Tenglar

1 af 2

Eins og hér kom fram safnar Lionsdeildin í Reykhólahreppi kertavaxi í þágu góðs málefnis. Núna er hægt að setja afgangsvax og kertastubba í lúguna fyrir fernur á flokkunargámnum á gámasvæðinu neðan við Reykhólaþorp og búið er að setja þar merki fyrir kertaafganga. Fólk er samt beðið að koma ekki með sprittkerti (litlu kertin í áldollunum, sjá mynd nr. 2) í þessum tilgangi.

...
Meira
23. febrúar 2017

Frystingin drepur ekki veirur

Mynd: Morgunblaðið/Eggert.
Mynd: Morgunblaðið/Eggert.

„Það alvarlegt mál ef hér koma upp nýir dýrasjúkdómar eða ólæknandi mannasjúkdómar. Ég treysti ekki þeim mönnum sem vilja flytja inn hrátt, ófrosið kjöt, til að verja okkur fyrir þeim. Kannski af því að ég er orðin svo gömul að ég hef séð of margt,“ segir Margrét Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur lengi unnið að rannsóknum á veirusjúkdómum í búfé og mönnum og varar alvarlega við innflutningi á kjöti og lifandi gripum, vill með því vernda heilsu búfjárstofna og landsmanna.

...
Meira

Landsleiknum Allir lesa er lokið þetta árið. Það sveitarfélag sem reyndist búa yfir kraftmestu lesendunum er Strandabyggð, en þar lásu þátttakendur að meðaltali í 53,4 klukkutíma á þeim rúma mánuði sem leikurinn stóð. Fast eftir komu Fjallabyggð og Dalabyggð og í heild var landsbyggðin töluvert öflugri en höfuðborgarsvæðið. Að þessu sinni kom Reykhólahreppur nokkuð langt á eftir. Þegar litið er vinnustaða ...

...
Meira

Aðferðir fasteignamats fyrir sumarbústaði verða endurskoðaðar í næsta fasteignamati sem kynnt verður í júní og mun gilda fyrir árið 2018. Fram kemur í tilkynningu frá Þjóðskrá að nýjar matsaðferðir sumarbústaða feli í sér tengingu kaupsamninga við eiginleika sumarbústaða, svo sem stærðir og byggingarár. Helsta breyting frá núverandi matsaðferðum felist í því að staðsetning eigna og nálægð við þjónustu muni skipta meira máli en hún gerir nú. Ástand og gæði sumarbústaða hafi einnig talsverð áhrif á markaðsverð þeirra.

...
Meira
Frá Báta- og hlunnindasýningunni.
Frá Báta- og hlunnindasýningunni.

Úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða eru veittir fjórir styrkir til reksturs og verkefna í Reykhólahreppi við fyrri úthlutun 2017, samtals að fjárhæð fjórar milljónir króna. Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum fær 2.400.000 króna rekstrarstyrk til eins árs, en verkefnastyrkir eru þessir:

...
Meira

Breskir bændur hafa áhyggjur af því, að verði af fríverslunarsamningi milli Bretlands og Bandaríkjanna muni ódýrt bandarískt hormónakjöt flæða inn á breskan markað. Enn er ekki búið að semja um heimildir til innflutnings landbúnaðarvara frá Bandaríkjunum til Bretlands, en bresku bændasamtökin óttast verulega að þarlendum landbúnaði verði fórnað á altari samningaviðræðna milli landanna. Auk þess séu opinberar kröfur í Bretlandi um aðbúnað, umhverfismál og dýravelferð mun strangari en opinberar kröfur í Bandaríkjunum. Það valdi enn meiri mun á framleiðslukostnaði.

...
Meira

Málþing um menningartengda ferðaþjónustu verður haldið á Restaurant Galdri á Hólmavík á morgun, fimmtudag, og hefst kl. 12.10. Þar láta bæði heimamenn á Ströndum og nemendur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands ljós sitt skína og segja frá margvíslegum verkefnum. Þingið er haldið í tengslum við heimsókn háskólanema í námskeiðinu Menningartengd ferðaþjónusta.

...
Meira
21. febrúar 2017

AA-fundir á Reykhólum

AA-fundir eru hefjast á nýjan leik í Reykhólakirkju klukkan 20.30 á miðvikudagskvöldum. Bæði gamlir og nýir félagar innilega velkomnir.

...
Meira
Landið liggur hugsi undir feldi.
Landið liggur hugsi undir feldi.
1 af 3

Myndir nr. 1 og 2 voru teknar á Reykhólum klukkan hálftvö á sunnudag, réttum sólarhring á eftir myndum sem hér voru birtar á laugardag. Um nóttina snjóaði talsvert (a.m.k. miðað við það sem af er vetri) og má með sanni segja að landið hafi tekið stakkaskiptum (lagst undir feld) og skipt litum á stuttri stund. Þarna var hætt að snjóa, eins og sjá má, en mynd nr. 3 var tekin nokkru fyrr, eða í birtingu á sunnudagsmorgun.

...
Meira

Hluti fjárhúsþaksins í Magnússkógum II í Dölum rofnaði og fauk af í veðurofsanum fyrir tæpum tveimur vikum. Ábúendur þar eru nánast hverju mannsbarni í Reykhólahreppi að góðu kunnir, Guðbjörn póstur og Jóhanna kona hans, sem hefur iðulega leyst hann af í póstferðunum á liðnum árum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30