Tenglar

Ólafsdalshátíðin verður haldin laugardaginn 16. júlí.

Allir Reykhólasveitungar eru hvattir til að mæta, ekki síst sveitarstjórn og fjölskyldur.

Dagskrá er í meðfylgjandi auglýsingu.

8. júlí 2022

Bátadagar 2022

Vegna veðurútlits hefur verið ákveðið að fresta Bátadögum 2022 til 16. júlí.

Hlökkum til að sjá sem flesta báta og áhafnir þeirra taka þátt þá.

mynd, Dagrún Ósk Jónsdóttir
mynd, Dagrún Ósk Jónsdóttir
1 af 2

Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður á Sauðfjársetrinu í Sævangi næstu helgi, 8.-10. júlí. Á hátíðinni er fjölbreytt dagskrá fyrir náttúrubörn á öllum aldri en þar er til dæmis að finna tónlist, töfrasýningu, sirkús, náttúrusmiðjur, fjöruferðir, draugasögur, jóga auk þess sem hægt verður að fara á hestbak, skjóta af boga og margt fleira.

Hægt verður að kaupa veitingar í Sævangi alla helgina og tilboð verða á Kaffi Kind.

Frítt er á öll atriði hátíðarinnar en hún er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.


Dagskrá Náttúrubarnahátíðar 2022

 

Föstudagur 8. júlí

17:00 Fjölskyldu gönguferð í fjörunni
18:30 Setning hátíðarinnar og veðurgaldur
18:30 Hægt að kaupa súpu og grillaðar pylsur (grænmetis og ekki) í Sævangi
19:00 Frábær töfrasýning með Lalla töframanni
20:00 Spennandi Náttúrubarnakviss

 

Laugardagur 9. júlí

12:30 Sirkús Ananas
13:00 Náttúrufjör: Bogfimi, hestar, eldsmiðja, kajakar, opið hús í tilraunastofunni, skrifað með fjöðrum, náttúrubingó, grillaðar pylsur og fleira
14:30 Yrðlingasmiðja með Þykjó
16:00 Sagnatjaldið í Sævangi
16:30 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið
17:30 Ísbjarnahræðugerð í Orrustutanga
18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu
20:00 Fjölskyldu tónleikar með Svavari Knút
21:30 Drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu

 

Sunnudagur 10. júlí

11:30 Kiðlingajóga
12:30 Solla stirða og íþróttaálfurinn úr
Latabæ koma í heimsókn
13:30 Skemmtileg náttúrusmiðja með Arfistanum
15:30 Fjölskylduplokk

 

Það má hafa samband við Dagrúnu Ósk Jónsdóttur umsjónarkonu Náttúrubarnahátíðarinnar á Facebook, á netfanginu natturubarnaskoli@gmail.com eða í síma 661-2213.

 

Öll velkomin og við vonumst til að sjá sem flest!

Af strandir .is

 

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir og Drífa Valdimarsdóttir, mynd af síðu Bríetar
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir og Drífa Valdimarsdóttir, mynd af síðu Bríetar

Þann 1. júlí s.l. varð Reykhólahreppur nýr hluthafi í Leigufélaginu Bríeti ehf. með því að leggja tvær íbúðir í eigu sveitarfélagsins inn í Bríeti.

 

Drífa Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri Leigufélagsins Bríetar ehf. og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps undirrituðu samning um framsal 2ja íbúða Reykhólahrepps til Leigufélagsins Bríetar. Við það tækifæri áttu fulltrúar Bríetar fund með sveitarstjórn Reykhólahrepps.

Nánar á heimasíðu Bríetar.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. júní 2022 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2021-2033, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Tillagan samanstendur af greinargerð, uppdráttum og umhverfismatskýrslu.

 

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, Reykhólum og hjá Skipulagsstofnun frá og með 8. júlí 2022 til 26. ágúst 2022.

