Táknrænn staður, við aðal vegtenginguna við Vestfirði
Neshyrnan í baksýn
Sigmundur F. Þórðarson
Guðrún Anna Finnbogadóttir
Sr. Magnús Erlingsson
Margskonar flutningabílar þurfa að fara þarna um
Við þennan annars ágæta fundarstað eru ekki góð bílastæði
Samstöðufundur var haldinn við Gilsfjarðarbrú, þar sem vegurinn yfir Gilsfjörð tekur land á Króksfjarðarnesi, á annan dag hvítasunnu. Þessi fundur var eins konar árétting á borgarafundi sem haldinn var á Ísafirði 24. sept. s.l.
Fundinum stjórnaði Sigmundur F. Þórðarson frá Þingeyri. Til máls tóku sr. Magnús Erlingsson á Ísafirði og Guðrún Anna Finnbogadóttir á Patreksfirði, ræðu hennar má sjá hér. Mikill samhljómur var í þeirra máli, enda markmið fundarins að fylgja eftir málum sem Vestfirðingar hafa barist fyrir árum og áratugum saman.
Í lok fundar voru lagðar fram kröfur samhljóða þeim sem samþykktar voru á borgarafundinum á Ísafirði, sem hljóða svo:
„Að ráðist verði strax í vegagerð í Gufudalssveit samkvæmt leið um Teigsskóg, vegna brýnna hagsmuna sveitarfélaganna, atvinnulífsins og íbúa. Raforkumál á Vestfjörðum verði færð í nútímabúning með hringtengingu Vestfjarða um Ísafjarðardjúp, þannig að atvinnutækifærum fjölgi á Vestfjörðum. Einnig að Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi og í því ljósi setji stjórnvöld fram, fyrir árslok, ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi gegn hugsanlegri hættu á erfðablöndun.“
Voru þær samþykktar einróma.
Að fundi loknum gæddu fundargestir sér á kaffi og vöfflum hjá Össu í Króksfjarðarnesi.