Borða hrossakjötið hrátt
„Við erum spenntir fyrir þessu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, í samtali við Morgunblaðið í dag um útflutning á hrossakjöti héðan til Japans. Þar opnaðist óvænt í haust stór markaður og eru nú 600 kíló af íslensku hrossakjöti flutt þangað í hverri viku. Vonir eru bundnar við að aukning geti orðið á þessum útflutningi og er í því sambandi talað um 2,5 til 3 tonn vikulega. Verðið sem fæst fyrir kjötið er það hæsta sem greitt er fyrir útflutt kjöt frá Íslandi.
...Meira