Tenglar

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum er lokuð mánudaginn 19. september.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Jóhanna Ösp Einarsdóttir

Jóhanna Ösp Einarsdóttir var kjörin til áframhaldandi formennsku stjórnar Fjórðungsambands Vestfirðinga á Fjórðungsþingi sem haldið var á Patreksfirði um helgina.

Aðrir í stjórn eru Aðalsteinn Egill Traustason, Ísafjarðarbæ, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ísafjarðarbæ, Lilja Magnúsdóttir, Tálknafirði og Magnús Ingi Jónsson, Bolungavíkurkaupstað.

 

Varamenn í stjórn voru kjörnir: Jóhann Birkir Helgason, Ísafjarðarbæ, Gylfi Ólafsson, Ísafjarðarbæ, Anna Vilbrg Rúnarsdóttir, Vesturbyggð, Bragi Þór Thoroddsen, Súðavíkurhreppi og Þorgeir Pálsson, Strandabyggð.

 

Kosið er til tveggja ára.

 

Laugardagskvöldið 10. september verður haldin árleg þjóðtrúarkvöldvaka á Sauðfjársetrinu í Sævangi og hefst skemmtunin kl. 20:30. Að þessu sinni hefur hún yfirskriftina: Þjóðtrú á ferð og flugi - Draugar, útilegumenn og óvæntir gestir! Það hefur verið einkenni á þessum kvöldvökum að erindin séu nær því að vera sagnamennska eða skemmtilestur en fyrirlestur. Skemmtunin er samvinnuverkefni Sauðfjársetursins og Þjóðfræðistofu á Hólmavík.

 

Á kvöldvökunni í ár er ekki leitað langt yfir skammt og heimamenn sjá um skemmtunina. Það eru þjóðfræðingarnir Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson hjá Þjóðfræðistofu sem og auk þeirra mætir nýútskrifaður doktor í þjóðfræði Dagrún Ósk Jónsdóttir á svæðið og talar við sitt heimafólk um smalastúlkur og útilegumenn sem á einkar vel við á þessum árstíma.

 

Svo eru rúsínur í báðum pylsuendunum, tónlistarflutningur í öðrum endanum og yfirnáttúrulegt kvöldkaffi, alveg kyngimagnað, í hinum. Það er Íris Björg á Klúku sem sér um tónlistaratriðið og Ester Sigfúsdóttir um kvöldkaffið, að venju.

 

Á dagskrá eru eftirfarandi erindi:

 

Jón Jónsson, þjóðfræðingur:
Viðbrögð við óvelkomnum gestum: Heimsóknir villidýra, vætta og annars óþjóðalýðs

 

Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur:
Draugur fær heimþrá: Af þvælingi þjóðtrúar til Vesturheims

 

Dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur:
Konur fara á fjöll: Smalastúlkur og útilegumenn í íslenskum þjóðsögum

 

Þjóðtrúarkvöldvökur hafa verið haldnar því sem næst árlega í Sævangi í miðjum smalamennskum í september, frá árinu 2013. Sú fyrsta var haldin þegar sýning um álagabletti var opnuð á Sauðfjársetrinu. Nú hefur sú sýning verið tekin niður og fróðleikurinn var gefinn út í bók um síðustu áramót. Í staðinn var svo sett upp sýning um hvítabirni sem kíkt hafa í heimsókn á Strandir og Vestfirði og gestum gefst færi á að skoða hana á kvöldvökunni.

 

 

Frá og með næstu viku (viku 37) og um óákveðinn tíma verður viðvera læknis á heilsugæslustöðinni á Reykhólum á miðvikudögum í stað mánudaga eins og verið hefur – næsta koma læknis á Reykhóla verður því miðvikudaginn 14. sept.

 

Almennar upplýsingar:

 

Afgreiðsla og tímabókanir virka daga eru í síma 432 1450 – opnunartími kl. 9:00-15:00

 

Sími á Reykhólum er 432 1460 – opið miðvikudaga kl. 10:00-15:00/16:00 (eftir þörfum).  

 

Rafrænar lyfjaendurnýjanir á föst lyf www.heilsuvera.is

 

Einnig er hægt að fá endurnýjun föst lyf með því að hafa samband við heilsugæslustöðina.

 

Vaktsími utan dagvinnutíma er 1700

 

Neyðarnúmer er 112  –  fyrir slys og bráðatilfelli.

 

Starfsfólk HVE Búðardal /Reykhólum

 

 

8. september 2022

Smalaopnun í Grettislaug

 Opnun smalahelgina 9. og 10. sept

  föstudag.....  19:00 til 22:00
  laugardag.... 19:00 til 22:00

6. september 2022

Lokahóf UDN

Fimmtudaginn 8. september verður lokahóf UDN haldið í Grunnskólanum á Reykhólum, UDN býður fólki í sund klukkan 17:00.
 
