Tenglar

Unnt er að framleiða allt að 45 MW af raforku úr borholum á 29 hverasvæðum sem núna eru aðeins nýtt að hluta. Raforkuframleiðsla í slíkum jarðvarmavirkjunum gæti verið hluti af lausn á orkuskorti sem Orkustofnun telur að geti orðið á næstu árum. Jafnframt væri hægt að nýta orkuna án þess að nota yfirlestað flutningskerfi Landsnets. Hvað jarðhitakerfið á Reykhólum snertir er gert ráð fyrir raforku sem næmi allt að 1,2 MW. Það rafmagn ætti að duga fyrir allt að þúsund heimili.

...
Meira

Núna um helgina eru mánaðamót samkvæmt gamla íslenska tímatalinu, þorra lýkur á morgun og góa hefst með konudeginum á sunnudag. Vetrarhátíð með ýmsum dagskrárliðum hjá Strandagaldri og Restaurant Galdri á Hólmavík hefst í dag, föstudag, og stendur fram á sunnudag. Borðhald með veisluföngum verður í kvöld og annað kvöld. Panta þarf borð því að salurinn er ekki stór.

...
Meira
Holan á Markúsartorgi á Reykhólum mæld. Mynd: atvest.is.
Holan á Markúsartorgi á Reykhólum mæld. Mynd: atvest.is.
1 af 2

Heildarmæling á öllum borholum eftir heitu vatni (rennsli, hiti og þrýstingur) hefur ekki farið fram á Reykhólum fyrr en nú. Niðurstöður mælinga eiga að geta sagt til hvort heildar-jarðvarmaauðlindin geti staðið undir þeirri notkun sem hefur verið lögð á kerfið og hvort hugsanlega megi taka meira. Flæði úr holum hefur verið sjálfkrafa, engar botndælur notaðar við að ná vatninu. Hitinn mælist yfirleitt á bilinu 100-115°C.

...
Meira
Lómur á Langavatni neðan við Reykhóla.
Lómur á Langavatni neðan við Reykhóla.
1 af 2

Fuglaverndarfélagið hefur tekið upp á því að velja fugl ársins. Í ár er það lómurinn sem hreppir þessa virðulegu nafnbót. Stefnt er að því að velja árlega fugl sem Fuglaverndarfélagið vill vekja sérstaka athygli á meðal félagsmanna, almennings og fjölmiðla. Fólk er hvatt til að senda Fuglaverndarfélaginu upplýsingar um lóminn.

...
Meira
15. febrúar 2017

Djúp-steiking við Djúp

1 af 2

Djúpsteikingarhátíðin Við Djúpið var haldin í Arnardal við Ísafjarðardjúp um síðustu helgi. Öll voru veisluföngin hjá grönnum okkar við Djúpið að sjálfsögðu djúpsteikt, svo sem djúpsteiktar samlokur, djúpsteiktur hörpudiskur, djúpsteikt Snickers, djúpsteikt popp, djúpsteikt ravíólí, djúpsteikt kúlusúkk og sitthvað fleira Djúp-steikt.

...
Meira
Frá vettvangi. Ljósm. Skessuhorn/mm.
Frá vettvangi. Ljósm. Skessuhorn/mm.

Síðdegis á sunnudag varð umferðarslys við Laxá í Leirársveit, þar sem tveir bílar skullu saman, jeppi og jepplingur. Í jeppanum á leið vestur voru Ása og Reynir í Hólabúð á Reykhólum, Ólafur Garðar Reynisson og tíkin Írena. Ása og Reynir hlutu beinbrot en eru samt að mestu rólfær, ungi pilturinn slapp betur og tíkin alveg.

...
Meira
14. febrúar 2017

Hólabúð opin á ný

Hólabúð á Reykhólum verður opin kl. 16-18 í dag, þriðjudag.

...
Meira
14. febrúar 2017

Færðin í vetur einstök

Í blíðviðrinu sem verið hefur að undanförnu eru allir helstu þjóðvegir greiðfærir og aðeins hálendisleiðir eru lokaðar. Þetta er óvenjulegt og tíðindum sætir að vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum sé greiðfær um miðjan febrúar. „Ég man ekki eftir jafngóðu tíðarfari í langan tíma og verið hefur að undanförnu,“ segir Jón Hörður Elíasson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Vegagerðarmenn á Hólmavík sjá um þjónustu á víðfeðmu svæði, svo sem fjallvegina yfir Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði. Aldrei hefur komið til þess í vetur að þeir hafi teppst, utan einhverja klukkutíma þegar hryðjur ganga yfir, segir Jón Hörður.

...
Meira
13. febrúar 2017

Hin yndislega náttúruorka

Við hverinn Einireyki neðan við Reykhólaþorp. Ljósm. Árni Geirsson.
Við hverinn Einireyki neðan við Reykhólaþorp. Ljósm. Árni Geirsson.

Það er nokkuð merkilegt, að jarðhitinn hefur verið notaður á Reykhólum, í iðnaði og til húshitunar, í meira en 40 ár án þess að heildarmagn sjálfstreymandi heitavatns hafi verið þekkt, segir María Maack líffræðingur á Reykhólum í nýjum pistli. Núna er hins vegar verið að freista þess að mæla hversu mikið heitt vatn fæst úr öllu jarðvarmakerfinu á Reykhólum.

...
Meira
12. febrúar 2017

Hólabúð lokuð

Af óviðráðanlegum ástæðum verður Hólabúð á Reykhólum lokuð á morgun, mánudag.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30