Tenglar

Tóft við Einireyki.
Tóft við Einireyki.

Svolítil orðaskipti á Facebook fyrir nokkru urðu til þess að ég kasta þessu fram núna þegar ljóst er orðið að ég er ekki einn um áhugann á málinu. Þar sem engar heimildir eru þekktar um gerð, stærð eða staðsetningu virkisins á Reykhólum þurfa sagnfræðingar og fornleifafræðingar að skoða þau mál. Mín hugmynd er þessi (svo er annarra að koma með breytingatillögur):

...
Meira

Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins, að núna um áramótin hafi ráðuneytið yfirfarið, staðfest og birt 49 af þeim 52 samþykktum um stjórn og stjórnsýslu sveitarfélaga sem það fékk sendar árið 2013. Þarna er um að ræða tvo þriðju allra sveitarfélaga á landinu, sem eru samtals 74. Reykhólahreppur var eina sveitarfélagið á Vestfjörðum þar sem gengið var frá samþykktinni innan tilskilins frests, sem rann út fyrir liðlega hálfu ári. Meðal þeirra sem höfðu ekki sent ráðuneytinu nýjar samþykktir fyrir áramót „eru flest fámennustu sveitarfélögin en líka nokkur fjölmenn og öflug sveitarfélög“, segir þar.

...
Meira
Horft vestur Reykjanesið.
Horft vestur Reykjanesið.
1 af 3

Ekki er snjónum fyrir að fara á Reykhólum og þar í grennd fremur venju, núna þegar mörsugur er senn að kveðja (bóndadagur og þorrabyrjun eru á föstudag). Er það sem einhverjum sýnist, að votti fyrir grænni slikju á túninu austan við Hellisbrautina - mynd nr. 2?

...
Meira

Hjalti [Hafþórsson] hefur þegar byrjað undirbúning þriðja og síðasta hluta verkefnisins, sem einnig er sá umfangsmesti. „Það er smíði á haffæru skipi að fyrirmynd skipa sem voru notuð til millilandasiglinga. Þetta er mjög stórt skip, 15 metra langt. Ég hef ekki lokið við að fjármagna það verkefni þannig að of snemmt er að segja til um hvenær það fer af alvöru af stað,“ segir hann. Þessu til viðbótar hefur Hjalti fengið nokkuð af beiðnum um að halda fyrirlestra um bátasmíðina og bátagerðir fyrr á öldum, sem gefa innsýn í hvernig Íslendingum tókst að byggja upp land og lifa af.

...
Meira

Stefán Magnússon sagði upp sem íþróttakennari við Salaskóla vegna óánægju með aðbúnað kennarastéttarinnar og framkomu yfirvalda í garð hennar. Dropinn sem fyllti mælinn var þegar íþróttakennurum var gert að gangast undir grunnskólapróf í sundi og eftir að Stefán neitaði átti að meina honum að kenna sund þrátt fyrir að hafa réttindi til þess. Stefán er nú annar umsjónarmanna líkamsræktarstöðvarinnar Sporthúsið Gull þar sem hann hefur meiri réttindi og hærri laun.

...
Meira

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, verður ræst í sjöunda sinn miðvikudaginn 5. febrúar. Þessi viðburður höfðar til allra landsmanna og gefst kostur á að taka þátt í vinnustaða-, grunnskóla- og einstaklingskeppni, þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið.

...
Meira

Afrakstur Lionsklúbbsins í Reykhólahreppi af bóksölunni fyrir jólin og skötuveislunni á Reykhólum á Þorláksmessu var samtals rétt um 175 þúsund krónur. Þar af gerðu bækurnar um 110 þúsund og skatan um 65 þúsund. Eins og undanfarin ár lét verslunin Hólakaup á Reykhólum sölulaunin vegna bóka frá Vestfirska forlaginu renna óskert til Lions og sama gilti um jólamarkaðinn í Króksfjarðarnesi. Í búðinni voru aðeins nýjar bækur frá forlaginu en á markaðnum voru líka eldri bækur.

...
Meira
Frímerkið nýja.
Frímerkið nýja.
1 af 2

Reykhólar eru sagðir vera sá þéttbýlisstaður á Íslandi þar sem mestar líkur eru á því að sjá haförn á sveimi. Núna hefur verið gefið út frímerki í tilefni þess að 1. janúar var öld liðin frá því að haförninn var alfriðaður hérlendis, fyrstur allra fugla. Jafnframt varð Ísland þá fyrsta landið í heiminum til að friða örninn - eða örnina, eins og sagt er í sumum héruðum og telst alveg jafngilt. Þegar örninn var friðaður höfðu um nokkurn tíma staðið yfir skipulagðar ofsóknir gegn honum, einkum vegna skaðsemdar í æðarvarpi. Allt fram til 1905 voru veitt verðlaun fyrir hvern drepinn örn. Auk þess varð útburður á eitruðum dýrahræjum til refadráps erninum að fjörtjóni.

...
Meira
Hulda Brá og Unnur Þórdís.
Hulda Brá og Unnur Þórdís.
1 af 4

Áttunda og síðasta barnið sem bættist í hóp íbúanna í Reykhólahreppi á nýliðnu ári fæddist á öðrum degi jóla og hafði þá látið bíða eftir sér í tíu daga. Það er stúlka sem strax við fæðingu var nefnd Unnur Þórdís, dóttir Önnu Gretu Ólafsdóttur skólastjóra á Reykhólum og Bjarna Jóhannessonar. Fyrir eiga þau Anna Greta og Bjarni tvær dætur, þær Heiðu Láru, sjö ára, og Huldu Brá, tveggja ára. Eins og alþjóð veit prjónar oddviti Reykhólahrepps peysur á öll börn sem fólkið í sveitarfélaginu hennar færir í heiminn og bætir þar með á íbúaskrána.

...
Meira

Í óveðurskaflanum á undanförnum vikum hefur iðulega þurft að beina umferð um Strandir þar sem vegurinn um Þröskulda var ófær. Þetta gerðist á sama tíma og bílar komust yfir Steingrímsfjarðarheiði þar sem vegurinn liggur þó hærra. Jón Hörður Elíasson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík, segir það sitt mat að vegurinn um Þröskulda liggi of lágt í landinu og þyrfti að vera meira uppbyggður. Þetta eigi sérstaklega við tvo staði, annan Gautsdalsmegin og hinn Arnkötludalsmegin.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31