Tenglar

26. maí 2018

Úrslit kosninga

Vilberg Þráinsson fráfarandi oddviti skilar atkvæði. mynd AB
Vilberg Þráinsson fráfarandi oddviti skilar atkvæði. mynd AB
1 af 3

Talningu atkvæða úr Sveitarstjórnarkosningum í Reykhólahreppi lauk um klukkan 23. Á kjörskrá voru 190 og alls kusu 132 eða 69,5 %. Atkvæði féllu þannig:

Aðalmenn

 

Ingimar Ingimarsson með 108 atkvæði

Árný Huld Haraldsdóttir með 83 atkvæði

Jóhanna Ösp Einarsdóttir með 55 atkvæði

Karl Kristjánsson með 47 atkvæði

Embla Dögg Bachmann Jóhannsdóttir 42 atkvæði.

 

Varamenn

1. Ágústa Ýr Sveinsdóttir

2. Rebekka Eiríksdóttir

3. Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir

4. Herdís Erna Matthíasdóttir

5. Sveinn Ragnarsson

Kosningar til sveitarstjórnar fara fram laugardaginn 26. maí 2018.  

Kosið verður á skrifstofu Reykhólahrepps.

Kjörfundur hefst kl. 09:00  og lýkur kl. 18:00.

 

Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því.

 

Kjörstjórn gerir ráð fyrir að talning atkvæða fari fram strax og kjörfundi lýkur og gengið hefur verið  frá gögnum til talningar.

 

Kjósa skal 5 aðalmenn og 5 varamenn. Áhersla er lögð á að nöfn manna séu greinilega skrifuð á atkvæðaseðilinn, en atkvæði skal ekki metið ógilt þótt sleppt sé fornafni eða eftirnafni ef greinilegt er, eftir sem áður, við hvern er átt.

 

Kjósendum er bent á að gott er að mæta jafnvel með tilbúinn nafnalista,  slíkt flýtir fyrir kosningu.

Kjósendur eru minntir á persónuskilríki.

 

3 fráfarandi sveitarstjórnarmenn  hafa skorast undan endurkjöri og þeir eru:

Áslaug Berta Guttormsdóttir

Sandra Rún Björnsdóttir

Vilberg Þráinsson

Einnig hefur Gústaf Jökull Ólafsson skorast löglega undan kjöri.

 

4 hafa boðið sig fram til setu í sveitarstjórn, þau eru:

Árný Huld Haraldsdóttir

Embla Dögg Bachmann

Ingimar Ingimarsson

Jóhanna Ösp Einarsdóttir

 

Efni sem gott er að skoða; auglýsing, kosning.is

 

 

 

  

Árný Huld Haraldsdóttir
Árný Huld Haraldsdóttir

Í dag birti Árný Huld Haraldsdóttir þessa tilkynningu:

 

„Ég, Árný Huld Haraldsdóttir, bóndi á Bakka í Geiradal, hef ákveðið að bjóða mig fram til sveitarstjórnar Reykhólahrepps í kosningum nk. laugardag 26. maí 2018.

Markmið mitt er að fylgja sannfæringu minni til hagsbóta fyrir sveitarfélagið okkar, hafa jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi og vinna á lausnamiðaðan hátt.

Eigið góðan dag!“

 

  

Táknrænn staður, við aðal vegtenginguna við Vestfirði
Táknrænn staður, við aðal vegtenginguna við Vestfirði
1 af 7

Samstöðufundur var haldinn við Gilsfjarðarbrú, þar sem vegurinn yfir Gilsfjörð tekur land á Króksfjarðarnesi, á annan dag hvítasunnu. Þessi fundur var eins konar árétting á borgarafundi sem haldinn var á Ísafirði 24. sept. s.l. 

 

Fundinum stjórnaði Sigmundur F. Þórðarson frá Þingeyri. Til máls tóku sr. Magnús Erlingsson á Ísafirði og Guðrún Anna Finnbogadóttir á Patreksfirði, ræðu hennar má sjá hér. Mikill samhljómur var í þeirra máli, enda markmið fundarins að fylgja eftir málum sem Vestfirðingar hafa barist fyrir árum og áratugum saman.

 

Í lok fundar voru lagðar fram kröfur samhljóða þeim sem samþykktar voru á borgarafundinum á Ísafirði, sem hljóða svo:

 

„Að ráðist verði strax í vegagerð í Gufudalssveit samkvæmt leið um Teigsskóg, vegna brýnna hagsmuna sveitarfélaganna, atvinnulífsins og íbúa. Raforkumál á Vestfjörðum verði færð í nútímabúning með hringtengingu Vestfjarða um Ísafjarðardjúp, þannig að atvinnutækifærum fjölgi á Vestfjörðum. Einnig að Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi og í því ljósi setji stjórnvöld fram, fyrir árslok, ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi gegn hugsanlegri hættu á erfðablöndun.“

 

Voru þær samþykktar einróma.

 

Að fundi loknum gæddu fundargestir sér á kaffi og vöfflum hjá Össu í Króksfjarðarnesi.

  

23. maí 2018

Samantekt af íbúafundi

Samantekt af íbúafundinum sem var haldinn um Vestfjarðaveg (60) er komin á vefinn undir tenglinum Vestfjarðavegur (60)

mynd hotelbjarkalundur.is
mynd hotelbjarkalundur.is

Komin er í loftið nýr vefur Bjarkalundar, hotelbjarkalundur.is og eru þar aðgengilegar upplýsingar um þá þjónustu sem verður í boði í sumar.

Núna er unnið af fullum krafti við að undirbúa opnun hótelsins, sem verður innan skamms.  

Skyndihjálparnámskeið verður haldið í Auðarskóla, Búðardal, laugardaginn 2. júní. Leiðbeinandi er Árný Helgadóttir.

Upplýsingar: www.simenntun.is  Sjá einnig auglýsingu.

Ingibjörg með lambadrottningu
Ingibjörg með lambadrottningu
1 af 8

Það telst varla til stórtíðinda á þessum árstíma að fólk sé í sauðburði. Samt er það algjör nýlunda hjá sveitarstjóranum okkar, Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur og hennar fjölskyldu.



Á liðnu sumri festu þau hjón, Ingibjörg og maður hennar Hjalti Hafþórsson kaup á nýbýlinu Klettaborg, sem er byggt út úr Skerðingsstöðum á Reykjanesi.


  

...
Meira

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum er lokuð á mánudag, annan í hvítasunnu, en opið er á þriðjudag 22. maí á venjulegum tíma.

 

1 af 2

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til sveitarstjórnar 26. maí 2018, fer fram í Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð á Reykhólum, miðvikudaginn 23. maí frá kl. 13 - 14.

Sama dag á dvalarheimilinu Barmahlíð frá kl. 14:30 - 15:30.

Kjósendur þurfa að sýna persónuskilríki.

-Sjá meðfylgjandi auglýsingar og einnig í Tilkynningar hér neðst-

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30