Tenglar

Bjarni Hermannsson, Jón Þór Guðmundsson og Sigmundur Sigurðsson
Bjarni Hermannsson, Jón Þór Guðmundsson og Sigmundur Sigurðsson
1 af 3

Átjánda Íslandsmótið í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi og hefst kl. 14:00.

Þessari skemmtilegu keppni hefur verið aflýst tvö ár í röð vegna sóttvarnatakmarkana, en verður nú endurvakin. „Hrútaþuklið er stærsti viðburðurinn í starfi Sauðfjársetursins. Hingað hefur streymt fólk alls staðar að af landinu, bændur og búalið, til að taka þátt eða fylgjast með. Við fengum oft á bilinu 300-500 gesti á hrútaþuklið og vonumst til að fólk fjölmenni líka á mótið í ágúst, eftir þetta leiðinda hlé,“ segir Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins.

 

Síðast þegar keppt var, árið 2019, sigraði Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit og hefur því haldið titlinum Íslandsmeistari í hrútadómum í þrjú ár. Í öðru sæti þá var Strandamaðurinn Sigmundur Sigurðsson og Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum í þriðja sæti. Strandamenn eru orðnir verulega óþreyjufullir að vinna titilinn eftir þennan tíma, þeim finnst verra þegar þeir ná ekki að halda honum í heimabyggð.

 

Sauðfjársetrið í Sævangi

„Starfsemin hefur gengið ágætlega í sumar og aðsókn að Sauðfjársetrinu og veitingasalnum Kaffi Kind aldrei verið meiri en þetta árið. Hlutfall erlendra gesta er að aukast mikið,“ segir Ester. Safnið á 20 ára afmæli á þessu ári og haldið er upp á það með margvíslegum hætti.

Í vor var opnuð ný sögusýning um hvítabjarnakomur til Vestfjarða á listasviðinu í Sævangi. Þar er um að ræða samstarfsverkefni viðurkenndra safna á Vestfjörðum og Þjóðfræðistofu. 

 

Meðfylgjandi myndir eru frá Sauðfjársetri.

 

 

 

1 af 8

Að venju var keppt í dráttarvélafimi að lokinni skrúðgöngu/akstri hátt í 30 traktora, á aldrinum 3 - 77 ára. 

Frá upphafi keppninnar hefur alltaf verið keppt á sömu vélinni, Massey Ferguson 130 sem kom ný að Kinnarstöðum og fór þaðan að Grund þegar búskapur lagðist af á Kinnarstöðum. Sá traktor er líklega 57 ára. 

 

Keppt var í karla- og kvennaflokkum, auk þess söfnuðu krakkarnir í lið sem kepptu í Læðutoginu.

Í traktorkeppninni voru úrslit þessi:

í karlaflokki kepptu 8, þar vann Páll Vignir Magnússon, sem sigraði í fyrra líka.

í kvennaflokki kepptu 5, sigurvegari var Hekla Karen Steinarsdóttir.

 

Í Læðutoginu kepptu 4 konur og 6 karlar, Elín Kristín Einarsdóttir vann kvennaflokkinn,

Eiríkur Svan Hill vann karlaflokkinn.

 

Liðin sem kepptu í Læðutoginu voru aldursskipt, sem sést aðeins á tímunum.

Þau völdu sér nöfn:

Massey Ferguson.......... 17.08 sek.

(Biggi, Arnar, Svanur, Grétar og Elmar)

 

Ásgarður....................11.55 sek.

(Títas, Lóa og Lilja)

 

Norðdahl gengið...........13.83 sek.

(Viktor, Eydís, Arnar Páll og Natalía)

 

Fallega fólkið..............9.07 sek.

(Þórgunnur, Viktoría o.fl.)

 

Prinsessurnar.............. 8.8 sek.

(Birgitta, Hildigunnur o.fl.)

 

Meðfylgjandi myndum er sumum stolið af fb. 

 

Anna Margrét Tómasdóttir, mynd Skessuhorn
Anna Margrét Tómasdóttir, mynd Skessuhorn

Anna Margrét Tómasdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Reykhólaskóla.

