Tenglar

Greinargerð sveitarstjóra vegna fjárhagsáætlunar Reykhólahrepps fyrir árin 2014 til 2017 er komin hér inn á vefinn. Þetta er nýmæli; slík greinargerð hefur a.m.k. ekki verið birt á seinni árum. Þarna eru útskýrðar ýmsar forsendur fjárhagsáætlunarinnar, samanteknar helstu niðurstöður fyrir árið 2014 og síðan fjallað um hvern lið fyrir sig, bæði í A-hluta og B-hluta. Gert er ráð fyrir því að samstæðan skili á þessu ári afgangi upp á ríflega 24 milljónir króna.

...
Meira
Samþykktin tekur m.a. til kanínuhalds í Reykhólahreppi lögum samkvæmt.
Samþykktin tekur m.a. til kanínuhalds í Reykhólahreppi lögum samkvæmt.

Samþykkt um búfjárhald í Reykhólahreppi, sem samþykkt var í sveitarstjórn og síðan staðfest í ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar núna í desember, er komin hér inn á vefinn (pdf-skjal). Hlutverk hennar er að tryggja skipulag, stjórnun og eftirlit með búfjárhaldi í lögsagnarumdæmi Reykhólahrepps. Sveitarstjórn, í samráði við skipulags-, bygginga-, húsnæðis- og hafnarnefnd, sem fer með málefni landbúnaðar skv. erindisbréfi, annast framkvæmdina.

...
Meira
Systkinin fjögur: Ásgerður Ásta, Soffía Sóley, Svanhildur Sjöfn og Daníel Rafn.
Systkinin fjögur: Ásgerður Ásta, Soffía Sóley, Svanhildur Sjöfn og Daníel Rafn.
1 af 3

Sjötta barnið sem bættist í hópinn í Reykhólahreppi á nýliðnu ári er stúlka sem fæddist 17. ágúst, dóttir Ebbu Gunnarsdóttur og Kjartans Daníelssonar sem þá bjuggu á Bakka í Geiradal en eru nú flutt norður í Miðfjörð. Stúlkan litla reyndist 4.545 grömm eða rúmar 18 merkur og 56 cm. Hún var skírð 30. nóvember og fékk nafnið Svanhildur Sjöfn. Fyrir eiga þau Ebba og Kjartan þrjú börn, Soffíu Sóley 15 ára, Ásgerði Ástu 6 ára og Daníel Rafn 4 ára.

...
Meira

Vegna fæðingarorlofs starfsmanns auglýsir skrifstofa Reykhólahrepps eftir ritara tímabundið í 56% starf til 1. maí 2015 eða í rúmt ár. Ritari hefur umsjón með almennri þjónustu við íbúa á skrifstofu sveitarfélagsins, svo sem:

...
Meira

Fyrir liggur að afgreiðsla Landsbankans verður ekki á Reykhólum í dag eins og til greina kom við frestunina í gær, enda eru veður og færi í héraðinu enn með afleitu móti. Núna er stefnt á miðvikudaginn í næstu viku (8. janúar), sem er venjubundinn Landsbankadagur á Reykhólum.

...
Meira
Alma Dóróthea með litlu langömmustelpuna sína.
Alma Dóróthea með litlu langömmustelpuna sína.
1 af 7

Fimmta barnið sem fæddist í hóp fólksins í Reykhólahreppi á nýliðnu ári er stúlka sem hlaut nafnið Emelía Karen Björnsdóttir. Hún leit ljós dagsins þann 8. júlí, dóttir Guðrúnar Guðmundsdóttur og Björns Fannars Jóhannessonar á Reykhólum, og reyndist 3.845 g eða 15,5 merkur og 56 cm. Litla stúlkan er eitt laufblaðið enn á flóknum ættarmeiði sem hefur verið frjósamur að undanförnu eins og hér kemur fram. Á síðustu myndinni eru þau systrabörnin Elvar Máni, fæddur 3. maí, og Emelía Karen.

...
Meira

Afgreiðsla Landsbankans verður ekki á Reykhólum í dag eins og til stóð. Veður í héraðinu er afleitt líkt og oft hefur verið síðustu vikurnar, bálhvasst og sums staðar slydduhraglandi en inni í sveit sér naumast út úr augum fyrir snjókomu. Hálkan er eftir þessu. Séð verður til hvort betur viðrar á morgun, föstudag, og hvort þá verður hægt að vera með afgreiðslu bankans á Reykhólum. Greint verður frá því hér á vefnum í fyrramálið.

...
Meira
Línurit yfir fjölda innlita í hverjum mánuði árið 2013 (Google Analytics).
Línurit yfir fjölda innlita í hverjum mánuði árið 2013 (Google Analytics).

Innlit (heimsóknir) á vef Reykhólahrepps á árinu 2013 voru 179.409 eða að meðaltali 492 á dag. Flettingar voru 637.065 eða að meðaltali 1.745 á dag. Þannig hefur innlitum fjölgað lítillega milli ára (úr 480 í 492 á dag eða um 2,5%). Flettingum hefur hins vegar fækkað lítillega (úr 1.801 í 1.745 eða um 3,1%) enda fækkaði fréttum milli ára úr 722 í 649 eða um 7,3%. Breytingar á innlitafjölda á nýliðnu ári vekja athygli.

...
Meira
31. desember 2013

Átta börn á einu ári

Auglýsing frá 1958.
Auglýsing frá 1958.

Ein af vinsælli gamanmyndum sem sýndar hafa verið hérlendis nefndist á íslensku Átta börn á einu ári. Hún var fyrst sýnd í Tjarnarbíói í Reykjavík árið 1958 og síðan öðru hverju í bíóum syðra næstu fimmtán árin og lengur úti á landi. Núna mætti nota þennan sama titil um börnin sem fæddust íbúum Reykhólahrepps á árinu sem er að kveðja: Átta börn á einu ári.

...
Meira

Jafnan eru margir sem vilja styðja Slysavarnafélagið Landsbjörg og einstakar björgunarsveitir með fjárframlögum, koma jafnvel á sölustaði flugelda og „versla“ án þess að taka flugeldana með sér. Hægt er að spara sér slíka ferð með því að millifæra inn á reikninga sveitanna. Hér eru reikningsupplýsingar fyrir þá sem vilja leggja inn á reikning Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi:

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31