Tenglar

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkir nýsköpun, uppbyggingu atvinnulífs og menningarstarf á Vestfjörðum. 

 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir 2023

Sækja um hér


Umsóknarfrestur er til 8. nóvember kl. 16:00.

Uppbyggingarsjóður er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða.

 

Formaður Landssambands eldri borgara kemur í heimsókn 2. nóv.

Helgi Péturson formaður Landssambands eldri borgara ætla að koma og hitta Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólum í Rauða kross húsinu (Vesturbraut 12) miðvikudaginn 2. nóvember n.k. kl.16:00.

 

Helgi fer yfir málin sem eru á borðum Landsambandsins og tekur spjall við heimamenn.

Heitt á könnunni.

 

Nýir félagar velkomnir!

 

24. október 2022

Tilkynningar frá HVE

Augnlæknir fimmtudaginn 27. október

 

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 27. október nk.

 

Tímapantanir eru í síma  432 1450

 

 

Skimun fyrir leghálskrabbameini 1. nóvember

 

Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini. Skimunarsögu og dagsetningu á boði má finna á heilsuvera.is 

 

 

Már Vilbergsson flokkar efni í grjótnámunni
Már Vilbergsson flokkar efni í grjótnámunni
1 af 7

Fyrir nokkru hófu starfsmenn Borgarverks vinnu við að endurbyggja bryggjuna á Reykhólum. Fyrsta verkið, fyrir utan að flytja efni á svæðið, var að opna efnisnámu og sprengja klöpp til að ná í gjót og hreint fyllingarefni til að stækka bryggjuna.

 

Í gær var byrjað að reka niður stálþilið í bryggjuna, en hún stækkar umtalsvert þegar það er komið á sinn stað. 

Veðrið var eins og best verður á kosið miðað við árstíma. 

 

Það var mikið um að vera við höfnina í gær, bryggjusmiðirnir að störfum, starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar að landa þangi úr Gretti og rétt fyrir utan var þangsláttur í gangi á 4 prömmum. Þó að athafnaplássið á bryggjunni væri ekki mikið fyrir þessi stóru tæki, þá gekk allt snurðulaust og enginn var fyrir neinum.

 

Skrifstofa Reykhólahrepps leitar eftir þjónustuliprum þjónustufulltrúa til starfa.

 Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Á skrifstofu sveitarfélagsins fer fram almenn þjónusta við íbúa sveitarfélagsins, starfsmenn og stofnanir. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á því að veita góða þjónustu og hefur mikla hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Miðað er við að ráða í stöðuna frá 1. janúar 2023. Um framtíðarstarf er að ræða ca. 90% starfshlutfall.

 Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir í síma 430-3200 eða með tölvupósti á netfangið sveitarstjori@reykholar.is. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

 Hæfniskröfur:

 

  • Gerð er krafa um stúdentspróf
  • Reynsla af skrifstofustörfum æskileg.
  • Bókhaldsþekking og reynsla af færslu bókhalds æskileg.
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði, frumkvæði og dugnaður
  • Góðir samskiptahæfileikar, jákvæðni og þjónustulund er nauðsynleg
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér ný vinnubrögð.

 

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2022. Umsóknir sendist á sveitartjori@reykholar.is

 

 

 

Inntakið
Inntakið
1 af 11

 Á föstudag í síðustu viku var sett niður síðasta rörið í aðrennslispípu Galtarvirkjunar í Garpsdal. Þá má segja að búnaður virkjunarinnar sé kominn að mestu leyti. Inntaksmannvirki var byggt í fyrrasumar, skurðurinn fyrir pípuna var grafinn þá en ekki var hægt að klára hann fyrir veturinn.

 

Pípan liggur gegnum Garpsdalsmelinn og niður að sjó við Múlaá þar sem stöðvarhúsið er. Það var byggt í vor og sett niður vélasamtæða og tengibúnaður við raflínu í sumar.

 

Nokkuð mikið efni þurfti að færa til við skurðgröftinn því skurðurinn er 10 – 15 m. breiður og 12 m. djúpur þar sem hann er dýpstur.   

 

Hér er frétt frá 22. júní í fyrra, þegar steypuvinna við inntaksbúnað hófst.

 

19. október 2022

Skemmtilegast að keppa

Ketill Ingi Guðmundsson
Ketill Ingi Guðmundsson

Í Skessuhorni er fastur liður, Íþróttamaður vikunnar, þar eru tíu spurningar lagðar fyrir íþróttamenn úr alls konar íþróttum, á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er hnefaleikakappinn Ketill Ingi úr Reykhólasveit.