Anna Margrét var forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugum í Sælingsdal frá stofnun þeirra árið 2005 og allt þar til þær voru lagðar niður vorið 2019. Ungmennabúðirnar voru þá um haustið opnaðar á Laugarvatni og Anna Margrét var forstöðumaður þar fram í júní á síðasta ári.

 

Þá hafði hún meðfram vinnu verið í meistaranámi í útilífsfræðum við USN í Noregi og útskrifaðist úr því námi nú í sumar.

Auk þess er hún með M.ed.-gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði frá HÍ og er með leyfisbréf til kennslu á öllum skólastigum.

Þá hefur hún kennt frítímafræði við Borgarholtsskóla og nú síðast starfaði hún sem leikskólakennari á leikskólanum Akraseli á Akranesi samhliða því að hún skrifaði M.ed.-ritgerð í útilífsfræðum.

 

 

Vinnusvæðið er þar sem örin vísar.
Vinnusvæðið er þar sem örin vísar.

Vegna framkvæmda er gamli vegurinn fyrir Gilsfjörð lokaður í dag, 16. ágúst við Múlaá. 

Þetta er norðanvert við fjörðinn og hefur engin áhrif á leiðina að Ólafsdal eða um Steinadalsheiði.

14. ágúst 2022

Friðrún íbúi ársins 2022

Friðrún Gestsdóttir, mynd JÖE
Friðrún Gestsdóttir, mynd JÖE

Friðrún Gestsdóttir var útnefnd íbúi ársins að þessu sinni. Undanfarin ár hefur hún hlotið tilnefningar, og núna var hún hlutskörpust. Er óhætt að segja að hún sé afskaplega vel að þessu komin, eins og raunar allt það fólk sem hefur verið heiðrað með þessum hætti.

Þegar niðurstaðan var tilkynnt sagði Jóhanna Ösp meðal annars:

 

Friðrún hefur unnið af alúð fyrir sveitarfélagið í mörg ár. Hún hefur sett mark sitt á allt skólastarf með sínu einstaka jákvæða viðmóti og dillandi hlátri. Hún hefur verið til staðar fyrir börn skólans sem hafa fundið stuðning og hlýju frá Friðrúnu.


Friðrún hefur barist með skjólstæðingum sínum fyrir bættri aðstöðu og gefið sig 150% í starf sitt með börnum með fötlun. 


Friðrún er jafnframt einstaklega jákvæð og bjartsýn og hefur líka gefið okkur fullorðna fólkinu gleði í hjarta með því að senda okkur hlýtt bros og falleg orð. 


Það er okkur því mikil ánægja að fá að heiðra Friðrúnu sem íbúa ársins í Reykhólahreppi árið 2022.

 

 

 

Klóþang
Klóþang
1 af 2

Nú er þangvertíð hjá Þörungaverksmiðjunni.

Nokkur sýnishorn og fræðsla er um hráefnið og starfsemina við Hlunnindasýninguna.

 

Þörungaverksmiðjan er einn styrktaraðila Reykhóladaga.

Þörungaverksmiðjan hefur veitt Reykhóladögum styrk og þar með getum við fellt niður aðgangseyri á menningarkvöldið. Við þökkum þeim kærlega fyrir og vonum að þið mætið sem flest. Minnum á skráningu. Sjáumst í íþróttahúsinu!

 

20:00 Húsið opnað fyrir menningarkvöld.

Menningarkvöldið hefst svo stundvíslega klukkan 20:30.

 

Bergsveinn Birgisson flytur kynninguna Uppruna mýta Íslands og landnám Breiðafjarðar. Þar sem farið verður um slóðir svarta víkingsins og kannað hvernig skrifað var um landnámið á miðöldum, og það sem vantar í þá sögu.

 

Elfar Logi verður með skemmtilegt sögu sprell, um sögur úr nágrenninu.

 

Gulla á Gróustöðum með langa nafnið og hinn Helgi Víkingur verða veislustjórar og munu stýra PowerPoint karaoke þar sem vel valdir einstaklingar munu sýna listir sinar í kynningum á hlutum tengdum sveitarfélaginu án undirbúnings.

