Tenglar

Reykhólahreppur auglýsir til úthlutunar lóðir við Hellisbraut á Reykhólum.

Um er að ræða tvær 6 einbýlishúsalóðir  og 2 fjögurra íbúða raðhúsalóðir sem allar eru á skilgreindu íbúðarsvæði  við Hellisbraut á Reykhólum skv. gildandi aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 en um lóðirnar gildir deiliskipulag fyrir byggingu íbúðarhúsnæði.  Deiliskipulagið var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 15. maí 2015.

 

Lóðir til einstaklinga eru eftirfarandi:

 

  1. Hellisbraut 46, leigulóð, 899 m2 stærð.
  2. Hellisbraut 54, leigulóð, 953 m2 stærð.
  3. Hellisbraut 66, leigulóð. 955 m2 stærð.
  4. Hellisbraut 68, leigulóð. 955 m2 stærð.
  5. Hellisbraut 78, leigulóð. 955 m2 stærð.

Á lóðunum má byggja 95 – 190 m2 einbýlishús á einni hæð skv. skilmálum í deiliskipulagi.

 

Lóðir til lögaðila eru eftirfarandi:

  1. Hellisbraut 58 – 64, leigulóðir 475 – 674m2 stærð.
  2. Hellisbraut 70 – 76. , leigulóðir 475 – 674m2 stærð.

Á lóðunum má byggja fjögurra íbúða raðhúss á einni hæð, stærð íbúða 78 – 125 m2 skv skilmálum í deiliskipulagi.

 

Samkvæmt skilmálum Reykhólahrepps um lóðaúthlutanir skulu umsækjendur tilgreina með glöggum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða og verður lagt mat á þarfir umsækjanda til lóðar við úthlutun. Til að umsókn teljist gild skulu umsækjendur greiða kr. 20.000 í staðfestingargjald og þá skulu þeir jafnframt leggja fram skriflega staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og/eða möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Skal í staðfestingunni koma fram að umsækjandi geti fjármagnað 100% kostnaðar fyrirhugaðrar húsbyggingar.

 

Deiliskipulag Hellisbrautar, úthlutunarskilmálar og umsóknareyðublað er aðgengilegt á vef sveitarfélagsins www.reykholar.is. Umsókn skal senda á Stjórnsýsluhús Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppi, eða á netfangið sveitarstjori@reykholar.is.  Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2022.

 

Hér eru tenglar á deiliskipulagúthlutunarskilmála og umsókn um lóð.

 

14. nóvember 2022

Galtarvirkjun komin í gang

Inntaksmannvirki Galtarvirkjunar
Inntaksmannvirki Galtarvirkjunar
1 af 6

Fyrir rúmri viku var vatni hleypt á vélar Galtarvirkjunar í Garpsdal. Áður hafði verið hleypt vatni í aðrennslispípuna til að skola óhreinindi úr henni áður en hún var tengd við túrbínuna sem knýr rafal virkjunarinnar.

 

Undirbúningsvinna við tengingar og stillingar er töluvert mikil við svona virkjun, og það var tæknimaður á vegum framleiðanda vélanna sem kom til landsins og sá um það. Fyrsta vikan eftir að virkjunin var gangsett fór í stillingar og prófanir, en nú er hún búin að ganga stöðugt um 4 sólarhringa og framleiða inn á dreifikerfið.

 

Ekkert óvænt kom upp í gangsetningarferlinu, nema að sögn Ásgeirs Mikkaelssonar, annars eiganda Orkuvers ehf. sem byggir þessa virkjun, þá framleiðir hún heldur meira en reiknað var með og það er engin óánægja með það.

 

Þó að virkjunin sé komin í gang þá er heilmikil jarðvegsvinna eftir við að moka ofan í skurðinn sem aðrennslispípan liggur í. Meiningin er að vinna við það í vetur eins og veðurfar leyfir.

 

 

Vegna sumarleyfis starfsmanns verður Grettislaug lokuð þessa daga:  þriðjud. 15. nóv. og  þriðjud. 22. nóv.

