Tenglar

Myndin tengist fréttinni ekki beint, mynd, Landstólpi
Myndin tengist fréttinni ekki beint, mynd, Landstólpi

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra hefur úthlutað styrkjum að fjárhæð 120 milljónum króna til átta verkefna á vegum þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga hlýtur styrk til grænna iðngarða á Reykhólum að fjárhæð kr. 25.000.000,- árin 2022-2023. Hugmyndin með grænum iðngörðum er að auka aðdráttarafl svæðisins til fjárfestinga og nýsköpunar og auka þannig fjölbreytni í atvinnulífi og nýtingu á auðlindum svæðisins. Þörungamiðstöð Íslands verður kjarninn.

 

Af vef Byggðastofnunar

 

Reykhólaskóli
Reykhólaskóli

Lausar stöður í grunnskóladeild:


Kennarar á miðstig og elsta stig með möguleika á umsjón.

 

Æskilegar kennslugreinar eru: stærðfræði, íslenska, enska, danska, náttúrufræði, heimilisfræði, list- og verkgreinar ásamt valgreinum,

 

Þroskaþjálfi eða sérkennari í tímabundna stöðu.

 

Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2022.

 

Umsókn um störfin skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf um viðkomandi og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Anna Björg Ingadóttir í síma 867-1704 eða með tölvupósti á netfangið skolastjori@reykholar.is. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Nánari upplýsingar í Laus störf.

 

19. apríl 2022

Laus íbúð á Reykhólum

Hólatröð 5-7-9
Hólatröð 5-7-9

Húseignarsjálfseignarstofnunin Reykhólar hses. auglýsir íbúð til leigu á Reykhólum.

 

Um er að ræða  fjögurra herbergja 95 m2 íbúð að Hólatröð 7.

 

Íbúðin er laus frá 1. júní 2022.

 

Umsækjandi þarf að uppfylla skilyrði úthlutnarreglna Reykhóla hses. um tekju og eignarmörk. Forgangsröðun fer eftir fjölskyldustærð.

 

Umsóknir berist skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppi eða á netfangið sveitarstjori@reykholar.is

 

Umækjendum er bent á að fara vel yfir úthlutunarreglurnar og skila umbeðnum gögnum með umsókn fyrir 30. apríl 2022.

 

Umsóknareyðublað er aðgengilegt á vefsíðu sveitarfélagsins.

 

Fh. Reykhóla hses.

 

Sveitarstjóri.

 

 

 

1 af 2

Rúmlega sjö þúsund og fjögur hundruð manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og þessi hópur er kominn á fullt í að plokka í sínu nær umhverfi. Eftir vindasaman vetur er plast og rusl útum allt í kringum þéttbýli og áríðandi að það komist úr umhverfinu áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna.

...
Meira
Klukka í Reykhólakirkju
Klukka í Reykhólakirkju

Messa fer fram í Reykhólakirkju skírdag, fimmtudaginn 14. apríl kl. 16:00.

 

Þar gefst fólki tækifæri á að hlýða á guðsorð frá okkar nýja presti Snævari Jóni, ásamt orgelleik Ingimars og söng kórs Reykhólaprestakalls.

 

Formaður sóknarnefndar Reykhólaprestakalls,

Guðmundur Ólafsson

 

Laugardaginn  16. apríl verður páskaeggjaleit í Hvanngarðabrekku!

Við munum hefja fjörið á slaginu 13.

Tónlist, fjör, heitt kakó og kaffi á könnunni!
Frítt verður í sund í Grettislaug eftir páskaeggjaleitina.

Minnt er á opnunartíma Reykhólabúðarinnar frá klukkan 13 - 16.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Tómstundastarfið 

 

1 af 4

Leikfélag Hólmavíkur setur upp farsann Bót og betrun eftir Michael Cooney, í leikstjórn Sigurðar Líndals. Frumsýnt verður á páskadag kl. 20:00 og eru allar sýningar í Sævangi.

 

Verkið gerist í London og fjallar um Eric Swan, sem hefur verið duglegur að svíkja út bætur síðustu tvö árin. Hann ætlar sér þó að minnka svindlið, en þá vindur það upp á sig með sífellt skrautlegri afleiðingum. Inn í málið flækjast meðal annars leigjandinn hans, sambandsráðgjafi og útfararstjóri, ásamt ýmsum öðrum.

 

Þeir tíu leikarar sem leika eru allt frá því að vera nýliðar á fjölunum, yfir í gamlar kempur innan leikfélagsins.

 

Tveir leikaranna eru úr Reykhólasveit, þær Guðlaug G. I. Bergsveinsdóttir sem jafnframt er formaður leikfélagsins og Anna Björg Þórarinsdóttir sem einnig sér um leikskrá.

 

Aðveitustöð Geiradal
Aðveitustöð Geiradal

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt skýrslu starfshóps um stöðu orkumála á Vestfjörðum.

 

Starfshópurinn leggur í tillögum sínum áherslu á að vinna að úrbótum og verkefnum sem snerta nánast alla hluta raforkukerfisins. Þar er enn fremur fjallað um virkjanakosti á Vestfjörðum, flutning og dreifingu raforku og framtíðarspá um orkunotkun svæðisins.

 

Skýrsla starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum

 

 

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Reykhólahrepps Maríutröð 5 og er aðgengileg alla virka daga á opnunartíma skrifstofunnar.

 

Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands sem tekur þær þegar til meðferðar og gerir viðeigandi leiðréttingar á rafrænni kjörskrá ef við á. Slíkar leiðréttingar má gera fram á kjördag, eins og segir í 32. grein kosningalaga sem tóku gildi 1. jan. 2022.

 

  Kjörstjórn Reykhólahrepps

 

Reykhólahreppur óskar eftir að ráða tvo sumarstarfmenn í 75-100% starf á Reykhólum við að sinna stuðningsþjónustu hjá  stúlku, í júní, júlí og ágúst. Vinnutími væri mánudaga til föstudaga frá 9:00-15:00.

 

Mjög skemmtilegt og krefjandi starf sem gæti hentað vel fyrir vinkonur eða par.

Möguleiki er á 100% starfi innan hreppsins og hjálp við að finna hentugt húsnæði ef starfsmenn óska þess.

 

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí.

 

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest.

 

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík. Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is.

 

 

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30