Tenglar

Stafrænt dreifikerfi RÚV verður tekið í notkun í áföngum á þessu ári og nú er senn komið að Reykhólahreppi (380) og Búðardal (370 og 371). Eftir hálfan mánuð eða 3. febrúar verður skipt yfir í stafrænar útsendingar. „Ef þú býrð á þessum svæðum, ert ekki með myndlykil og notar loftnet, er ráðlegt að fara inn á þessar vefsíður til að fá nánari upplýsingar: www.ruv.is/stafraent, www.vodafone.is/sjonvarp/ruv eða www.sart.is, eða hringja í þjónustuver Vodafone í síma 1414,“ segir í tilkynningu frá markaðsdeild RÚV.

...
Meira

Þorrablót Reykhólahrepps verður haldið í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardaginn 25. janúar, á öðrum degi þorra, og undirbúningur kominn á fullan skrið. Lionsklúbburinn sér um matinn en hljómsveitin Span leikur fyrir dansi. Ekki er gefið upp frekar venju hver semur og flytur annálinn. Miðaverð er það sama og í fyrra eða kr. 5.500 í forsölu og kr. 6.000 við innganginn. Opnað er fyrir miðapantanir í dag, miðvikudag. Aldurstakmark er 18 ár.

...
Meira
Asbest getur leynst víða í eldri húsum.
Asbest getur leynst víða í eldri húsum.

Örn Elíasson læknir í Bandaríkjunum sendi vefnum póst í tilefni af frétt um Sæmundarhúsið á Reykhólum. Hann er ýmsum hnútum kunnugur á Reykhólum, fæddist þar árið 1951 og átti þar heima til ellefu ára aldurs, sonur Sigurðar Elíassonar tilraunastjóra. Örn segir að sér finnist það skylda sín að hafa samband út af þessu. Þar tilgreinir hann ákveðin fleiri hús á Reykhólum og í grennd þar sem asbest hafi einnig verið notað og segir að fara þurfi að öllu með mjög mikilli gát þegar verið sé að vinna við eða rífa hús þar sem svo er háttað.

...
Meira
Grettislaug á Reykhólum / ÁG.
Grettislaug á Reykhólum / ÁG.

Eins og fram kemur í gjaldskránni fyrir Grettislaug á Reykhólum hefur sveitarstjórn ákveðið að börn og unglingar upp að átján ára aldri þurfi ekki að borga fyrir að fara í sund. Fram að þessu hafa börn upp í fimm ára aldur farið frítt í sund á Reykhólum.

...
Meira

Reykhólahreppur auglýsir eftir umsjónarmanni félagsstarfs barna og unglinga á Reykhólum. Um er að ræða tólf klukkutíma á mánuði eða þar um bil. Starfið felst í umsjón með opnu húsi barna og unglinga tvo fimmtudaga í mánuði og utanumhaldi með félagsstarfi unglinga utan skólans. Nýr umsjónarmaður þarf að geta tekið við starfinu í næsta mánuði.

...
Meira
Þjóðvegurinn í austanverðum Ódrjúgshálsi á þurrum sumardegi.
Þjóðvegurinn í austanverðum Ódrjúgshálsi á þurrum sumardegi.

Í morgun þegar vegfarendur ætluðu yfir Ódrjúgsháls milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar var flutningabíll með tengivagn þversum á veginum í austanverðum hálsinum og lokaði honum. Hann virtist hafa spólað á leiðinni upp og bílstjórinn verið að bakka og misst vagninn út af öðrum megin. Reyndar var þetta áður en hann var kominn í mesta brattann. Bílstjórinn var sofandi þegar að var komið og virtist hafa verið þarna lengi.

...
Meira

Tilkynnt var núna í dag, að sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið umhverfisvottun frá vottunarsamtökunum EarthCheck. Þetta á sér langan aðdraganda, sem hófst árið 2010 þegar Ferðamálasamtök Vestfjarða ákváðu að stefna að því að fá EarthCheck-vottun fyrir Vestfjarðakjálkann í heild. Samtökin eru áströlsk og annast vottun samfélaga og ferðaþjóna og veita þeim umhverfismerki sem standast fyrirfram ákveðnar kröfur. Þau byggja á sterkum faglegum grunni og eru þróuð af fyrirtæki í eigu áströlsku ferðaþjónustunnar, ástralska ríkisins og háskóla. Um er að ræða stærstu rannsóknamiðstöð ferðamála í heiminum og markmið hennar er að stuðla að sjálfbærni í ferðaþjónustu.

...
Meira
14. janúar 2014

Sumarvinna í Grettislaug

Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Þó að enn sé langt í sumarkomu er því beint til áhugasamra, að tímabært er að sækja um sumarvinnu í Grettislaug á Reykhólum. Upplýsingar fást bæði hjá Hallfríði Valdimarsdóttur forstöðumanni Grettislaugar og á skrifstofu Reykhólahrepps.

...
Meira

Vegna veikinda verður afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum lokuð á morgun, miðvikudag. Viðskiptavinir geta hringt í útibúið á Patró í síma 410 4153 og við hjálpum eins og hægt er, segir í tilkynningu frá Landsbankanum, jafnframt því sem beðist er velvirðingar.

...
Meira

Síldin sem tilkynnt var um í Hvammsfirði reyndist vera smásíld, segir í Morgunblaðinu í dag. Hún er þar í umtalsverðu magni, samkvæmt mælingum Hafró, en ennþá er verið að reikna út magnið. „Þetta er örugglega síld, að minnsta kosti lítum við svo á þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum í samtali við Reykhólavefinn á aðfangadag. Hann og félagi hans, Jóhannes Haraldsson frá Kletti í Kollafirði, hafa lengi fylgst með lífríkinu í Breiðafirði, en Hvammsfjörður er einn af innfjörðum hans.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31