Tenglar

Myndir 1-3 eru af skjá dýptarmælisins í Rán BA á siglingu um Hvammsfjörð. Nánar í meginmáli.
Myndir 1-3 eru af skjá dýptarmælisins í Rán BA á siglingu um Hvammsfjörð. Nánar í meginmáli.
1 af 5

„Þessi fiskur sem er inni á Hvammsfirði núna hleypur væntanlega á einhverjum hundruðum þúsunda tonna. Þetta er örugglega síld, að minnsta kosti lítum við svo á þangað til annað kemur í ljós,“ segir Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum í Reykhólahreppi. Hann og félagi hans, Jóhannes Haraldsson frá Kletti í Kollafirði, hafa lengi fylgst með lífríkinu í Breiðafirði.

...
Meira
Vetrarsólhvörf á Reykhólum / hþm.
Vetrarsólhvörf á Reykhólum / hþm.

Að venju breytast afgreiðslutímar hér og hvar um jól og áramót. Hér eru tenglar þar sem finna má upplýsingar um þetta varðandi skrifstofu Reykhólahrepps, bókasafnið á Reykhólum, Grettislaug og afgreiðslu Landsbankans á Reykhólum. Hérna fyrir neðan er síðan borði með upplýsingum um afgreiðslutíma í versluninni Hólakaupum á Reykhólum um jólin og áramótin.

...
Meira
Morten og Denise við saltsuðupönnurnar.
Morten og Denise við saltsuðupönnurnar.
1 af 2

Hjónin Morten Grønborg og Denise Nascimento de Andrade komu í liðinni viku til búsetu og starfa á Reykhólum. Morten er verkfræðingur og hefur verið ráðinn framleiðslustjóri í saltverksmiðju Norðursalts við Reykhólahöfn, en Denise, sem er líffræðingur en hefur einkum unnið við nálastungur og nudd, hefur einnig verið ráðin til starfa. „Við kynntumst Morten í gegnum sameiginlegan vin hans og Sørens [Rosenkilde],“ segir Garðar Stefánsson hjá Norðursalti. „Við áttum í smávegis byrjunarörðugleikum  og Morten bauðst til að aðstoða. Hann var ráðinn í þrjár vikur til þess verkefnis og náði að auka afköstin umtalsvert. Í kjölfarið buðum við honum stöðu framleiðslustjóra og í leiðinni Denise konu hans að vera hér í föstu starfi.“

...
Meira
Lionsfólk á Ísafirði í skötunni / bb.is.
Lionsfólk á Ísafirði í skötunni / bb.is.
1 af 2

„Hún er sterk. Menn voru látnir hafa fataskipti úti í bílskúr þegar heim var komið eftir pökkunina, eða úti, ef það var enginn bílskúr,“ segir Kári Þór Jóhannsson, Lionsmaður á Ísafirði, aðspurður um lyktina af skötunni þetta árið. Um helmingur skötunnar hjá Lions á Reykhólum í veislunni á Þorláksmessu kemur frá Lions á Ísafirði. „Óvenjugóður árgangur. Þeir sem hafa smakkað láta mjög vel af henni,“ segir hann.

...
Meira

Björgunarsveitin Heimamenn og Umf. Afturelding í Reykhólahreppi eru meðal þeirra sem hljóta samfélagsstyrki Orkubús Vestfjarða árið 2013. Björgunarsveitin fær 125 þúsund krónur og Afturelding 100 þúsund. Styrkir OV að þessu sinni nema alls 4,2 milljónum og deilast víða.

...
Meira
20. desember 2013

Grettislaug um hátíðarnar

Grettislaug á Reykhólum / ÁG.
Grettislaug á Reykhólum / ÁG.

Líkt og margt annað breytist tíminn hjá Grettislaug á Reykhólum um hátíðarnar. Opið verður um jólin og áramótin eins og fram kemur hér fyrir neðan. Halla forstöðumaður biður fyrir bestu jólakveðjur frá sér og hinum laugarvörðunum.

...
Meira
Heinrich Konrad Rasmus - betur þekktur sem Henni Rasmus.
Heinrich Konrad Rasmus - betur þekktur sem Henni Rasmus.
1 af 5

Hendrik Konrad Rasmus (Henni Rasmus) var landsþekktur tónlistarmaður á sinni tíð, spilaði í hljómsveitum og samdi og útsetti lög. Hann átti fjögur af tíu efstu lögunum í fyrstu danslagakeppninni sem fram fór á Íslandi árið 1939. Tvö þeirra hafa lifað góðu lífi allt til þessa dags, lögin Viltu með mér vaka í nótt og Anna Maja. Flestum lagasmíðum sínum fleygði hann í pappírskörfuna en sumum tókst fjölskyldu hans að bjarga þaðan. Henni Rasmus átti djúpar rætur á Reykhólum og sama var um seinni konu hans, Hrefnu Þórarinsdóttur. Nokkur af lögum Henna voru gefin út á nótnaheftum fyrir 1940 og önnur varðveittust í fórum Hrefnu konu hans, þar sem börn þeirra fundu lögin eftir að hún lést í fyrravor.

...
Meira
19. desember 2013

Til viðskiptavina Landsbankans

Vegna þess að næstu tvo miðvikudaga ber upp á jóladag og nýársdag færist þjónusta Landsbankans á Reykhólum til. Í staðinn verður hún föstudaginn 27. desember og fimmtudaginn 2. janúar með að öðru leyti venjubundnum hætti í húsakynnum Reykhólahrepps við Maríutröð og á Dvalarheimilinu Barmahlíð.

...
Meira
Finnur Árnason horfir út yfir Breiðafjörð í skammdegisgrámanum. Ljósm. hþm.
Finnur Árnason horfir út yfir Breiðafjörð í skammdegisgrámanum. Ljósm. hþm.
1 af 2

„Mér hefur verið mjög vel tekið, mér finnst fólk hér alúðlegt og hlýtt og sýna áhuga bæði á verksmiðjunni og mér, alls ekki neitt áhugaleysi eða hlutleysi,“ segir Finnur Árnason, sem tekinn er við starfi framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Þau Finnur og María H. Maack eiginkona hans hafa alltaf haft áhuga á því að búa úti á landi og reynt fyrir sér bæði á Sauðárkróki og Húsavík auk viðkomu í Ólafsvík eitt sumar. Þar var María útibússtjóri hjá Hafró en Finnur háseti á togara. „Þegar ég sá starfið hérna á Reykhólum auglýst hafði ég áhuga og sótti strax um og var svo heppinn að fá það,“ segir hann.

...
Meira

Heilsugæslan á Reykhólum verður lokuð á Þorláksmessu, sem ber upp á mánudag að þessu sinni. Hún verður opin með venjulegum hætti mánudaginn 30. desember.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31