Tenglar

Þau Hera Björk söngkona & Björn Thoroddsen gítarleikari eru flestum íslendingum að góðu kunn...bara soldið úr sitthvorri áttinni:

 Bjössi er fæddur Gaflari & Vestfirðingur, rokkari & djassgeggjari á meðan Hera er ágætis samsuða af Þingeying & Árnesing og meira svona Júróvisjón og Jólin í hugum almennings. Og hver er svo útkoman úr svona blöndu? Jú svei mér þá ef hún er ekki bara ágæt því saman eru þau tvíkeykið stórgóð skemmtun.

 

Á Reykhólum munu þau beina athyglinni lóðbeint að meistara Jóni Thoroddsen. Þar ætla þau með sögum og söngvum ásamt svolitlum sólóum og dassi af stælum í allskyns stílum, að leiða ykkur um "Hlíðina fríðu" þannig að einhverjir ættu að geta lygnt aftur augum, brosað út í annað, dillað sér ögn og mögulega haft ögn gaman af.

 

STÓRGÓÐ SKEMMTUN MEÐ SÖGUM, SÖNGVUM OG SÓLÓUM MEÐ DASSI AF STÆLUM Í ALLSKYNS STÍLUM.

Tónleikarnir eru í Reykhólakirkju á laugardag kl. 16.



Frá og með 15. ágúst tekur gildi vetraropnun í Grettislaug og er sem hér segir:

Sunnudaga og mánudaga er lokað.

Þriðjudaga til föstudaga      opið 17 - 21

Laugardaga                         opið 13 - 17

8. ágúst 2022

Blokk á hjólum

1 af 2

Ferðabíllinn á myndunum sem fylgja, var á tjaldstæðinu við Grettislaug á Reykhólum á dögunum. Á þessum bíl ferðast 17 manns og hafa líklega ekki komið fleiri á einum bíl, að sögn Jóns Kjartanssonar umsjónarmanns tjaldstæðisins. Frá Reykhólum var för hópsins heitið út á Snæfellsnes.

 

Flesta daga í sumar hefur verið fullt á tjaldstæðinu á Reykhólum og sama má segja um tjaldstæðin á Miðjanesi og í Djúpadal, en á þessum stöðum er afbragðs aðstaða. Um helgar hefur sú staða komið upp að ekki hafa verið nægilega margir rafmagnstenglar á tjaldstæðunum en það flokkast nú sennilega sem lúxusvandamál.

 

 

 

Friðþjófur
Friðþjófur

Aðalfundur Báta- og hlunnindasýningarinnar ehf. verður haldinn í húsakynnum sýningarinnar sunnudaginn 14. ágúst 2022.

Fundurinn hefst kl. 16:00.

Dagskrá:

Almenn aðalfundarstörf.

Stjórnin.

 

Föstudagur:


13:00-14:30 Afmælishátíð Hólabæjar.

Hólabær fagnar 30 ára afmæli og heldur veislu af því tilefni. Jörgen Nilsson verður með Gögl kennslu fyrir alla. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

 

15:00 Bátabíó fyrir börn á Hlunnindasýningunni.

 

17:00-19:00 Afmælishátíð. Á þessu ári er sundlaugin okkar 75 ára, sveitarfélagið 35 ára og leikskólinn 30 ára. Því býður sveitarfélagið til veislu í Hvanngarðabrekku. Hreimur Örn sér um brekkusöng, froðu rennibraut og grill í boði sveitarfélagsins.

 

19:00-20:30 Casino fyrir unglinga í íþróttahúsinu.

Jörgen Nilsson stýrir "casino" stemningu í íþróttahúsinu fyrir 12-17 ára. Spil, vinningar, tónlist og stemning!

 

21:00 Hinn eini sanni Herbert Guðmundsson verður með tónleika á Báta- og Hlunnindasýningunni. Aðgangseyrir 1000 krónur.

 

22:00 Pöbb Quiz á Báta- og Hlunnindasýningunni. Þemað að þessu sinni er ALDREI

FÓR ÉG SUÐUR! 18 ára aldurstakmark, frítt inn.

