Hlynur Þór Magnússon sjötugur
Sjötugur er í dag Hlynur Þór Magnússon. Hann hefur verið búsettur á Reykhólum núna í liðugan áratug, en tengsl við sveitina sköpuðust fyrir 35 árum, þegar hann var skólastjóri Reykhólaskóla um tíma. Ekki veit ég hvort í skólanum voru óvenju erfiðir nemendur, eða yfirleitt vegna hvers fyrrum fangavörður var fenginn til skólastjórnar. Þetta orðspor varð til þess að sumir báru óttablandna virðingu fyrir honum. Við aukin kynni hætti svo virðingin að vera óttablandin, því að meiri ljúfmenni en Hlynur eru vandfundin. Næsta aldarfjórðunginn starfaði hann við kennslu, ritstjórn og blaðamennsku. Lengst kenndi hann við Menntaskólann á Ísafirði en hafði náð því ungur syðra að kenna til hins illræmda landsprófs.
...Meira