Tenglar

Hlynur varð 50 ára stúdent frá MR vorið 2016, en hann lauk stúdentsprófi rétt nítján ára. Myndin var tekin á afmælinu.
Hlynur varð 50 ára stúdent frá MR vorið 2016, en hann lauk stúdentsprófi rétt nítján ára. Myndin var tekin á afmælinu.

Sjötugur er í dag Hlynur Þór Magnússon. Hann hefur verið búsettur á Reykhólum núna í liðugan áratug, en tengsl við sveitina sköpuðust fyrir 35 árum, þegar hann var skólastjóri Reykhólaskóla um tíma. Ekki veit ég hvort í skólanum voru óvenju erfiðir nemendur, eða yfirleitt vegna hvers fyrrum fangavörður var fenginn til skólastjórnar. Þetta orðspor varð til þess að sumir báru óttablandna virðingu fyrir honum. Við aukin kynni hætti svo virðingin að vera óttablandin, því að meiri ljúfmenni en Hlynur eru vandfundin. Næsta aldarfjórðunginn starfaði hann við kennslu, ritstjórn og blaðamennsku. Lengst kenndi hann við Menntaskólann á Ísafirði en hafði náð því ungur syðra að kenna til hins illræmda landsprófs.

...
Meira

Í dag er sundlaugin opin kl. 16 - 20, eins og á virkum degi. Vonast að sjálfsögðu til að sjá sem flesta.

Sveinn Ragnarsson.
Sveinn Ragnarsson.

Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal hefur tekið við sem vefstjóri Reykhólahrepps. Hann tekur við af Hlyni Þór Magnússyni sagnfræðingi sem sagði starfinu lausu í haust en hefur aðstoðað sveitarstjóra með vefinn allt til þessa dags.

...
Meira
3. mars 2017

Saltkjötsveisla Lions

Eysteinn G. Gíslason
Eysteinn G. Gíslason

Hin árlega saltkjötsveisla Reykhóladeildar Lions verður haldin í matsal Reykhólaskóla föstudaginn 10. mars og hefst kl. 20:30. Að venju er skáldakynning, og að þessu sinni er það Eysteinn G. Gíslason úr Skáleyjum sem fjallað verður um. Saltkjötsveislan er einn helsti liðurinn í fjáröflun deildarinnar. Allir eru velkomnir og gott að hafa samband við Dalla í síma 866 9386.

...
Meira
Torfi Sigurjónsson dýraeftirlitsmaður og fulltrúar skjólstæðinga hans.
Torfi Sigurjónsson dýraeftirlitsmaður og fulltrúar skjólstæðinga hans.

Fyrsta árlega hunda- og kattahreinsun í Reykhólahreppi verður kl. 16 núna á miðvikudag, 1. mars. Hún fer fram í áhaldahúsi sveitarfélagsins jafnframt skráningu dýra. Þeir sem skrá dýrin sín á staðnum greiða ekki fyrir hreinsunina. Hún er innifalin í skráningargjaldi sem verður sent út sem greiðsluseðill frá sveitarfélaginu í maí.

...
Meira
Laugar / umfi.is.
Laugar / umfi.is.

SamVest stefnir að því að halda æfingabúðir í frjálsum íþróttum að Laugum í Sælingsdal um næstu helgi, 4.-5. mars. Þær eru hugsaðar fyrir 10 ára og eldri, þ.e. árgangur 2007 og upp úr (grunnskóla- og framhaldsskólaaldur). Mæting er kl. 13 á laugardag, foreldrar sjá um að koma börnum sínum á staðinn og sækja þau um miðjan sunnudag. Greitt er lágmarksgjald fyrir gistingu og kostnaðarverð fyrir mat og kaffitíma.

...
Meira
24. febrúar 2017

Matvælin ekki hættulaus

Mynd: Morgunblaðið/Þorkell.
Mynd: Morgunblaðið/Þorkell.

„Landfræðileg einangrun Íslands er höfuðástæða þess að húsdýr hérlendis eru að mestu laus við mörg þeirra smitefna sem landlæg eru í dýrum utan Íslands. Smitsjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er því um margt óvenjuleg þegar hún er borin saman við það sem þekkist erlendis. Einkum á þetta við um hross, nautgripi, sauðfé og geitur. Þessi sérstaða Íslands veldur því að mikill fjöldi þekktra og óþekktra smitefna getur valdið faröldrum í búfé hérlendis.“

...
Meira
24. febrúar 2017

Kaupum ekki banka fyrir arðinn

Guðbrandur Sverrisson og Lilja Jóhannsdóttir. Mynd: Morgunblaðið.
Guðbrandur Sverrisson og Lilja Jóhannsdóttir. Mynd: Morgunblaðið.
1 af 3

„Þetta gefur nóg fyrir okkur sem ekki fylgjum hörðustu straumum í tísku og því sem tilheyrir. Segja má að þetta sé lífsstíll og kannski ekki verra en hvað annað, stressið jafnvel minna,“ segir Guðbrandur Sverrisson, sauðfjárbóndi á Bassastöðum í Kaldrananeshreppi á Ströndum. Bú hans og Lilju Jóhannsdóttur, eiginkonu hans, var í hópi afurðahæstu sauðfjárbúa landsins á síðasta ári.

...
Meira
24. febrúar 2017

Laugardagur: Lokað kl. 14

Hólabúð á Reykhólum verður ekki opin nema til kl. 14 á morgun, laugardag 25. febrúar. Lokað á sunnudag eins og venjulega yfir veturinn.

...
Meira

Húsnæðisskortur er í sumum minni bæjum en þrátt fyrir það er húsnæðisverð oft þriðjungur af því sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum þorpum standa fjölmörg hús á sölu óhreyfð um árabil. Eftir stendur spurningin hvers vegna ungt fólk leggur ekki land undir fót og kaupir sér sína fyrstu eign í minni byggðarlögum, í stað þess að vera fast á leigumarkaði eða þurfa að sætta sig við lakari húsakost á höfuðborgarsvæðinu en vonir stóðu til.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30