Kl. 18:00 við grunnskólann verður grillið orðið heitt og grillaðir verða hamborgarar.
Leikir á staðnum og þátttökuviðurkenningar veittar.
Endum sumarið á góðum degi saman, vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn UDN.
26. ágúst 2022

Fjallskilaseðillinn 2022

Fjallskilaseðill Reykhólahrepps er núna aðgengilegur hér á síðunni.

Seðillinn breytist ekki mikið milli ára að öðru leyti en því að dagsetningar færast til og eins getur fjöldi dagsverka sem bændur þurfa að leggja til breyst ef fé hefur fjölgað eða fækkað hjá þeim.

 

 Réttardagar eru sem hér segir;

Króksfjarðarnes           laugardag     17. sept.

Kinnarstaðarétt           sunnudag      11. sept.

Grundar- og Staðarrétt    föstudag     9. sept.

Eyrarrétt                     laugardag       3. sept.

 

Gunnar Steingrímsson Stóra-Holti Fljótum, íslandsmeistari, mynd Jón Jónsson
Gunnar Steingrímsson Stóra-Holti Fljótum, íslandsmeistari, mynd Jón Jónsson
1 af 6

Um helgina var Íslandsmótið í hrútadómum haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Nýr meistari var krýndur, en Strandamenn náðu ekki að landa sigri að þessu sinni. Sigurvegari í vana flokknum og þar með Íslandsmeistari í hrútaþukli varð Gunnar Steingrímsson Stóra-Holti í Fljótum. Í öðru sæti varð Marinó Helgi Sigurðsson á Hólmavík og er hann yngsti keppandi til að komast á pall í vana flokknum frá upphafi. Í þriðja sæti varð Þórður Halldórsson Breiðabólstað á Fellsströnd í Dölum. Alls kepptu 35 í vana flokknum. Eyjólfur Yngvi Bjarnason ráðunautur var yfirdómari að þessu sinni og fær bestu þakkir fyrir vel unnin störf.

 

Í flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara (sem eru þeir sem ekki kunna að stiga hrútana eftir stigakerfinu sem vanir nota í keppninni). Í fyrsta sæti í þeim flokki varð Elín Þóra Stefánsdóttir í Bolungarvík og er það alls ekki í fyrsta skipti sem hún kemst á verðlaunapall. Í öðru sæti varð Katrín Jónasdóttir á Þúfnavöllum í Hörgárdal í Eyjafirði. Þriðja varð Bjarnheiður Fossdal á Melum í Árneshreppi og hún hefur einnig verið á verðlaunapalli áður. Alls voru 17 keppendur í flokki óvanra.

 

Blíðskaparveður var og fjölmenni á staðnum, talið er að rúmlega 300 gestir hafi litið við yfir daginn. Glæsilegt kaffihlaðborð var á boðstólum og ókeypis á sýningar setursins. Sauðfjársetrið þakkar öllum kærlega fyrir komuna. Fjöldi aðila styrkti keppnina með því að gefa vinninga og fá þau einnig bestu þakkir fyrir. Fyrirtæki sem gáfu vinninga eru: Ístex og Sauðfjársæðingastöð Vesturlands sem gáfu mjög veglega vinninga, Kalksalt á Flateyri, Hótel Örk í Hveragerði, Gestastofa sútarans, Kaupfélag Borgfirðinga, Sögusmiðjan, Landnámssetur Íslands, bændur í Ásgarði í Dölum, Syðra-Skörðugil í Skagafirði og Rjómabúið Erpsstöðum.

 

Líflambahappdrætti var einnig á staðnum og gengu þrír vinningar út á staðnum, en tveir fóru til fjarstaddra sem höfðu keypt miða í forsölu.

 

Mikil gleði og ánægja var með hátíðina hjá aðstandendum og gaman að halda Hrútadóma að nýju eftir að þeir hafa fallið niður í tvö ár út af Covid.

 

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður lokuð á morgun, mánudaginn 22. ágúst.

20. ágúst 2022

Smá hvalreki

Kleina Karen er ekki mjög stórvaxin, en ekkert mikið minni en hvalurinn, mynd JGG
Kleina Karen er ekki mjög stórvaxin, en ekkert mikið minni en hvalurinn, mynd JGG
1 af 2

Jóhannes Geir Guðmundsson fór í göngu á dögunum með heimilishundinn Kleinu Karen, þá rákust þau á þennan fallega hnísukálf rekinn hérna á Reykhólum. 

 

Annað slagið sjást hvalir hér inni á fjörðum, lítil háhyrningavaða sást í Berufirðinum fyrir fáum árum, og í vor í Þorskafirði.

Að öllum líkindum eru þeir að elta æti.

 

Flestir hvalirnir fara þegar þeir hafa lokið erindum en sumir eru ekki jafn heppnir. Fyrir nokkrum árum gekk ferðafólk fram á háhyrningskálf uppi í fjöru innarlega í Þorskafirði og var smá klausa um það hér á síðunni þegar Borgarbræður hjálpuðu honum á flot. Seinna um sumarið fannst svo samskonar kálfur rekinn utar í firðinum hjá Hlíð og mjög líklegt að það hafi verið sama dýrið. Hann var ekki mjög heppinn.

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30