Tenglar

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2013. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Allir þeir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda jafnvægi milli efnahagslegra, náttúrlegra og félagslegra þátta geta komið til greina. Það geta verið einstaklingar, fyrirtæki eða félagasamtök. Aðilar geta tilnefnt hvort sem er sjálfa sig eða aðra.

...
Meira

Gjaldskrár fyrir margvíslega þjónustu Reykhólahrepps 2014 eru komnar hér á vefinn. Þar er um að ræða útsvar og fasteignagjöld, vatnsveitu, fráveitu, sorpförgun, útleigu húsnæðis Reykhólaskóla, verðskrá mötuneytisins í Reykhólaskóla og Barmahlíð og gjaldskrár Grettislaugar, tjaldsvæðisins við Grettislaug og Bókasafns Reykhólahrepps.

...
Meira
Herdísarvíkur-Surtla. Sjá meginmál.
Herdísarvíkur-Surtla. Sjá meginmál.

„Þórður er höfðingi, hann kom með þær alla leið hingað heim í stofu,“ segir Tómas Sigurgeirsson (Tumi) á Reykhólum um Þórð Halldórsson í Laugarholti í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp. Þórður kom í fyrradag suður yfir heiðar með fé sem hann fann í Hvannadal upp af Rauðamýri innst í Djúpi, rétt norðan við Lágadalinn þar sem vegurinn liggur upp á Steingrímsfjarðarheiði. Þetta voru sjö kindur, tvær ær og lamb frá Tuma, ær og lamb frá Jónasi Samúelssyni á Reykhólum og ær og lamb frá Helga Jóni Ólafssyni í Gufudal. „Þær voru eitt klakastykki, þær voru svo brynjaðar,“ segir Tumi. „Allt hvítt og kollótt.“

...
Meira

Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi var kölluð út um tíuleytið á miðvikudagskvöld til að bjarga rækju úr 40 feta gámi sem hafði farið á hliðina í flughálku í Geiradal. Um tólf manns úr sveitinni gengu í þetta en fleiri þurfti til þannig að um tíu manns úr Búðardal voru einnig fengnir í þetta verk. Hjólaskófla og traktorsgrafa voru notaðar til að flytja farminn í skóflunum yfir í gám á öðrum bíl, en rækjan var í tuttugu kílóa pokum. Heim voru menn komnir að verki loknu á þriðja tímanum eða um þrjúleytið um nóttina.

...
Meira
Séra Ólafur E. Johnsen á Stað.
Séra Ólafur E. Johnsen á Stað.

Meðal annara sem komu hingað kynnisför til höfuðstaðarins með strandferðaskipinu um daginn, var hinn þjóðkunni ágæti prestaöldungur prófastur síra Ólafur E. Johnsen r. af dbr. á Stað á Reykjanesi, er ljet af prestskap í vor eptir nær hálfrar aldar fyrirtaks-embættisþjónustu, hátt á áttræðisaldri. Í samkvæmi er honum var haldið í heiðursskyni í hótellinu Alexandra hjer í bænum 27. þ. m. og þar sem voru saman komnir margir vinir hans og vandamenn, fornkunningjar og yngri skjólstæðingar, var sungið fyrir minni hans þetta kvæði eptir síra Matthías Jochumsson, er var einn [einn af gestunum] í samkvæminu.

...
Meira

Meðal þess sem afgreitt var á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær eru gjaldskrár fyrir nýbyrjað ár vegna þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Þar má nefna vatnsveitu og fráveitu, mötuneyti, útleigu á húsakynnum, bókasafnið og Grettislaug. Jafnframt voru samþykkt álagningarákvæði fasteignaskatts.

...
Meira
Sæmundarhúsið, garðurinn og gróðurhúsið. Allar myndirnar eru frá Árna Geirssyni. Sjá meginmál.
Sæmundarhúsið, garðurinn og gróðurhúsið. Allar myndirnar eru frá Árna Geirssyni. Sjá meginmál.
1 af 3

Norðursalt (Garðar og Søren) keypti í vetur húsið að Hellisbraut 14 á Reykhólum, betur þekkt sem Sæmundarhúsið. Ætlunin er að halda áfram því verki sem byrjað var, að rífa innan úr húsinu og gera það upp og nota síðan sem íbúðarhús fyrir starfsfólk saltvinnslunnar. „Þetta er gamalt hús og ekki í mjög góðu standi,“ segir Søren. „Mjög frábrugðið öllum öðrum húsum í þorpinu. Við ætlum að leyfa anda þess að njóta sín.“

...
Meira
9. janúar 2014

Árshátíð á þorra

Snæbjörn formaður afgreiðir á bingói.
Snæbjörn formaður afgreiðir á bingói.
1 af 2

Árshátíð Breiðfirðingafélagsins á þorra verður í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík laugardaginn 25. janúar. Borðhaldið hefst kl. 20 en húsið opnað klukkutíma fyrr. Veislustjóri verður Þorgrímur Guðbjartsson og síðan er dansað við undirleik hljómsveitar fram á nótt.

...
Meira
Frá prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins í Breiðfirðingabúð núna í haust.
Frá prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins í Breiðfirðingabúð núna í haust.

Breiðfirðingar og aðrir spila brids í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík á sunnudögum í vetur eins og áður hefur verið og var fyrsta spilakvöldið núna á sunnudaginn. Ekki þarf að skrá sig heldur bara mæta þegar fólk langar til. „Við ætlum að vera mjög umburðarlynd og því er tækifæri fyrir þá sem óvanir eru að spila bridge að koma og æfa sig,“ segir í fréttabréfi Breiðfirðingafélagsins. Æfingagjaldið er 800 krónur á kvöldi og kaffi innifalið.

...
Meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2014. Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar. Verkefni verða að uppfylla að minnsta kosti eitt af eftirfarandi skilyrðum:

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31