Flugeldasalan þokkaleg enn sem komið er
Fyrstu viðskiptavinirnir þegar flugeldasala Björgunarsveitarinnar Heimamanna hófst í húsi sveitarinnar að Suðurbraut 5 á Reykhólum í gærkvöldi voru bræðurnir Tindur Ólafur, Ketill Ingi og Kristján Steinn Guðmundssynir á Litlu-Grund ásamt föður sínum. Bragi Jónsson er umsjónarmaður flugeldamála hjá Heimamönnum sem fyrr. Hann segir að salan hafi gengið alveg þokkalega og núna um miðjan næstsíðasta dag ársins sé hún meiri en á sama tíma fyrir ári. Játvarður Jökull Atlason er Braga til aðstoðar við söluna eins og í fyrra og verður honum líka innan handar við flugeldasýninguna við áramótabrennuna eins og þá.
...Meira