögn í göngunni. Lagt af stað frá Grettislaug kl. 17:30.

 

Fimmtudagur:

Fótboltaæfing fyrir yngri hóp kl. 16:00. Umsjónarmaður Ágústa Klara.

Fótboltaæfing fyrir eldri hóp kl. 16:45. Umsjónarmaður Ágústa Klara.

Jóga kl. 17:30. Umsjónarmaður Ágústa Ýr.

 

Föstudagur: 

Útileikir fyrir alla sem vilja, fullorðna og börn. Mæting í Hvanngarðabrekku kl. 13:00.

 

Laugardagur:

Kvennahlaup. Hlaupið frá Reykhólakirkju. Hægt að velja um vegalengdir frá 2 km upp í 10 km. 

 

Alla vikuna: 

Vinnustaðaáskorun #minhreyfing. Vinnustaðir taka þátt og taka myndir af sjálfum sér í hreyfingu. Ekki hreyfðar myndir en hreyfingamyndir. Skorað á sem flesta vinnustaði að taka þátt. Líka minni vinnustaðina. 

 

Sundkeppni. Hægt verður að skrá vegalengdir sem maður syndir í Grettislaug í afgreiðslu. Undanfarin ár hefur verið sundkeppni sveitafélagana en það verður ekki í ár. Hinsvegar verður þetta sundkeppni íbúa, og efstu 5 sætin birt á Reykhólavefnum í lok vikunnar. Sund er sælustund. 

 

Að síðustu er bent á hreyfibingóið sem er á meðfylgjandi auglýsingu.

  

Og hvað ætli hafi svo verið fyrsta málið sem nýkjörnir sveitarstjórnarmenn voru spurðir um?

Jú, Vestfjarðavegur (60).

Á vísi.is eru birt svör þeirra við  spurningu um afstöðu þeirra til málsins, og koma þau engan veginn á óvart miðað við hvar það er statt nú.

Í stuttu máli, -eins og kemur fram í greininni- er breyting á aðalskipulagi í gangi þar sem breytt útgáfa af Teigsskógarleiðinni (ÞH) varð fyrir valinu, og jafnframt er verkfræðifyrirtækið Multiconsult að yfirfara þær leiðir sem hugmyndir hafa verið um. Niðurstöður þeirrar athugunar eiga að vera tilbúnar áður en athugasemdafrestur vegna breytingar á aðalskipulaginu rennur út.

 

  

Frá 1. júní verður Grettislaug opin alla daga sem hér segir:

Mánudaga - föstudaga         kl. 15 - 21

Laugardaga og sunnudaga    -   12 - 21

Svo er bara að drífa sig í sund!

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30