Raforkuframleiðsla vænlegur kostur á Reykhólum?
Unnt er að framleiða allt að 45 MW af raforku úr borholum á 29 hverasvæðum sem núna eru aðeins nýtt að hluta. Raforkuframleiðsla í slíkum jarðvarmavirkjunum gæti verið hluti af lausn á orkuskorti sem Orkustofnun telur að geti orðið á næstu árum. Jafnframt væri hægt að nýta orkuna án þess að nota yfirlestað flutningskerfi Landsnets. Hvað jarðhitakerfið á Reykhólum snertir er gert ráð fyrir raforku sem næmi allt að 1,2 MW. Það rafmagn ætti að duga fyrir allt að þúsund heimili.
...Meira