Tenglar

Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson
1 af 2

„Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að hlutast til um að gerð verði fjölþætt hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar á norðanverðu Snæfellsnesi, milli Búðardals og Stykkishólms, sem heilsársvegar.


Þannig hefst tillaga til þingsályktunar  sem  Bjarni Jónsson er flutningsmaður að. Bjarni bendir á að uppbygging vegarins á þessari leið styrki byggð og samfélag við Breiðafjörð og reyndar á Suðurfjörðum  og Ströndum líka.

  

18. febrúar 2018

Saltkjötsveisla Lions

Saltkjötsveisla Lions verður í matsal Reykhólaskóla þann 23. Febrúar, kl. 20:30.

Að venju skáldakynning og fleiri skemmtiatriði.

Aðgangseyrir er kr. 3.500,-

Til öryggis er gott að tilkynna þátttöku til þeirra; Ingvars í s. 898 7783, ingvarsam@visir.is eða Árnýjar s. 848 4090, arnyhuld@hotmail.com  Óvæntir gestir eru samt alltaf velkomnir.

  

17. febrúar 2018

Snjóflóð á Barmahlíð

1 af 7

Um síðustu helgi sáust ummerki á Barmahlíðinni eftir snjóflóð, rétt innan við áningarstaðinn var ruðningur á veginum þar sem lurkar og greinar stóðu upp úr.Við nánari eftirgrennslan sást að úr allri hlíðinni milli Svartagils og Ytri Þúfnalækjar, hátt í 600 m. kafla hafði farið af stað flekaflóð.

...
Meira
1 af 2

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 1. mars nk.

Tímapantanir eru í síma  432 1450

 

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 8.febrúar 2018 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Tröllenda í Flatey í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

...
Meira
Frá aðalfundi Aftureldingar, þegar félagið varð 85 ára, árið 2009.
Frá aðalfundi Aftureldingar, þegar félagið varð 85 ára, árið 2009.

Aðalfundur Umf. Aftureldingar í Reykhólahreppi (stofnað 1924) verður haldinn í matsal Reykhólaskóla, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 20:00.  

Venjuleg aðalfundarstörf, nýir félagar velkomnir.

Stjórnin.

 

Í dag verður skrifstofa Reykhólahrepps lokuð eftir hádegi vegna veðurs.  Sími skrifstofunnar er opinn til kl. 14.

Eins og alltaf er svo hægt að ná í sveitarstjóra í s. 896 3629.

 

Við Reykhólaskóla er laus staða aðstoðarleikskólastjóra. Sjá nánar í Laus störf hér til vinstri. 

12. febrúar 2018

Um snjómokstur í sveitinni

Í ljósi þess að tíðarfarið er ekki beint samgönguvænt þessa dagana, þá er ágætt að rifja upp að í gildi eru viðmiðunarreglur um snjómokstur í Reykhólahreppi. Á þeim leiðum sem er helmingamokstur er Vegagerðin ekki með reglubundið eftirlit, þannig að fólki er bent á að tilkynna á hreppsskrifstofuna ef þörf er á mokstri eða hálkuvörn á þessum vegum.

 

  

1. febrúar 2018

Tómstundadagatal - febrúar

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, okkar ágæti tómstundafulltrúi, hefur tekið saman dagatal fyrir þennan mánuð, þar sem er safnað er á einn stað öllu sem um er að vera í tómstundastarfi skólans, félagslífi í sveitinni, íþróttum, tónlist, opnunartímar  bókasafns og sundlaugar o.fl.

Fólk er hvatt til að kynna sér þetta, og auðvitað að taka þátt þeir sem áhuga og möguleika hafa á því.  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30