Skuldir innan við þriðjungur þess sem heimilt er
Greinargerð sveitarstjóra vegna fjárhagsáætlunar Reykhólahrepps fyrir árin 2014 til 2017 er komin hér inn á vefinn. Þetta er nýmæli; slík greinargerð hefur a.m.k. ekki verið birt á seinni árum. Þarna eru útskýrðar ýmsar forsendur fjárhagsáætlunarinnar, samanteknar helstu niðurstöður fyrir árið 2014 og síðan fjallað um hvern lið fyrir sig, bæði í A-hluta og B-hluta. Gert er ráð fyrir því að samstæðan skili á þessu ári afgangi upp á ríflega 24 milljónir króna.
...Meira