Tenglar

1 af 2

Þann 5. maí verður opinn kynningarfundur um haf- og strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum. 

Nánari upplýsingar koma síðar.

1 af 2

Reykhólabúðin verður opnuð miðvikudaginn 28. apríl kl. 16.

Það verður opið til kl. 20 fyrsta opnunardaginn, annars verður búðin opin 11 til 18 alla virka daga og 10 til 14 á laugardögum. Lokað verður á sunnudögum.

 

Eigendur bjóða alla hjartanlega velkomna, að skoða búðina og heimsækja nýja kaffirýmið sem er öllum opið, það verður boðið upp á kaffi og smá veitingar á opnunardaginn, og kaffið verður ávallt frítt á könnunni í Reykhólabúðinni.

 

Fólk er hvatt til að fylgjast með Reykhólabúðinni á fb. og deila til þeirra sem þið haldið að vilji fylgjast með á fb.síðunni, hún verður vonandi notuð til að koma á framfæri ýmsum tilkynningum, vöruúrvali, óskum um hvað fólk vill hafa til sölu í búðinni o. s. frv.

 

Helga og Addi vilja vera í góðu sambandi við viðskiptavinina og segja; verið óhrædd við að senda okkur skilaboð eða comment á fb. síðunni. Við hlökkum til að sjá ykkur í Reyhólabúðinni, við gerum þetta saman og höfum gaman!

 

Vegna veikinda er afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum lokuð í dag, 26. apríl.

mynd, Víkurfréttir
mynd, Víkurfréttir

 Minnt skal á fyrri tilmæli sveitarstjórnar Reykhólahrepps á þessum árstíma, að tekið sé fyllsta tillit til fugla á varptímanum. Ekki síst er fólk beðið að vera alls ekki með lausa hunda í varplandi og gæta þess að kettir séu ekki lausir á flandri.

 

Eldri áminningar eru hér og hér.

 

Reyndar er allur Reykhólahreppur eitt allsherjar varpland. Hvort sem litið er til lands eða eyja er héraðið eitthvert fjölbreyttasta búsvæði fugla hérlendis og fuglalífið ein af helstu dásemdum þess.

 

Þá er því beint til hundaeigenda sem eru með hunda sína úti við á Reykhólum, að þrífa upp eftir þá. Fyrir skömmu þurfti starfsfólk leikskólans að hreinsa hundaskít af leikskólalóðinni í nokkur skipti, slíkt er með öllu óásættanlegt.

 

20. apríl 2021

Lyfja, útibú Búðardal

Afgreiðslutími Lyfju í Búðardal breytist 1. maí, þá verður opið milli kl. 11 og 16 alla virka daga.

 

Sjá auglýsingu hér

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu á Reykhólum.


Umsóknarfrestur er til og með 1. maí.

 

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest

 

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Aðalfundur björgunarsveitarinnar Heimamanna verður haldinn í húsakynnum björgunarsveitarinnar að Suðurbraut 5, þriðjudaginn 20. apríl 2021.

Fundurinn hefst kl. 20:00.

 

 Dagskrá:

Almenn aðalfundarstörf.

 

 Stjórnin

 

Umhverfisdagurinn fer fram 24. apríl næstkomandi á stóra plokkdeginum sjálfum. Við ætlum að hittast upp í Reykhólaskóla klukkan 11 og fá poka til að tína í og skipta okkur svo upp og tína í þorpinu og gera fínt í kringum okkur, við ætlum að leggja áherslu á meðfram vegum en samt reyna að  taka auðvitað allt svæðið.

 

Þó svo að skipulagða dagskráin fari fram í þorpinu er öllum sveitungum velkomið að koma og einnig eru bændur hvattir til að taka til á sínum bæjum, við þurfum að vera saman í þessu!  

 

Umhverfisnefnd býður svo í pulsugrill um 1 leitið og verður gætt að öllum reglum um smitvarnir. Við skiptum grillinu upp í 2 hópa og pössum fjöldatakmörkun, ef extra góð mæting verður erum við viðbúin að tækla það með covit reglur í huga.

Við hlökkum til að sjá sem flesta
Umhverfisnefndin

 

 

Indiana Svala Ólafsdóttir, mynd Sigurður Bogi Sævarsson
Indiana Svala Ólafsdóttir, mynd Sigurður Bogi Sævarsson
1 af 5

Hér í sveit hefur ekki þótt sérstakt tiltökumál að konur sinni hvers kyns störfum sem inna þarf af hendi, til jafns við karla.

 

Í Mogganum í gær var fjallað um 90 ára afmæli vörubílastöðvarinnar Þróttar í Reykjavík og þar kom fram að á afmælisárinu gekk fyrsta konan í félagið.

 

Þessi kona á reyndar ættir að rekja að Reykhólum. Hún heitir Indiana Svala Ólafsdóttir, faðir hennar er Ólafur Þór Erlingsson, sonur Erlings og Indu á Reykhólum.

 

Þau feðgin eru saman í vörubílaútgerðinni, með 2 bíla. Þau eru bæði alin upp frá blautu barnsbeini við vörubílaakstur, Óli var ekki gamall þegar hann fór að sitja í bílnum hjá pabba sínum og Indíana segist hafa verið tveggja ára þegar hún fór að sitja í bílnum hjá föður sínum.

 

Erlingur hefur átt vörubíla í yfir 50 ár og á að baki nokkuð marga ekna kílómetra. Í liðlega aldarfjórðung var hann í snjómokstri á veturna, frá Reykhólum að Gilsfirði og vestur í Kollafjarðarbotn. Síðustu árin sem Erlingur var við mokstur, var hann aldursforseti á landinu í hópi þeirra sem önnuðust vetrarþjónustu fyrir Vegagerðina, sama máli gegndi um Benzann. Það var samt ekki hægt að merkja á vinnubrögðum að maður eða bíll væru neitt farnir að láta sig.

 

Þá er þess ógetið að Indiana eldri - þær eru alnöfnur - hefur gripið í að keyra vörubíla. Hún leysti Erling af ef þess þurfti og um tíma áttu þau 2 vörubíla, annar var þá stundum í vegavinnu og hinn notaður á sama tíma við flutning á sláturfé. Þá kom sér vel að hafa 2 bílstjóra.

 

 

 

Grettislaug er opin frá og með 15. apríl, með takmörkunum þó, skv. nýjum reglugerðum sem finna má neðst í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

 

Sund- og baðstöðum er heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða.

 

Grettislaug er opin 17:00 - 21:00

mánud., þriðjud., fimmtud. og föstud.


laugardaga 14:00 - 18:00 


miðvikudaga og sunnudaga er lokað 

 


 

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30