Guðný Sæbjörg Jónsdóttir, mynd af síðu SFFV.
Guðný Sæbjörg Jónsdóttir, mynd af síðu SFFV.

Á fb. síðu SFFV -Styrktarfélags fatlaðra á Vestfjörðum- er skemmtilegt viðtal við Guðnýju Sæbjörgu Jónsdóttur, sem er búsett á Ísafirði en uppalin á Reykhólum. 

Þrátt fyrir að hafa þurft að glíma við heilsuleysi þá horfir hún fram á veginn, eins og kemur fram í viðtalinu, en gefum Guðnýju orðið:

 

Ég heiti Guðný Sæbjörg og er 33 ára. Ég ólst upp á Reykhólum ásamt 4 öðrum systkinum, en flutti til Ísafjarðar 2011. Eftir tveggja ára flakk á milli íbúða, eða 2013, fékk ég á leigu íbúð hjá Ísafjarðarbæ þar sem ég hef búið síðan. Þar líður mér mjög vel, fæ þjónustu og hef búið mér fínt og notalegt heimili.

 

Ég lauk grunnskólagöngu og þar sem enginn menntaskóli er á Reykhólum fékk ég fjarkennslu frá Menntaskólanum á Ísafirði og lauk þar starfsbraut. Það var frábært að geta fengið þá þjónustu. Mig langar mikið til að læra meira, eins og stærðfræði, íslensku, dönsku og ensku, en ég get lesið og talað ensku og smá í dönsku.

 

Ég er náin foreldrum mínum og koma þau oft í heimsókn og ég fer líka í heimsókn til þeirra ef ég get, en ég hef ekki komist síðastliðin þrjú ár. Vonandi kemst ég fljótlega.

 

Helstu áhugamál mín í dag eru:

að spila

að horfa á sjónvarpið

að elda og baka

að læra eitthvað nýtt

að leika í tölvunni og fara á facebook

að gera krossgátur

 

Þuríður Sigurðardóttir tók viðtalið.

 

9. nóvember 2022

Aldursforsetar Reykhólahrepps

Jón Oddur Friðriksson
Jón Oddur Friðriksson
1 af 4

Í gær átti Jón Friðriksson á Gróustöðum 95 ára afmæli. Þrátt fyrir það er hann bara næst elstur í sveitinni.


 


Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal er 4 mánuðum eldri, hann varð 95 ára 29. júní sl. Þegar hann var níræður var þessi grein tekin saman, en við hana er er í sjálfu sér ekki miklu að bæta, nema afkomendum hefur eitthvað fjölgað. Elli kerling hefur heldur náð yfirhöndinni upp á síðkastið, en til skamms tíma hafði hann í fullu tré við hana og vel það.


 


Jón á Gróustöðum ber aldurinn nokkuð vel, Gulla dótturdóttir hans lýsir því svona, -það verður ekkert gert betur-  „afmælisbarn dagsins er afi, Jón Oddur Friðriksson, aðeins 95 ára ungur! Hann býr ennþá á Gróustöðum, eldar fyrir sig og sér að mestu um sig sjálfur, fyrir utan búðarferðir og einstaka þrif. 

...
Meira

Skrifstofa Reykhólahrepps leitar eftir þjónustuliprum þjónustufulltrúa til starfa.

 Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Á skrifstofu sveitarfélagsins fer fram almenn þjónusta við íbúa sveitarfélagsins, starfsmenn og stofnanir. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á því að veita góða þjónustu og hefur mikla hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Miðað er við að ráða í stöðuna frá 1. janúar 2023. Um framtíðarstarf er að ræða ca. 90% starfshlutfall.

 Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir í síma 430-3200 eða með tölvupósti á netfangið sveitarstjori@reykholar.is. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

 Hæfniskröfur:

 

  • Gerð er krafa um stúdentspróf
  • Reynsla af skrifstofustörfum æskileg.
  • Bókhaldsþekking og reynsla af færslu bókhalds æskileg.
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði, frumkvæði og dugnaður
  • Góðir samskiptahæfileikar, jákvæðni og þjónustulund er nauðsynleg
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér ný vinnubrögð.

