Er „síldin sem hvarf“ inni í Hvammsfirði?
„Þessi fiskur sem er inni á Hvammsfirði núna hleypur væntanlega á einhverjum hundruðum þúsunda tonna. Þetta er örugglega síld, að minnsta kosti lítum við svo á þangað til annað kemur í ljós,“ segir Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum í Reykhólahreppi. Hann og félagi hans, Jóhannes Haraldsson frá Kletti í Kollafirði, hafa lengi fylgst með lífríkinu í Breiðafirði.
...Meira