 

 

Laugardagur:


9:30 Reykhóladagahlaupið: Ræst stundvíslega frá Bjarkalundi. Hlaupið að Grettislaug. Hægt að panta far inn að Bjarkalundi hjá Jóhönnu. (Johanna@reykholar.is)

10:30 Reykhóladagahlaupið skemmtiskokk ræst frá Grettislaug.

 

11:30 Boðið heim í súpu

Hægt verður að kíkja í súpu á Litlu-Grund og á pallinum á Hólatröð 5. Ef fleiri bætast í hópinn þá verður það auglýst á Facebook síðu hátíðarinnar.

 

12:30 Bakkabræður, brúðusýning.

Elfar Logi verður með brúðusýninguna Bakkabræður fyrir börn á öllum aldri. Frítt inn.

 

13:00-16:00 Vöfflur á Báta- og Hlunnindasýningunni.

 

13:30 Dráttarvélaskrúðganga

Hin árlega stórglæsilega dráttarvéla skrúðganga leggur af stað frá Grund og hægt verður að fylgjast með akstrinum í gegnum þorpið. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni á bílunum sínum frá klukkan 13:30-14:00 til að vélarnar eigi greiða leið í gegnum þorpið.

 

14:00 Dráttavélarfimi

Heimsmeistaramótið í dráttarvélafimi. 25 ára aldurstakmark. Skráning á staðnum.

 

14:00 Hestafimi

Fyrir þá sem eru ekki með aldur til að vera með í dráttarvélafiminni getur fólk brugðið sér á bak á einu hestafli og leyst verkefni.

 

16:00 Björn Thoroddsen og Hera Björk með tónleika í Reykhólakirkju.

Bjössi Thor og Hera flytja dagskrá þar sem lög með ljóðum Jóns Thoroddsen verða m.a. flutt, lög eins og Hlíðin mín fríða, Búðarvísur, Litfríð og ljóshærð, Krummi svaf í klettagjá, Vorið er komið og grundirnar gróa og margt fleira verður á dagskrá.

Aðgangseyrir 3000 krónur.

 

17:30-18:30. Gömlu góðu leikirnir og nýir með.

Hér verða rifjaðir upp taktar í leikjum sem hafa verið mörgum kunnir í áraraðir ásamt því að kynnast einhverju nýju. Hér eru fullorðnir sérstaklega hvattir til að koma og bregða á leik með börnunum sínum

 

20:00 Hús opnar fyrir menningarkvöld.

Menningarkvöld með fjölbreyttri dagskrá.

Bergsveinn Birgisson flytur kynninguna Uppruna mýta Íslands og landnám Breiðafjarðar,  þar sem farið verður um slóðir svarta víkingsins og kannað hvernig skrifað var um landnámið á miðöldum, og það sem vantar í þá sögu.

Elfar Logi verður með skemmtilegt sögu sprell. Um sögur úr nágrenninu.

Gulla á Gróustöðum með langa nafnið og hinn Helgi Víkingur verða veislustjórar og munu stýra PowerPoint karaoke þar sem vel valdir einstaklingar munu sýna listir sinar í kynningum á hlutum tengdum sveitarfélaginu án undirbúnings.

Ásamt því að Hlynur Snær tekur nokkur lög með okkur og mun svo spila fram eftir nóttu á Báta- og Hlunnindasýningunni.

Kvenfélagið selur léttar veitingar.

 

Skráning á johanna@reykholar.is eða með því að senda SMS í síma 6982559 til að hægt sé að gera ráð fyrir sætafjölda.

Þessi viðburður er ætlaður fullorðnum.

 

23:00-2:00 Lifandi tónlist á Báta- og Hlunnindasýningunni. Hlynur Snær trúbador mun trylla lýðinn. Ókeypis aðgangur. 18 ára aldurstakmark.

Barinn verður opinn í Café Reykhólar fram á kvöld. Hægt að fá sér einn kaldan.

 

Andlitsmálning fyrir krakka verður í Reykhólabúðinni á laugardeginum.

