Tenglar

Bragi Jónsson og bræðurnir Tindur Ólafur, Ketill Ingi og Kristján Steinn.
Bragi Jónsson og bræðurnir Tindur Ólafur, Ketill Ingi og Kristján Steinn.
1 af 2

Fyrstu viðskiptavinirnir þegar flugeldasala Björgunarsveitarinnar Heimamanna hófst í húsi sveitarinnar að Suðurbraut 5 á Reykhólum í gærkvöldi voru bræðurnir Tindur Ólafur, Ketill Ingi og Kristján Steinn Guðmundssynir á Litlu-Grund ásamt föður sínum. Bragi Jónsson er umsjónarmaður flugeldamála hjá Heimamönnum sem fyrr. Hann segir að salan hafi gengið alveg þokkalega og núna um miðjan næstsíðasta dag ársins sé hún meiri en á sama tíma fyrir ári. Játvarður Jökull Atlason er Braga til aðstoðar við söluna eins og í fyrra og verður honum líka innan handar við flugeldasýninguna við áramótabrennuna eins og þá.

...
Meira

Verslunin Hólakaup á Reykhólum verður opin fram til kl. 16 á morgun, gamlársdag. Hún verður síðan lokuð bæði á nýársdag og 2. janúar en opin með venjulegum hætti eftir það.

...
Meira
Kolbrún og Oddur á sumardegi við Bjarkalund í Reykhólasveit.
Kolbrún og Oddur á sumardegi við Bjarkalund í Reykhólasveit.

Kolbrún Pálsdóttir og Oddur Guðmundsson í Bjarkalundi báðu vefinn að koma á framfæri bestu hátíðakveðjum til fólksins í Reykhólahreppi og nærsveitunga. „Óskum ykkur innilega gleðilegra jóla og áramóta. Megi nýja árið reynast okkur öllum vel. - Kolla og Oddur.“

...
Meira
Björgunarsveitarmenn að störfum. Af Facebooksíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Af Facebooksíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Menn úr Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi og Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík fóru fyrir nokkru (17. des.) upp á Þröskulda til aðstoðar fólki sem sat þar fast í þremur bílum. Fólkið var flutt á gististað hjá Ferðaþjónustunni Þurranesi í Saurbæ en bílarnir skildir eftir. Þegar kom fram á morgun daginn eftir kom í ljós að fólkið var farið frá Þurranesi og hafði fengið far til að sækja bílana. Í einum bílnum var par sem kom svo aftur og gerði upp gistinguna en fólkið í hinum bílunum lét aldrei sjá sig né heldur heyra frá sér.

...
Meira
Björgunarsveitarmenn að störfum. Af Facebooksíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Af Facebooksíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Björgunarsveitir um land allt höfðu í nógu að snúast í veðuráhlaupinu mikla um jólahátíðina. Menn úr Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi voru á Þorláksmessukvöld og fram á morgun aðfangadags til aðstoðar mönnum frá Orkubúi Vestfjarða, bæði við að leita að bilunum á raflínum og skutla mönnum til og frá. Síðan fóru þeir á aðfangadag vestur á Klettsháls til hjálpar fólki sem þar sat fast í tveimur bílum.

...
Meira
Efri hluti bréfsins sem Ágústa póstlagði, ef svo má segja, fyrir rúmum 14 árum.
Efri hluti bréfsins sem Ágústa póstlagði, ef svo má segja, fyrir rúmum 14 árum.
1 af 7

Flöskuskeyti sem Ágústa Ýr Sveinsdóttir frá Skálanesi í Gufudalssveit „setti í póst“ á Sauðá á Vatnsnesi þegar hún var tíu ára gömul, eða fyrir fjórtán árum, kom í leitirnar í Trékyllisvík á Ströndum núna í haust. Það var tólf ára gamall piltur í Árnesi, Kári Ingvarsson, sem gekk fram á flöskuna þegar hann var að smala. „Mamma sendi mér skilaboð um að þetta flöskuskeyti hafi fundist. Þá var ég stödd í Nepal, þar sem ég var að fljúga svifvæng sem ég geri eins mikið og ég get í frítímanum mínum. Ég ákvað að senda honum póstkort til að þakka fyrir að senda mér bréfið aftur,“ segir Ágústa Ýr, sem núna um hátíðarnar er stödd heima á Skálanesi.

...
Meira
Ísing á raflínum / OV.
Ísing á raflínum / OV.

Með vaxandi vindi, lítið eitt hlýnandi veðri og talsvert mikilli úrkomu má reikna með vaxandi veðuráraun á línur á Vestfjörðum, Snæfellsnesi, í Dölum og við Hrútafjörð allt þar í kvöld að veður fer skánandi að nýju, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsneti. Í morgun var rafmagnslaust í Súðavík í skamma stund eftir að útsláttur varð á Súðavíkurlínu kl. 08.04. Línan var sett inn en einn fasi skilar sér ekki til Súðavíkur en búið er að setja varaafl í gang. Eins og staðan er núna er það eina varaaflstöðin sem er í gangi á Vestfjörðum, að sögn Halldórs V. Magnússonar, framkvæmdastjóra rafveitusviðs Orkubús Vestfjarða.

...
Meira

Vegna slæms veðurs og veðurspár verður afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum ekki opin í dag eins og áformað var. „Patreksfjarðarkonur eru tilbúnar að hjálpa eins og þær geta,“ segir Sóley Vilhjálmsdóttir í Nesi, starfsmaður bankans í Reykhólahreppi.

...
Meira
1 af 3

Núna þegar jólin ganga í garð í Reykhólasveit og víðar enn sem fyrr skal hér birt mynd úr blaði af Staðarkirkju á Reykjanesi og fólki í forgrunni, jafnvel þótt hún hafi verið tekin um hásumar og sé ekki alveg ný. Hún var tekin fyrir hartnær hálfri öld og textinn undir henni er á þessa leið: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, með hjónunum á Stað á Reykjanesi, Snæbirni Jónssyni og Unni Guðmundsdóttur. Gamla kirkjan á Stað í baksýn. Ný kirkja og glæsileg hefur nú verið reist á Reykhólum en gömlu kirkjunni á Stað mun samt verða haldið við. Hefur farið fram viðgerð á henni í sumar. Staðarkirkja er nú 100 ára gömul og hafa vinir kirkjunnar efnt til fjársöfnunar til þess að halda henni við. – Snæbjörn á Stað býr þar stórbúi, hefur yfir 400 fjár og 7 kýr.

...
Meira
Reykhólakirkja á lygnum vetrardegi.
Reykhólakirkja á lygnum vetrardegi.

Útlit er fyrir hvassviðri og slæma færð næstu daga og ljóst að helgihald í Reykhólaprestakalli þarf að taka mið af því, líkt og fleira. „Enginn ætti að hætta sér út í óveður og ófærð þessa daga. Fólk er því beðið um að fylgjast með fréttum af helgihaldi á heimasíðu prestakallsins og facebooksíðu prestsins,“ segir sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Reykhólaprestakalli.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31