 

Ásamt því að Hlynur Snær tekur nokkur lög með okkur og mun svo spila fram eftir nóttu á Báta- og Hlunnindasýningunni.

Kvenfélagið selur léttar veitingar.

 

Skráning á johanna@reykholar.is eða með því að senda SMS í síma 6982559 til að hægt sé að gera ráð fyrir sætafjölda.

 

Þessi viðburður er ætlaður fullorðnum.

 

11. ágúst 2022

Reykhóladagar

Föstudagur

 

13:00-14:30 Afmælishátíð Hólabæjar.

Hólabær fagnar 30 ára afmæli og heldur veislu af því tilefni. Jörgen Nilsson verður með Gögl kennslu fyrir alla. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

15:00 Bátabíó fyrir börn á Hlunnindasýningunni. 

17:00-19:00 Afmælishátíð. Þetta ár er sundlaugin okkar 75 ára, sveitarfélagið 35 ára og leikskólinn 30 ára. Því býður sveitarfélagið til veislu í Hvanngarðabrekku. Hreimur Örn sér um brekkusöng. Froðu rennibraut og grill í boði sveitarfélagsins. 

19:00-20:30 Casino fyrir unglinga í íþróttahúsinu. 

Jörgen Nilsson stýrir casino stemningu í íþróttahúsinu fyrir 12-17 ára. Spil, vinningar, tónlist og stemning! 

21:00 Hinn eini sanni Herbert Guðmundsson verður með tónleika á Báta- og Hlunnindasýningunni. Aðgangseyrir 1000 krónur. 

22:00 Pöbb Quiz á Báta- og Hlunnindasýningunni. Þemað að þessu sinni er ALDREI 

FÓR ÉG SUÐUR! 18 ára aldurstakmark, frítt inn. 

 

Laugardagur

 

9:30 Reykhóladagahlaupið: Ræst stundvíslega frá Bjarkalundi. Hlaupið að Grettislaug. Hægt að panta far frá Reykhólum inn að Bjarkalundi hjá Jóhönnu (johanna@reykholar.is

10:30 Reykhóladagahlaupið skemmtiskokk ræst frá Grettislaug. 

11:30 Boðið heim í súpu

Hægt verður að kíkja í súpu á Litlu-Grund og á pallinum á Hólatröð 5. Ef fleiri bætast í hópinn þá verður það auglýst á Facebook síðu hátíðarinnar. 

12:30 Bakkabræður brúðusýning 

Elfar Logi verður með brúðusýninguna Bakkabræður fyrir börn á öllum aldri á Báta- og Hlunnindasýningunni. Frítt inn. 

13:00-16:00 Vöfflur á Báta- og Hlunnindasýningunni.

13:30 Dráttarvélaskrúðganga

Hin árlega stórglæsilega dráttarvéla skrúðganga leggur af stað frá Grund og hægt verður að fylgjast með akstrinum í gegnum þorpið. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni á bílunum sínum frá klukkan 13:30-14:00 til að vélarnar eigi greiða leið í gegnum þorpið. 

14:00 Dráttavélarfimi 

Heimsmeistaramótið í dráttarvélafimi. 25 ára aldurstakmark. Skráning á staðnum.

14:00 Hestafimi 

Fyrir þá sem eru ekki með aldur til að vera með í dráttarvélafiminni getur fólk brugðið sér á bak á einu hestafli og leyst verkefni. 

 16:00 Björn Thoroddsen og Hera Björk með tónleika í Reykhólakirkju 

Bjössi Thor og Hera flytja dagskrá þar sem lög með ljóðum Jóns Thoroddsen verða m.a flutt. Lög eins og Hlíðin mín fríða, Búðarvísur, Litfríð og ljóshærð, Krummi svaf í klettagjá, Vorið er komið og grundirnar gróa og margt fleirra verður á dagskrá.

Aðgangseyrir 3000 krónur. 

17:30-18:30. Gömlu góðu leikirnir og nýir með. 

Hér verða rifjaðir upp taktar í leikjum sem hafa verið mörgum kunnir í áraraðir ásamt því að kynnast einhverju nýju. Hér eru fullorðnir sérstaklega hvattir til að koma og bregða á leik með börnunum sínum. Mæting við íþróttahús.

