Tenglar

14. júní 2021

17. júní í Bjarkalundi

Hátíðahöld verða í Bjarkalundi fimmtudaginn 17. júní.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði og hefst kl. 14.

 

Dagskráin:

  • skrúðganga
  • ávarp fjallkonu
  • blöðrur og sælgæti til sölu
  • andlitsmálun fyrir börnin
  • leikir fyrir börn og fullorðna - hoppukastalar
  • glæsilegt kaffihlaðborð að hætti Bjarkalundar

Kaffihlaðborðið kostar kr. 2000.- og kr. 1000.- fyrir 12 ára og yngri.

 

Allir hjartanlega velkomnir.

Bjarkalundur og Kvenfélagið Katla

 

14. júní 2021

Viðgerð á bátnum Sindra

Hafliði Aðalsteinsson við Sindra, mynd af vef Bátasafns
Hafliði Aðalsteinsson við Sindra, mynd af vef Bátasafns

Um helgina var Sindri færður úr uppsátri sínu og í hús Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum þar sem Hafliði Aðalsteinsson, skipasmíðameistari og formaður sýningarinnar, mun vinna að viðgerð bátsins.

 

Nánar á http://www.batasmidi.is/blog/2021/06/14/809003/

Feðgarnir Addi og Eldur, mynd af fb.
Feðgarnir Addi og Eldur, mynd af fb.

Eldur Snær Arnþórsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður íþróttamannvirkja.

Hann er sonur Adda í Reykhólabúðinni, svo hann hefur góða tengingu við staðinn.

Eldur er boðinn velkominn til starfa.

 Samkvæmt fréttum frá Íslenska gámafélaginu verða flokkunartunnurnar losaðar í fyrsta sinn á eftirfarandi tíma:

 

Grænu tunnurnar,   15. - 16. júní.

Brúnu og gráu tunnurnar,  21. - 22. júní.

Eftir það verður losun eftir dagatali sem verður dreift innan skamms.

 

Hér á síðuna eru komnar flokkunartöflur sem eru aðgengilegar hér og þar eru greinagóðar upplýsingar um hvað á að fara í hverja tunnu.

 

Á síðu Íslenska gámafélagsins eru líka upplýsingar og leiðbeiningar sem koma að góðu gagni.

 

Hér eru ennfremur nokkrar vörur sem gámafélagið selur til að kljást við veður og vind.

https://gamafelagid.is/vara/teygja-lokfesting-a-tunnur/

https://gamafelagid.is/vara/veggfesting-fyrir-tunnu/

https://www.bmvalla.is/vorur/gardeiningar/sorptunnuskyli/

 

Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Jóhanna Ösp Einarsdóttir
1 af 2

Tómstundastarfi með ungmennum í sveitarfélaginu hefur verið sinnt af miklum metnaði undanfarin missiri. Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi hefur stýrt því og verið óþreytandi að vekja áhuga unglinganna á fjölbreytilegustu hlutum.

 

Hún hefur líka verið lánsöm með samstarfsfólk, sem hefur náð vel til krakkanna og jafnframt verið samstilltur hópur. Jóhanna eignar þessum hóp góðan árangur í tómstundastarfinu og birti þessa færslu á facebook:

 

Mannauður er eitthvað sem er ekki sjálfsagt mál, en mig langar að segja ykkur frá frábæra fólkinu mínu sem hefur komið að því að skipuleggja einstakt tómstundastarf fyrir börn í Reykhólahreppi.

 

Það er ekki sjálfsagt mál að svo mikið úrval íþrótta og tómstunda standi til boða eins og hefur verið í Reykhólahreppi undanfarinn vetur. Með samstilltu átaki ungmennafélagsins og tómstundastarfs sveitarfélagsins höfum við náð að bjóða upp á samfellt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn á öllum aldri!!!

 

En það er einmitt þessu frábæra starfsfólki fyrir að þakka að við höfum náð að bjóða upp á:

-Hestamennsku

-Rugby

-Körfubolta

-Fótbolta

-Fimleika

-Dans

-Bootcamp

-Dungeons and Dragons

 

Ásamt hefðbundnu vel sóttu tómstundastarfi í félagsmiðstöðinni og leggjum við áherslu á að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

Við höfum nokkurnvegin náð að halda dampi á öllum stöðvum þrátt fyrir covid og þar hafa starfsmenn verið einstaklega sveigjanlegir með því að hafa auka æfingar eftir lokanir eða félagsmiðstöðvar helgi.