 

 

Sunnudagur:


11:00 Sveppatínsla og fræðsla um sveppi

Langar þig að fara í fjársjóðsleit í íslenskum skógi. Líffræðingurinn og sveppa snillingurinn Eiríkur Jensson í Berufirði mun sjá um sveppa kennslu um lykilatriðin í sveppatínslu. Farið verður í göngu um Barmahlíðarskóginn og athugað hvað vex meðal Íslands hæstu trjáa.

Mæting á bílastæðinu við Barmahlíðarskóginn. Þátttakendur þurfa að taka með sér vasahníf og bréfpoka.

Þessi viðburður er í boði Eiríks Jenssonar, skipulagður af Jamie Lee With Love, Iceland og er enginn aðgangseyrir.

Frábær fjölskylduviðburður.

 

 

14:00 Dagskrá í Króksfjarðarnesi hefst. Félagar úr harmonikkufélaginu Nikkólínu mæta á svæðið. Vöffluhlaðborð frá klukkan 14:00-16:00. Vafflan á 1000 krónur.

 

Nú er komið að því að velja íbúa ársins. Ef þið viljið tilnefna íbúa ársins þá er tekið við tilnefningum til 10. ágúst.

 

Kíkið í kringum ykkur og takið eftir öllu þessu frábæra sem fólkið í sveitarfélaginu hefur verið að taka sér fyrir hendur, hvort sem það er í atvinnustarfsemi, góðgerðarstarfi eða bara almennilegheit í garð samborgaranna.

 

Senda má tilnefningar á netfangið: johanna@reykholar.is

1 af 3

Löndunarkrani Þörungaverksmiðjunnar, sem lokaðist inni þegar bryggjan gaf sig í fyrrinótt, náðist heilu og höldnu seint í nótt eða morgun.

Verktakar voru fram eftir nóttu að fylla í skarðið í bryggjuni svo hann næðist.

Grettir, þangflutningaskip Þörungaverksmiðjunnar fór í morgun að sækja farm og ekki verður miklum vandkvæðum bundið að ná honum á land, þó svigrúmið til að athafna sig við löndunina sé mun minna en vant er.

 

27. júlí 2022

Stórtjón á höfninni

mynd IBE
mynd IBE
1 af 3

Í morgun hrundi niður stór hluti bryggjunnar á Reykhólum. Það hefur legið fyrir um all langt skeið að bryggjan er komin á tíma, en hún er síðan 1974.

 

Undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi endurnýjunar stálþilsins og stækkunar bryggjunnar um leið. Það hefur falist í að dýpka og jafna botninn umhverfis bryggjuna og ef til vill hefur hún ekki þolað það.

 

Í viðtali við mbl.is segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri m.a. að ekki sé endi­lega um mis­tök að ræða og tek­ur fram að höfn­in sé kom­in til ára sinna.

 

Hún bætir við að um mjög mikið tjón sé að ræða og bend­ir á að Þör­unga­verk­smiðjan sé að landa þarna á höfn­inni á hverj­um degi. Óljóst er hvort hún muni getað haldið áfram rekstri í bráð eða hvort að töf verði á fram­leiðslu hjá verk­smiðjunni.

Hún tek­ur þó fram að Vega­gerðin sé strax búin að taka mál­in í sín­ar hend­ur og ætli að tryggja að starf­semi geti haldið áfram á höfn­inni sem allra fyrst.

„Það eru að koma vinnu­tæki í há­deg­inu og fjöldi verk­taka frá Vega­gerðinni og þau ætla að gera við höfn­ina“, segir hún.

 

 

 

18. júlí 2022

Sumarlokun hreppsskrifstofu

Sumarlokun skrifstofu Reykhólahrepps er 18. til 29. júlí.

Skrifstofan verður opin næst þriðjudaginn 2. ágúst.

Vegna brýnna erinda má hringja í sveitarstjóra í síma 896 3629.

Þörungamiðstöð Íslands á Reykhólum hlaut þriðja hæsta styrk sem var úthlutað úr Lóu - nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina að þessu sinni. 

Nánar um úthlutunina á vef Stjórnarráðsins

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30