20:00 Hús opnar fyrir menningarkvöld.

Menningarkvöld með fjölbreyttri dagskrá í íþróttahúsinu. Menningarkvöldið hefst svo stundvíslega klukkan 20:30.

Bergsveinn Birgisson flytur kynninguna Uppruna mýta Íslands og landnám Breiðafjarðar. Þar sem farið verður um slóðir svarta víkingsins og kannað hvernig skrifað var um landnámið á miðöldum, og það sem vantar í þá sögu. Elfar Logi verður með skemmtilegt sögu sprell. Um sögur úr nágrenninu. Gulla á Gróustöðum með langa nafnið og hinn Helgi Víkingur verða veislustjórar og munu stýra PowerPoint karaoke þar sem vel valdir einstaklingar munu sýna listir sinar í kynningum á hlutum tengdum sveitarfélaginu án undirbúnings. Ásamt því að Hlynur Snær tekur nokkur lög með okkur og mun svo spila fram eftir nóttu á Báta- og Hlunnindasýningunni.

Kvenfélagið selur léttar veitingar. 

Skráning á johanna@reykholar.is eða með því að senda SMS í síma 6982559 til að hægt sé að gera ráð fyrir sætafjölda. 

Þessi viðburður er ætlaður fullorðnum. 

23:00-2:00 Lifandi tónlist á Báta- og Hlunnindasýningunni. Hlynur Snær trúbador mun trylla lýðinn. Ókeypis aðgangur. 18 ára aldurstakmark. 

Barinn verður opinn í Café Reykhólar fram á kvöld. Hægt að fá sér einn kaldan. 

 

Andlitsmálning fyrir krakka verður í Reykhólabúðinni á laugardeginum.  

 

Sunnudagur

 

11:00 Sveppatínsla og fræðsla um sveppi

Langar þig að fara í fjársjóðsleit í íslenskum skógi. Líffræðingurinn og sveppa snillingurinn Eiríkur Jensson í Berufirði mun sjá um sveppa kennslu um lykilatriðin í sveppatínslu. Farið verður í göngu um Barmahlíðarskóginn og athugað hvað vex meðal Íslands hæstu trjáa.

Mæting á bílastæðinu við Barmahlíðarskóginn. Þátttakendur þurfa að taka með sér vasahníf og bréfpoka. Þessi viðburður er í boði Eiríks Jenssonar, skipulagður af Jamie Lee With Love, Iceland og er enginn aðgangseyrir. 

 

14:00 Dagskrá í Króksfjarðarnesi hefst. Félagar úr harmonikkufélaginu Nikkólínu mæta á svæðið. Vöffluhlaðborð frá klukkan 14:00-16:00. Vafflan á 1000 krónur.

 

 

 

Grillveisla á þrítugsafmæli Reykhólahrepps
Grillveisla á þrítugsafmæli Reykhólahrepps

Afmælishátíð.

Nú í ár er sundlaugin okkar 75 ára, sveitarfélagið 35 ára og leikskólinn 30 ára. Því býður sveitarfélagið til veislu.

 

Afmælishátíðin byrjar í leikskólanum klukkan 13 og eru allir velkomnir í köku og gögl námskeið, skemmtun fyrir allan aldur!

 

Klukkan 17 býður sveitarfélagið í grill í Hvanngarðabrekku þar sem sveitarstjórn mun grilla kjöt með kartöflusalati oddvitans og hrásalati hreppsstjórans, ásamt því að grillaðar verða pylsur.

Fólk er beðið um að koma með eigin drykki í grillveisluna (líka gos/vatn/djús).

 

Meðan á grillveislu stendur munum við veita íbúa ársins viðurkenningu, Hreimur Örn mætir á svæðið og tekur nokkur lög.

Svo verður froðu rennibraut fyrir alla sem vilja taka salíbunu.

 

 

Starfsfólk óskast í vaktavinnu í skammtímavistun hjá stúlku á Reykhólum þar sem unnið verður í þrjár vikur í september. Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu umhverfi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2022.

 

Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

 

 Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30