 

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2022. Umsóknir sendist á sveitartjori@reykholar.is

 

 

Þingfulltrúar á Laugarhóli, mynd Vestfjarðastofa
Þingfulltrúar á Laugarhóli, mynd Vestfjarðastofa
1 af 2

Um helgina fór fram fyrsta Ungmennaþing Vestfjarða. Þingið var haldið á Laugarhóli í Bjarnarfirði og þangað komu 33 ungmenni á aldrinum 13-18 ára alls staðar að frá Vestfjörðum.

 

Fulltrúar Reykhólahrepps voru 4, þær Hildigunnur Eríksdóttir, Ásborg Styrmisdóttir, Bergrós Vilbergsdóttir og Birgitta Brynjólfsdóttir.

 

Á þinginu skein í gegn að innan hópsins var mikill áhugi fyrir meira samstarfi á milli ólíkra svæða á Vestfjörðum og ungmennin styrktu tengslin sín á milli. Ennfremur fengu þau að koma að endurskoðun á áherslum í Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024, en það er gífurlega dýrmætt að fá fram sjónarmið unga fólksins við þá vinnu.

 

Af vef Vestfjarðastofu.

 

6. nóvember 2022

Bakki í Bændablaðinu

Bakki
Bakki

Í Bændablaðinu er dálkur sem ber yfirskriftina Bærinn okkar. Í nýjasta tölublaðinu er bærinn Bakki í Geiradal. Greinin er á bls. 48.

 

Hjónin Árný og Baldvin fluttu að Bakka í maí árið 2014 með 40 kindur ásamt lömbum. Síðan þá hafa þau unnið að því að stækka og bæta fjárstofninn í um 530 fjár á vetrarfóðrum.

 

Núna eru þau með féð á Bakka og á nágrannabænum Gautsdal, en láta sig dreyma um að stækka fjárhúsin heima til að geta haldið allan bústofninn þar.

 

4. nóvember 2022

Bókakynning í Sævangi

Gerður Kristný, mynd Gerður Kristný
Gerður Kristný, mynd Gerður Kristný
1 af 3

Bókakynning: Gerður Kristný og Urta


Laugardaginn 5. nóvember mætir Gerður Kristný á Strandir og verður með kynningu á nýrri ljóðabók á Sauðfjársetrinu.

 

Bókin heitir Urta og hefur miklar tengingar við Strandir, því ævi formóður Gerðar Kristnýjar (og fjölda annars Strandafólks) er kveikjan að ljóðabálknum og bókinni.

 

Sú hét Sigríður Jónsdóttir og var húsfreyja og ljósmóðir í Stóra-Fjarðarhorni.

 

Notaleg ljóðastund í Sævangi, verið öll hjartanlega velkomin! Viðburðurinn hefst kl. 16 og kaffi á könnunni.

 

Rjúpnaveiði er bönnuð á eftirtöldum jörðum í Reykhólahreppi; 

 

                    Kinnarstöðum,

                    Skógum, 

                    Gröf,   

                    Múla í Þorskafirði,

                    Þórisstöðum,

                    Hyrningsstöðum,

                    Berufirði,  

                    Skáldsstöðum, 

                    Hafrafellslandi 3.

                    Gillastöðum.


Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur gefið út fyrirkomulag rjúpnaveiða fyrir árið 2022. Þannig verður veiðitímabilið á þessu ári frá 1. nóvember til og með 4. desember. 

 

Heimilt verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en eins og síðustu ár er veiðibann á miðvikudögum og fimmtudögum. 

 

Ekki verður heimilt að hefja veiði á rjúpu fyrr en kl. 12.00 þá daga sem heimilt er að veiða og skal veiði eingöngu standa á meðan birtu nýtur.  

 

Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31