Tenglar

Sveitarstjórnarkosningar                                     

 í Reykhólahreppi 26. maí 2018.

Kosningar til sveitarstjórnar fara fram laugardaginn 26. maí 2018.  Kjósa ber fimm aðalmenn og fimm til vara.

Kjördeild verður á skrifstofu Reykhólahrepps.

Kjörfundur hefst kl. 09:00  og lýkur kl. 18:00.

Kjörskrá hefur verið gefin út af hreppsnefnd og liggur hún frammi á skrifstofu Reykhólahrepps.

Kosningar í Reykhólahreppi eru óbundnar kosningar þar sem kosning er ekki bundin við framboð.  Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því.

Þrír fráfarandi sveitarstjórnarmenn  hafa skorast undan endurkjöri og þeir eru:

Áslaug Berta Guttormsdóttir

Sandra Rún Björnsdóttir

Vilberg Þráinsson

Einnig hefur Gústaf Jökull Ólafsson skorast löglega undan kjöri.

Kjörstjórn gerir ráð fyrir að talning atkvæða fari fram strax og kjörfundi lýkur og gengið hefur verið  frá gögnum til talningar.

Áhersla er lögð á að nöfn manna séu greinilega skrifuð á atkvæðaseðilinn, en atkvæði skal ekki metið ógilt þótt sleppt sé fornafni eða eftirnafni ef greinilegt er, eftir sem áður, við hvern er átt.

 Eins og fram kemur hér að ofan skal kjósa fimm aðalmenn og fimm varamenn.  Kjósendum er bent á að gott er ef menn hafa ákveðið fyrirfram hverja þeir ætla að kjósa og mæta jafnvel með tilbúinn nafnalista.  Slíkt flýtir fyrir kosningu. Kjósendur eru minntir á persónuskilríki.

 

Reykhólum 17. maí 2018

f.h. kjörstjórnar í Reykhólahreppi

Steinunn Ólafía Rasmus

formaður.

 

Góð mæting
Góð mæting
1 af 8

Íbúafundurinn í dag var vel sóttur, þrátt fyrir skamman fyrirvara og annatíma hjá flestum. Sveitarstjórn boðaði til þessa fundar vegna heimsóknar verkfræðinga frá norsku verkfræðistofunni Multiconsult sem voru að kynna sér staðhætti og afla upplýsinga til að meta kosti í leiðavali á Vestfjarðavegi (60).

...
Meira
Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Jóhanna Ösp Einarsdóttir

Fyrir skömmu birti Jóhanna Ösp Einarsdóttir eftirfarandi klausu á kosningaspjallsíðu á facebook; 



„Ég ætla að láta slag standa og bjóða mig fram. Eins og þið hafið kannski tekið eftir hef ég mikinn áhuga á sveitapólitíkinni og langar að taka þátt í brýnum verkefnum samfélagsins okkar...“


  

...
Meira

Sveitarstjórnarfundi sem vera átti í kvöld, er frestað af óviðráðanlegum ástæðum til morguns, og verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 20:00.

Íbúafundur verður haldinn 17. maí klukkan 17:00 í matsal Reykhólaskóla.

Tilefnið er koma norskra verkfræðinga á vegum Multiconsult í Noregi sem hafa tekið að sér það verkefni að rýna vegkosti Vegagerðarinnar vegna Vestfjarðarvegar 60. Á fundinum gefst íbúum kostur á því að eiga samtal við verkfræðingana. Áætlað er að fundurinn standi yfir í um klukkustund.

Einnig verða á fundinum ráðgjafar frá Alta sem aðstoða Reykhólahrepp í verkefninu.

Nú er lag að nota tækifærið og tjá sig um málefnið.

 

Fyrir hönd sveitarstjórnar Reykhólahrepps

 

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

 

 

Nú geta vorverkin hafist
Nú geta vorverkin hafist
1 af 2

Eins og Soffía frænka skaut nýlega að lesendum  þá var ekki næg þátttaka í könnuninni á vegum Reykhólahrepps og Stranda þannig að niðurstöður þar endurspegla ekki endilega skoðanir meirihluta íbúa. En skýrsla um niðurstöðurnar eru forvitnileg og gaman að bera saman álit í margvíslegum sveitarfélögum landsins. Þessi skýrsla er komin á vef Vestfjarðastofu. (http://www.vestfirdir.is/fjordungssambandid/ymsar_skyrslur/flokkur/162/)



 



 


  

...
Meira
Embla Dögg Bachmann
Embla Dögg Bachmann

Embla Dögg Bachmann gefur kost á sér í sveitarstjórn og kynnir hér sín áherslumál;


„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í sveitarstjórn Reykhólahrepps. Ég er tilbúin að vera rödd unga fólksins...  það skiptir sveitina okkar miklu máli að framtíð og möguleikar unga fólksins í Reykhólahreppi séu fjölbreyttari og fólk hafi áhuga á að setjast að hér á Reykhólum.“ 

...
Meira

Byrjar kl.11 og mæting upp í skóla. Hittumst og tínum rusl saman og gerum snyrtilegt í kringum okkur. Þó að þessi skipulagða dagskrá sé á Reykhólum, á þetta að sjálfsögðu við um allan hreppinn.

Endum svo á grilli í Hvanngarðabrekkunni um kl.14.

Kveðja, 

Umhverfisnefnd Reykhólahrepps 

 

mynd  fjallabyggd.is
mynd fjallabyggd.is

Búið er að gefa út gjaldskrá fyrir líkamsrækt ungmennafélagsins,  hún er sett hér inn undir Gjaldskrár, en hún er svohljóðandi;

 

Stakur tími                    500 kr.

Klippikort 20 skipti     7.500 kr

Árskort                     45.000 kr.

Greitt er fyrirfram hjá sundlaugarverði.


Líkamsræktin er staðsett í kjallara sundlaugarhússins og er opin á sama tíma og sundlaugin.

Aldurstakmark 15 ára,  miðast við áramót.

 Stjórn ungmennafélagsins.

  

Handverksmarkaður Össu í Króksfjarðarnesi verður opnaður á morgun, laugardag 12. maí. Þarna verður að venju fjölbreytt handverk, lopapeysur í miklu úrvali, munir úr tré, gleri, skartgripir, myndir og er þá fátt eitt talið.

Eins og áður er bókamarkaðurinn í gangi, Arnarsetrið á sínum stað og hægt að kaupa kaffiveitingar á vægu verði.

Opið alla daga frá kl. 11 - 18.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30