Heppinn hvalur
Í gærkvöldi gekk ferðafólk fram á hval í fjörunni í Þorskafirðinum, innan til við minnisvarðann um Matthías Jochumsson. Að öllum líkindum var þetta háhyrningskálfur, sem einhverra hluta vegna hafði álpast of grunnt og komst ekki til baka og lá þarna ósjálfbjarga, en hann var lifandi.
...
Meira
Vel sóttur kynningarfundur
Liðlega 60 manns mættu á almennan kynningarfund þar sem Lars Peder Larsgård frá norsku verkfræðistofunni Multiconsult og Halldóra Hreggviðsdóttir frá ráðgjafastofunni Alta kynntu óháð mat á nokkrum veglínum fyrir Vestfjarðaveg (60). Skýrslan er ekki alveg fullunnin en öll aðalatriði komu fram.
...
Meira
Tilkynning frá Reykhólahreppi
Endurbætur á Vestfjarðarvegi þola enga bið. Til þess að ná megi sátt og koma þannig í veg fyrir tafir fékk sveitarstjórn Reykhólahrepps norsku verkfræðistofuna Multiconsult til að rýna tillögur Vegagerðarinnar að leiðavali. Niðurstöður rýninnar verða kynntar á opnum fundi í grunnskólanum á Reykhólum, miðvikudaginn 27. júní, frá kl. 20 – 22.
Endurbætur á veginum eru mikilvægt hagsmunamál fyrir alla íbúa Vestfjarða. Málið hefur tafist af ýmsum ástæðum, sem flestar eiga rætur að rekja til umhverfisáhrifa eða kostnaðar. Sveitarstjórn þykir því mikilvægt að sem best yfirsýn og fullvissa ríki um að sá kostur sem verður fyrir valinu sé skynsamleg málamiðlun.
Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að koma á fundinn og kynna sér niðurstöður norsku sérfræðinganna. Í framhaldi af kynningunni mun sveitarstjórn taka endanlega afstöðu.
(Sjá dreifibréf og auglýsingu hér á síðunni)
Sveitarstjórn Reykhólahrepps.
Ársfundur Vestfjarðastofu á Bíldudal
Samruni Fjórðungssambands og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða er að taka á sig endanlega mynd.
Nú er stefnt á ársfund Vestfjarðastofu í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal, 29. júní kl. 11-16.30.
Dagskrá fundarins og gögn verða fljótlega aðgengileg á vefnum www.vestfirdir.is
Ísland - Króatía í Bjarkalundi
Ísland - Króatía 26. Júní í Bjarkalundi
⚽VIÐ ENDURTÖKUM LEIKINN Í BJARKALUNDI⚽
Strákarnir okkar ætla nú heldur betur að sína hvað í þeim býr á móti Króötum. Við sýnum leikinn á stóra tjaldinu okkar. 🏆
Við í Bjarkalundi ætlum að sjálfsöðu að halda áfram að fagna þessari veislu með ykkur. Bjórdælan er á sínum stað.
Það verða svo auðvitað dúndurtilboð hérna í Bjarkalundarbæ, sem sjá til þess að engin sé þyrstur eða svangur á meðan á látunum stendur:
Lítill bjór - 600kr
Stór Bjór - 900kr
12" pitsa (með tveimur áleggstegundum) og gos - 2500kr
12" Pitsa (með tveimur áleggstegundum) og stór bjór - 2990kr
Hlökkum til að sjá ykkur!
Almennur kynningarfundur á miðvikudag
Halti Billi í Búðardal 23. júní
Leikritið Halti Billi eftir Martin McDonaugh í uppsetningu Leikfélags Hólmavíkur í leikstjórn Skúla Gautasonar verður sýnt í Dalabúð í Búðardal laugardagskvöldið 23. júní kl. 20.
...
Meira
Ísland - Nígería í Bjarkalundi kl.14
⚽VIÐ ENDURTÖKUM LEIKINN Í BJARKALUNDI⚽
Strákarnir okkar gerðu sögufrægt jafntefli á móti Argentínu í síðasta leik, þar sem Hannes varði víti á móti sjálfum Messi! Nú er það Nígería 🏆
Við í Bjarkalundi ætlum að sjálfsöðu að halda áfram að fagna þessari veislu með ykkur, stóri skjárinn er ennþá uppi, bjórdælan er á sínum stað og Hannes hefur aldrei verið flottari.
Það verða svo auðvitað dúndurtilboð hérna í Bjarkalundarbæ, sem sjá til þess að engin sé þyrstur eða svangur á meðan á látunum stendur:
Lítill bjór - 600kr
Stór Bjór - 900kr
12" pitsa (með tveimur áleggstegundum) og gos - 2500kr
12" Pitsa (með tveimur áleggstegundum) og stór bjór - 2990kr
Hlökkum til að sjá ykkur!
Sögurölt í Ólafsdal
Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna ákváðu í vetur að leggja saman krafta sína og skipuleggja sameiginlega göngur í sumar. Í fyrrasumar var boðið upp á fjölbreyttar göngur hjá báðum söfnunum, en í sumar er stefnan sett á styttri göngur og meiri sögur, þ.e. sögurölt um Dali og Strandir.
...
Meira