 

Þetta er ekki sjálfsagt mál að starfsfólkið sé svona tilbúið að sveigja fram og til baka fyrir börnin í Reykhólahreppi. En það er einmitt málið að allt starfsfólkið er að setja hjarta sitt í starfið fyrir krakkana sem það stunda. Starfsfólk hefur meira að segja lagt sig fram við að tileinka sér ný áhugamál til að mæta börnum sem ekki voru að finna sig í tómstundastarfinu og það er alvöru metnaður!

 

Auðvitað er samstarf við ungmennafélagið forsendan fyrir því að svona vel gekk en það sem mig langar að gera með þessum pósti er að þakka starfsfólkinu fyrir sitt framlag! Ég er þakklát fyrir hönd barnanna minna, fyrir hönd annarra barna og ég er innilega þakklát því að fá svona öflugt fólk til að halda uppi svona frábæru starfi eins og raunin er hér um slóðir!

 

 Þarna má sjá mynd af síðustu fótboltaæfingu vetrarins þar sem voru 18 börn saman komin. Það er kannski ekki há tala en þegar það eru 36 börn í skólanum og æfingin er bara fyrir 10 ára og eldri þá er þetta orðið ansi hátt hlutfall og ég er ekki viss um að það finnist félagsmiðstöð sem er með hærra mætingahlutfalli en hér um slóðir.

 

Svo takk!

Sjöfn Sæmundsdóttir

Dóróthea Sigríður Unnsteinsdóttir

Styrmir Sæmundsson

Jamie Lee

Tristan Tessier

Þið eruð alveg meðetta!!!

 

 

Handverksmarkaðurinn í Króksfjarðarnesi verður opnaður á morgun, 7. júní kl. 10. Hann verður opinn alla daga í sumar milli kl. 10 og 18, eins og undanfarin ár.

 

Úrval handunninna vara hefur aldrei verið meira og nú njóta þær sín enn betur því húsnæðið er orðið rýmra en áður.

 

Auk hins fjölbreytta handverks eru veitingar seldar eins og verið hefur og góð aðstaða til að tylla sér niður og njóta þeirra.

 

 

Nýtt íbúðarhús var reist í síðustu viku á Reykhólum. Það eru hjónin Hrefna Jónsdóttir og Bergþór Olivert Thorstensen sem eru að byggja 145m2 einingahús.

 

Á þriðjudag fyrir réttri viku hófu smiðirnir að reisa húsið og á sunnudag var það frágengið að utan, en innréttingar eru allar eftir.

 

Athygli vekur hvað snyrtilegt er kringum þessa nýbyggingu, engir jarðvegshaugar og lítið af efnisafgöngum.

 

Það var í frásögu fært að þeir sem unnu við að steypa grunninn undir húsið eru hvorki viðvaningar eða unglingar, meðalaldur rétt undir 70 árum. Þessir steypujaxlar eru Grundarbræður, þeir Guðmundur og Unnsteinn, Jón Árni faðir Hrefnu, og Guðlaugur steypumeistari.

 

Ef horft er eftir Hellisbrautinni er ekki gott að átta sig á hvaða hús er nýja húsið, svo vel fellur það að götumyndinni.

Glöggir menn sjá að myndirnar eru ekki í tímaröð og myndasmiðirnir eru nokkrir.

 

Í tilefni af því langar okkur í Hótel Bjarkalund að bjóða alla hjartanlega velkomna í mat og drykk á afsláttartilboði.

Afsláttartilboðið verður alla helgina, eða frá laugardegi og til með mánudags.

 

Bestu kveðjur

 

Starfsfólk Hótel Bjarkalundar

28. maí 2021

Losun rotþróa

Hreinsitækni stefnir á að fara um Reykhólahrepp í júní/júlí í sumar og tæma rotþrær.

Þeir sem þurfa á slíkri þjónustu að halda, vinsamlegast hafi samband við skrifstofu Reykhólahrepps í síma 430-3200 eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is  sem fyrst.

Námskeiðin verða á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 8. júní - 1. júlí. Dagana 16. - 19. júlí verða þau mánudag til fimmtudags.

Hópaskipting verður í grófum dráttum 1. - 3. bekkur og 4. - 6. bekkur. Námskeiðastjórnendur verða í góðu sambandi við leikskólann og fá elstu krakkarnir þar að koma sem gestir á námskeið.

Dgskrá:

  • börnin mæta milli kl. 9:00 og 9:30
  • formleg dagskrá hefst   kl.  9:30
  • hádegisverður              -    11:45
  • dagskrá lýkur               -    15:00

Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráningu má finna hér og á flipanum Tómstundastarf hér til vinstri.

 

Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30