 

Nafn: Ketill Ingi Guðmundsson

 

Fjölskylduhagir? Ég er framhaldsskólanemi í FVA í húsasmíði og er fæddur og uppalinn í Reykhólasveit. Ég á eina systur og tvo bræður.

 

Hver eru þín helstu áhugamál? Hnefaleikar, Hondan mín og sveitastörf.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Ég vakna um klukkan átta og mæti í skólann klukkan hálf níu. Er í skólanum til klukkan tvö, fæ mér að borða og kíki á heimavinnuna mína. Ég fer svo á æfingu klukkan 17.30 og æfi í einn og hálfan klukkutíma. Eftir það fer ég í mat til systur minnar og svo að skokka um kvöldið.

 

Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Ég er samviskusamur og duglegur að vinna og er yfirleitt tilbúinn að aðstoða. Ég á það til að gleyma mér og er gleyminn. Svo er ég svolítið sérvitur. Þrjóskur.

 

Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi fimm sinnum í viku í eina og hálfa klukkustund í senn og svo fer ég og skokka á kvöldin.

 

Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Muhammad Ali.

 

Af hverju valdir þú ólympíska hnefaleika? Það er frábært að fá útrás og geta sinnt mínu helsta áhugamáli.

 

Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Kolbeinn Óskar Bjarnason, snillingur og vinur minn.

 

Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegast er að keppa en leiðinlegast er hversu fáir iðka hana.

 

19. október 2022

Íbúð til leigu á Reykhólum

Húseignarsjálfseignarstofnunin Reykhólar hses. auglýsir íbúð til leigu á Reykhólum.

Um er að ræða  fjögurra herbergja 95 m2 íbúð að Hólatröð 7.

 

Íbúðin er laus frá 1. janúar 2023.

 

 Umsækjandi þarf að uppfylla skilyrði úthlutnarreglna Reykhóla hses. um tekju og eignarmörk. Forgangsröðun fer eftir fjölskyldustærð.

 

Umsóknir berist skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppi eða á netfangið sveitarstjori@reykholar.is

Umækjendum er bent á að fara vel yfir úthlutunarreglurnar og skila umbeðnum gögnum með umsókn fyrir 15. október 2022

Umsóknareyðublað er aðgengilegt á vefsíðu sveitarfélagsins.

 

Fh. Reykhóla hses.

 

Sveitarstjóri.

 

 

 

Nú styttist í lok átaks Bleiku slaufunnar 2022. Ekki láta þessa fallegu slaufu fram hjá þér fara.

 

 

Meira á síðu Krabbameinsfélagsins

1 af 2

Sviðaveisla í Sævangi: Blóðgrautur, lappir, reykt og söltuð svið.


Það verður mikið um dýrðir í Sævangi fyrsta vetrardag, laugardaginn 22. október. Þá verður haldin vegleg sviðaveisla á Sauðfjársetrinu, en sú skemmtun hefur fallið niður síðustu tvö ár vegna Covid. Mikil tilhlökkun er að geta haldið veisluna að nýju. Fullt hús hefur á slíkum veislum hjá Sauðfjársetrinu frá því sú fyrsta var haldin 2012 og nokkur hefð komin á skemmtunina.

 

Á boðstólum verða ný heit svið, einnig köld svið reykt og söltuð, ný sviðasulta og reykt sviðasulta og sviðalappir með tilheyrandi meðlæti. Í eftirmat verður hinn sívinsæli blóðgrautur, rabarbaragrautur og sherryfrómas, þannig að öll ættu verða bæði södd og sæl. Skemmtiatriði verða á meðan á borðhaldi stendur. Sauðfjársetrið hefur nú fengið vínveitingaleyfi og verður selt borðvín, bjór og gos til að renna sviðunum niður með.

 

Veislustjóri á sviðaveislunni að þessu sinni er Gunnar Röngvaldsson á Löngumýri í Skagafirði og má þar með búast við að söngur og sprell verði drjúgur hluti af skemmtuninni. Ræðukona kvöldsins verður Rúna Stína Ásgrímsdóttir. Þá verður að venju spilað bingó, öllum til gleði og yndisauka. 

 

Það er Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur fyrir sviðaveislunni. Húsið opnað kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.

 

Aðgangur að skemmtuninni kostar krónur 6.000.- Það er vel bókað, en nokkrir miðar enn lausir. Miðapantanir eru hjá Ester Sigfúsdóttur forstöðukonu Sauðfjársetursins í síma 693-3474, einkaskilaboðum á Facebook eða á saudfjarsetur@saudfjarsetur.is.

 

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30