Bátar Hjalta sýndir á Gásahátíðinni
Gásakaupstaður við Eyjafjörð hefur samið við Hjalta Hafþórsson bátasmið á Reykhólum um að tveir bátar sem hann hefur smíðað verði hluti af leikmynd Gásahátíðar sem haldin er árlega og stendur í nokkra daga. Þar verði þeir bæði til sýnis og notkunar. Um er að ræða endurgerð Vatnsdalsbátsins frá 10. öld og bátinn Króka-Ref sem er endurgerð báta frá 14.-15. öld.
...Meira