Tenglar

Pítsadagur Reykhólaskóla 22. mars, opið á milli kl.18:00 og 20:30


12 tommu pítsa með tveimur áleggstegundum   1.900 kr.

Aukaálegg                                                           200 kr.

Margarita/hvítlauksbrauð                                 1.700 kr.

Brauðstangir 6 stykki með sósu                            600 kr.

hvítlauksolía                                                       300 kr.

1.5 líter kók                                                        450 kr.

dósagos 33 cl.                                                     200 kr.

Malt og appelsín____________________________ 350 kr

 

Áleggstegundir í boði:

Hakk, pepperone, skinka, beikon, rjómaostur, laukur, sveppir, paprika, ananas og döðlur.

 Tilboð:

2 x12 tommu pítsur með tveimur áleggstegundum, brauðstangir og 2 l. kók  4.500 kr.

 

Hægt verður að panta pítsu og einungis er í boði að sækja pítsurnar í Reykhólaskóla.

 

Tekið er við pöntunum frá kl.11 mánudaginn 21. mars til kl.17  þriðjudaginn  22. mars í síma 861-3761 (Kolfinna) eða 894-9123 (Rebekka). Einnig er hægt að panta í tölvupósti á netföngin rebekka@reykholaskoli.is  eða kolfinna@reykholaskoli.is frá og með mánudeginum 21. mars.

 

Ef pantað er í netpósti þarf að taka fram hver pantar og hvenær pítsan verður sótt. Þá verður send til baka staðfesting á móttöku.

 

Viljum líka minna á dósasöfnunina, en við þiggjum allar dósir og flöskur og hægt er að setja dósapokana  í rauða moltuhúsið á sorpsvæðinu.  

 

 Nemendur unglingadeildar Reykhólaskóla

 

 

 


Við þurfum að fresta skólaþinginu vegna veðursins fram í næstu viku. Nánari tímasetning verður auglýst eftir helgi.

Nú eru tæpir 2 mánuðir þar til við göngum til sveitarstjórnarkosninga.

 

Tíminn er fljótur að líða og gott að fara að íhuga hvaða fólk maður vill sjá í sveitarstjórn. Það er þó aðeins önnur hlið þessa máls, hin er hver eru tilbúin að takast það á hendur að sitja í sveitarstjórn. 

 

Hér á síðunni er fólki velkomið að tjá sig um þetta, t.d. ef það er reiðubúið til að starfa í hreppsnefnd, vill stinga upp á einhverjum sem það treystir, eða bregðast við uppástungum. Hér með er fólk hvatt til að taka þátt í uppbyggilegri umræðu og varpa fram hugmyndum.

 

Einfaldast er náttúrlega  að nota facebook til að koma skilaboðum á framfæri, en ef fólk vill tjá sig í lengra máli er hægt að senda greinina á netfangið vefstjori@reykholar.is og ekki verra ef mynd af höfundi fylgir.

Það verður sett hér inn á vefinn undir tengilinn Sjónarmið, og hingað á síðuna verður safnað efni um þetta svo það verði aðgengilegt á einum stað.

 

 

 

Þórir Bergmundsson háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 21. mars n.k.

Tímapantanir eru í síma 432 1450

 

 

Sýslið verkstöð og Galdrasýningin á Ströndum standa fyrir markaði á Galdrasýningunni nk. sunnudag 20. mars kl. 13 – 18, til styrktar flóttafólki frá Úkraínu.  

 

Vilt þú taka þátt? Áttu eitthvað til að selja eða hefur tíma til að koma og aðstoða?

Sendið okkur skilaboð ef þið viljið koma að þessum viðburði. Gerum góða hluti saman.

Stóra pakkhús
Stóra pakkhús
1 af 4

Á síðasta ári var Hótel Flatey, í Flatey á Breiðafirði auglýst til sölu. Hótelið sem var í eigu Minjaverndar hefur nú verið selt, bæði rekstur og húsakostur. Kaupendur eru IREF ehf og haft er eftir Þorsteini Bergssyni framkvæmdastjóra Minjaverndar að kaupendurnir áformi að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu.

 

Gengið var frá kaupsamningi í lok janúar. Hótelið sjálft, sem heitir Stóra pakkhús, var byggt árið 1908 en auk þess er um að ræða Samkomuhúsið, byggt árið 1900, og Eyjólfspakkhús frá 1908. Árið 2018 voru svo byggð starfsmannahús ásamt geymslu og bílskúr. Alls er húsakosturinn 678 fermetrar.