 

Tillagan er aðgengileg hér á heimasíðu Reykhólahrepps.

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. ágúst 2022.

 

Athugasemdum skal vinsamlegast skila til skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, Reykhólum eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins: skipulag@dalir.is fyrir 27. ágúst 2022.

 

Arwa Alfadhli, skipulagsfulltrúi Reykhólahrepps.

 

 

 

 

Þarabolti er föst keppnisgrein á Reykhóladögum
Þarabolti er föst keppnisgrein á Reykhóladögum

Almennum fundi um Reykhóladaga sem var auglýstur fimmtudag 30. júní, er frestað til þriðjudagsins 12. júlí kl. 17:00.

Ólafsdalur - byggingar 2021
Ólafsdalur - byggingar 2021
1 af 3

Ólafsdalsfélagið verður með sumaropnun í Ólafsdal 10. júlí - 1. ágúst, alla daga kl. 12-17.

 

Þrettánda Ólafsdalshátíðin verður síðan haldin laugardaginn 16. júlí.  Fjölbreytt fjölskylduhátíð að vanda (Lalli töframaður, Bjartmar Guðlaugsson o.fl. söngvarar, sýningar, Erpsstaðaís, gönguferð með leiðsögn, hestar, handverk, landnámsskáli og Ólafsdalshappdrætti).

 

Minjavernd endurreisir nú byggingar, er stóðu í Ólafsdal um 1900, af miklum myndarbrag og smekkvísi. Sjón er sögu ríkari. Ólafsdalur er því ferðamannastaður framtíðarinnar sem byggir á yfir 1000 ára búsetu og einstöku menningarlandslagi. TAKIÐ DAGINN FRÁ!


Frekari upplýsingar á Fésbókarvef Ólafsdals www.facebook.com/Olafsdalur og  www.olafsdalur.is

 

29. júní 2022

Leitardagar haustið 2022

Ný dreifbýlisnefnd hélt sinn fyrsta fund þann 20. júní sl. Undir hana heyra m.a. fjallskil, sem hingað til hafa verið í umsjá fjallskilanefndar. 

Nefndin gerði tillögu að leitardögum haustið 2022 sem er birt hér til þess að bændur hafi tóm til að koma tímanlega á framfæri ábendingum og athugasemdum.

 

Dreifbýlisnefnd leggur til að leitardagar í Reykhólahreppi verði eftirfarandi:

 

Svæði 1-7;  Kleifar, Brekkuá að Króksfjarðarnesi, Króksfjarðarnes, frá Bakkadal að

Naðurdalsá og Borgarland verði leitað 17. september.


Svæði 8;  Frá Naðurdalsá að Hjallaá verði leitað 10. september.


Svæði 9;  Reykjanes verði leitað 9. september.


Svæði 10;  Frá Hjallaá út Hallsteinsnes að Djúpadal verði leitað 11. september.


Svæði 11 - 14;  Frá Djúpadal að Skálanesi verði leitað 10. september.


Svæði 15 - 16;  Kálfadalur, Eyri, Klettur, Seljaland og Fjarðarhorn verði leitað                                                                 3. september.


Svæði 17;  Þorskafjarðarheiði og norðan Reiphólsfjalla verði leitað frá og með                                                                 2. - 4. sept. og eftir því sem veður leyfir.


Svæði 18;  Múlasveit verði leituð 27. ágúst - 28. ágúst.


Seinni leit allra svæða verði helgina 30.sept. - 2. okt.

 


 


 

Eftirtalda mánudaga í sumar verður afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum lokuð.

4. og 11. júlí,

1. og 8. ágúst.

Skrifstofustjóri Reykhólahrepps tekur þann franska til kostanna
Skrifstofustjóri Reykhólahrepps tekur þann franska til kostanna

Opinn fundur vegna Reykhóladaga verður í matsal Reykhólaskóla nk. fimmtudag 30. júní klukkan 17:00.

 

Allir velkomnir 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30