Tenglar

21. febrúar 2017

Borða hrossakjötið hrátt

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson.

„Við erum spenntir fyrir þessu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, í samtali við Morgunblaðið í dag um útflutning á hrossakjöti héðan til Japans. Þar opnaðist óvænt í haust stór markaður og eru nú 600 kíló af íslensku hrossakjöti flutt þangað í hverri viku. Vonir eru bundnar við að aukning geti orðið á þessum útflutningi og er í því sambandi talað um 2,5 til 3 tonn vikulega. Verðið sem fæst fyrir kjötið er það hæsta sem greitt er fyrir útflutt kjöt frá Íslandi.

...
Meira

Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og ASÍ eru í hættu og verða þær metnar núna í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin. „Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Í forsendum við gerð kjarasamningsins var rætt um laun annarra hópa, húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar, að þau frumvörp kæmust til framkvæmda og að verðbólga héldist stöðug.“ Að mati Gylfa hafa laun annarra hópa, eins og alþingismanna og ráðherra, hækkað umfram það sem menn ætluðu. „Úrskurður kjararáðs frá því í október er sannarlega ekki að hjálpa til enda ályktuðum við hjá SA harðlega gegn þeirri ákvörðun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

...
Meira
20. febrúar 2017

Opinn fundur þingmanna

Þingmenn Sjálfstæðisflokksinns í Norðvesturkjördæmi verða með opinn fund í Dalakoti í Búðardal kl. 20 annað kvöld, þriðjudag 21. febrúar. Allir velkomnir.

...
Meira
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Því lengra sem ég staulast upp (eða niður) áttunda áratuginn verða tvær „bækur“ mér sífellt kærari og sífellt nauðsynlegri. Þetta eru Íslendingabók hin nýja (á netinu) og Fésbókin (Facebook). Á Fésinu kynnist ég nær daglega nýjum vinum og finn þar gamla vini á ný, og í stað þess að spyrja sífellt Hverra manna ert þú, góða/góurinn fletti ég einfaldlega upp í Íslendingabókinni. Þetta hjálpar líka þeim sem vilja fylgjast með hvort ég tóri.

...
Meira
Wikimedia Commons.
Wikimedia Commons.

Nú svo komið að hægt er að fá hugbúnað sem vakir yfir fjósinu og lætur vita ef skepnur eru veikar eða haga sér öðruvísi en venjulega. Líka er kominn búnaður sem fylgist með gripunum á beit, þannig að núna er í raun hægt að nota tölvukerfi til að vakta hjörðina allan sólarhringinn árið um kring.

...
Meira
María Maack.
María Maack.

Í framhaldi af frétt þar sem greint var frá hugmyndum um smávirkjanir sem nýti jarðhita til raforkuframleiðslu (Raforkuframleiðsla vænlegur kostur á Reykhólum?) leitaði vefurinn álits Maríu Maack náttúrufræðings, starfsmanns Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, sem þekkir mjög vel til þessara mála, einkum á Reykhólum þar sem hún er búsett. Þess má geta að hún sat málstofu Orkustofnunar, sem getið er í fréttinni, og hlýddi á fyrirlesturinn sem er grundvöllur hennar. Þetta er allt satt og rétt, segir María, en hefur þó miklar efasemdir um að virkjun af þessu tagi komi til álita á Reykhólum.

...
Meira

„Það bíða okkar risavaxin verkefni sem eru gríðarlega brýn, sem skipta öllu máli fyrir stór landsvæði og uppbyggingu í atvinnulífi á þeim. Ég nefni verkefni eins og Dettifossveginn, einnig lagningu vegar um Teigsskóg, Dýrafjarðargöng sem eru komin í gang og síðan þarf að fara í framkvæmdir við Dynjandisheiði í framhaldinu,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Hann segir að frekari uppbygging á landsbyggðinni geti hjálpað til við að dreifa ferðamönnum betur um landið, til að mynda með hringvegi um Vestfirði sem myndi opna þann landshluta fyrir ferðamönnum.

...
Meira
Snjólétt á Reykhólum þennan daginn ...
Snjólétt á Reykhólum þennan daginn ...
1 af 4

„Hvergi er nú alhvítt af snjó á landinu á veðurstöð og aðeins á stöku stað er jörð flekkótt.“ Svo mælir Sigurður Þór Guðjónsson veðursagnfræðingur í bloggi sínu Nimbus á Moggablogginu. „Það er ekki oft sem það er svona snjólítið á láglendi í miðjum febrúar,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar blogg Nimbusar er borið undir hann. „Reyndar er nú spáð snjó eftir helgi - hvað sem svo verður úr því,“ segir Trausti.

...
Meira
17. febrúar 2017

Laugardagur: Opið kl. 12-14

Hólabúð á Reykhólum verður opin klukkan 12-14 á morgun, laugardag. Breyttur og styttri afgreiðslutími skýrist af því sem hér hefur áður verið greint frá. Lokað á sunnudag eins og verið hefur yfir veturinn.

...
Meira
17. febrúar 2017

Ljósleiðarinn í sjónmáli

Tilkynnt var í dag að 24 sveitarfélög hafi staðfest formlega að þau vilji ganga til samninga við Fjarskiptasjóð um ráðstöfun á tilgreindum styrk til lagningar á ljósleiðarakerfum vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017. „Stefnt er að undirritun samninga við fyrstu hentugleika,“ segir á vef innanríkisráðuneytisins.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30