 

Húsin hafa verið í eigu Minjaverndar frá árinu 2007 sem hefur staðið að umfangsmikilli endurbyggingu húsanna. Endurbótum eldri húsanna lauk á árunum 2003 til 2007 og 2018 var byggð starfsmannaaðstaða og geymslur.

 

Húsin voru áður í eigu Flateyjarhrepps sem fékk þau úr þrotabúi gamla Íslandsbanka. Reykhólahreppur átti forkaupsrétt að eignunum en sveitarstjórn tók þá ákvörðun að nýta hann ekki.

 

Reykhólaskóli
Reykhólaskóli

Í Reykhólaskóla verður haldið Skólaþing, fimmtudaginn 17. mars, klukkan 13 - 15.

 

Allir sem áhuga hafa á skólaþróun og hvert er stefnt í Reykhólaskóla eru hjartanlega velkomnir.

 

Við ætlum að hafa stöðvar þar sem við förum á milli og ræðum meðal annars; skólabyrjun, áherslur í námi, fjarnám við skólalokun, tómstundastarf og fleira.

(Það má senda á skolastjori@reykholar.is tillögur að fleiri umræðuefnum og það væri einnig voða gott að tilkynna þátttöku, bara svo að við vitum hve mörgum við gerum ráð fyrir.)

Það er samt velkomið að mæta án þess að tilkynna þátttöku.

 

Vonandi verður Skólaþingið síðan árlegt hjá okkur þar sem við getum komið saman, mótað og þróað skólann okkar inn í framtíðina á lýðræðislegan hátt.

 

14. mars 2022

ÞAU taka Vestfirði

1 af 2

Síðasta sumar fóru 3 listamenn í tónleikaferðalag um Vestfirði og héldu tónleika á 13 stöðum.

Þetta voru ÞAU, hljómsveit sem er skipuð söng - og leikkonunni Rakel Björk Björnsdóttur og tónlistarmanninum Garðari Borgþórssyni, ásamt Ingimar Ingimarssyni organista á Reykhólum.Tónleikaröðina kölluðu þau Fáheyrt.

 

ÞAU og þau fluttu frumsamin lög við ljóð vestfirskra skálda, meðal þeirra eru Guðmundur Ingi Kristjánsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Halla skáldkona á Laugabóli, Jakobína Sigurðardóttir, Herdís og Ólína Andrésardætur, Jón úr Vör, Ólína Þorvarðardóttir og Steinn Steinarr.

 

Lokatónleikarnir voru í Reykhólakirkju og voru jafnframt eitt af atriðum á dagskrá Reykhóladaga.

 

Nú er efnið af tónleikunum komið út á plötu, á Spotify og helstu streymisveitum og ber hún nafnið „ÞAU taka Vestfirði“.

Útgáfutónleikar verða í Bæjarbíói Hafnarfirði 6. apríl. Miðasala er á tix.is.

Facebook síða ÞEIRRA er hér.

 

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð óskar eftir starfsmanni í aðhlynningu og ræstingar til framtíðar og/eða í afleysingu í sumar.

Kostur að hafa reynslu og áhuga á umönnun aldraðra.

 

Umsókn skal skila á netfangið barmahlid@reykholar.is

 

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur í síma 434-7817

 

 

Reykhóladagar verða í ár haldnir helgina 12.-14. ágúst. Þema hátíðarinnar verður menning og séreinkenni Reykhólahrepps.

 

Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma að hátíðinni geta sótt um styrki hjá Reykhólahreppi til að standa undir kostnaði við þeirra framlög á hátíðinni. Verkefni sem tengjast menningu og sérkennum Reykhólahrepps eiga forgang á styrki. Styrkir eru að hámarki 100.000 krónur fyrir hvert verkefni. Opið er fyrir umsóknir til 1. júní.

 

Þeir sem vilja fá nánari útskýringar á styrkjafyrirkomulagi eru hvattir til að mæta á íbúafund, sjá hér að neðan, en geta einnig haft beint samband við Jóhönnu á netfang johanna@reykholar.is.

 

Hlekkur á umsóknaeyðublað vegna styrkja: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd6A7XUYXTK3cyxQYGUI7rm6Xq30tflqKKICoXayCP0oLWtSQ/viewform?usp=sf_link

 

Opinn fundur varðandi hátíðina verður haldinn á næstu vikum þar sem áhugasamir geta komið með hugmyndir, tekið þátt í umræðum um hátíðina og fengið nánari útskýringar á styrkjafyrirkomulagi.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30