Aðalfundur Samtaka eigenda sjávarjarða
Aðalfundur Samtaka eigenda sjávarjarða verður haldinn að Hótel Fransiskus, Stykkishólmi, laugardaginn 29. maí 2021 og hefst hann kl. 14:00.
Sjá á heimasíðu samtakanna hér:
Aðalfundur Samtaka eigenda sjávarjarða verður haldinn að Hótel Fransiskus, Stykkishólmi, laugardaginn 29. maí 2021 og hefst hann kl. 14:00.
Sjá á heimasíðu samtakanna hér:
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir hefur verið ráðin í starf skrifstofustjóra Reykhólahrepps til eins árs, í stað Guðrúnar Guðmundsdóttur sem hefur fengið árs leyfi. Hún tekur við störfum um næstu mánaðamót.
Ásta Sjöfn býr eins og mörgum er kunnugt á Litlu - Grund, ásamt manni sínum Guðmundi Ólafssyni. Hún kom upphaflega hingað ráðin kennari við Reykhólaskóla og hefur starfað síðan sem grunnskólakennari og skólastjóri um skeið við skólann.
Ásta er ágætlega kunnug málefnum sveitarfélaga, því hún sat í sveitarstjórn Reykhólahrepps árin 2010 – 2014 og í nefndum og ráðum.
Hún hefur síðustu 3 ár starfað sem þjónustufulltrúi hjá Landsbanka Íslands.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matvælasjóð. Þetta er í annað sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun.
Matvælasjóður mun fá 250 milljón króna viðbótarframlag á þessu ári og er heildarúthlutunarfé sjóðsins alls 630 milljónir króna. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.
Áhersla sjóðsins er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu og hliðarafurða um land allt. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.
Sjóðurinn hefur fjóra flokka:
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér heimasíðu sjóðsins, www.matvælasjóður.is en þar má finna handbók Matvælasjóðs, upplýsingar um umsóknir og allar nánari upplýsingar um sjóðinn. Í þessari annarri úthlutun hefur verið unnið að því að einfalda og skýra umsóknarferlið, handbók fyrir umsækjendur hefur verið uppfærð og skerpt á áherslum sjóðsins.
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2021.
Nú gildir sérstakur íþrótta- og tómstundarstyrkur á sumarnámskeið!
Börn sem koma af tekjulægri heimilum og eru fædd á árunum 2005-2014 geta fengið 45.000 krónur í sérstakan íþrótta- tómstundarstyrk. Kannaðu rétt þinn á https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2021 - en hægt er að fá endurgreitt fyrir iðkun frá september 2020.
You can now use the special leisure activity grant this summer!
If your child is between 6 and 15 years of age, he or she could be entitled to a special activity grant of ISK 45.000. Application deadline is July 31. 2021 and you can get the grant for activities registered after September 2020. You will find further information about the grant below.
https://www.mcc.is/tomstundir-enska/
Teraz dotacja na zajęcia sportowe i rekreacyjne może zostać wykorzystana również na zajęcia letnie!
Dzieci z rodzin o niższych dochodach, urodzone w latach 2005-2014 mogą otrzymać 45.000 kr. dotacji na zajęcia sportowe i rekreacyjne. Sprawdź czy jesteś uprawniony do skorzystania z dotacji https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs. Okres składania wniosków upływa z dniem 31 lipca 2021. Dotację można przeznaczyć na zwrot za rachunki obejmujące zajęcia od września 2020 roku.
Dokładniejsze informacje uzyskasz w swojej gminie zamieszkania
https://www.mcc.is/tomstundir-polska/
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá þínu sveitarfélagi eða hér að neðan.
Soffía Guðrún Guðmundsdóttir
félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps
Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík
Sími: 451-3510
Vestfjarðastofa leitar að nemum með áhuga og þekkingu á skipulagsmálum, umhverfismálum, gagnasöfnun og miðlun gagna.
Störfin sem auglýst eru snúa að kortlagningu og greiningu innviða á Vestfjörðum, söfnun og miðlun gagna því tengt. Jafnframt vinna með gagnasöfn og skráningu á vef.
Meðfylgjandi er tengill þar sem Vestfjarðastofa auglýsir eftir sumarstarfsmönnum.
https://www.vestfirdir.is/is/vestfjardastofa/frettir/viltu-eyda-sumrinu-a-vestfjordum
Orðsending frá slökkviliðsstjóra
Hér fyrir neðan er tilkynningin frá almannavörnum varðandi hættustigið. Þetta á einnig við svæði Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda sem snýr að Breiðafirði ásamt eyjunum.
Það kemur meðal annars fram að öll meðferð opins elds er bönnuð. Það á við um allt frá sinubruna, brennum og varðeldum eða litlum einnota grillum en einnig við um alla heita vinnu með gaseld, slípurokka og annað sem gefur af sér eld eða neista.
Einnig þarf að fara varlega með alla aðra hitagjafa frá ýmsum vélum svo sem dráttarvélum, sláttuorfum og jafnvel bílum.
https://www.almannavarnir.is/frettir/haettustig-vegna-haettu-a-grodureldum/
Kveðja
Ívar Örn Þórðarson
Slökkviliðsstjóri Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda.
Sími 8551658
Til kattaeigenda á Reykhólum.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti vorið 2020 bókun þess efnis að lausaganga katta væri bönnuð í þéttbýlinu Reykhólum yfir varp- og uppeldistíma fugla frá 1. apríl - 1. september ár hvert.
Sveitarstjórn telur brýnt að vernda fuglalíf á Reykhólum sem hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og fuglaskoðara.
Reykhólahreppur samdi nýverið við Íslenska Gámafélagið um sorpþjónustu í sveitarfélaginu. Með samningnum verður tekið upp svokallað þriggja tunnu kerfi sem felur í sér að íbúar flokka heimilissorp í þrjár tunnur við heimili.
Við upphaf samnings fær hvert heimili í sveitarfélaginu þrjú ílát undir sorp, græna tunnu fyrir endurvinnanleg hráefni sem verða flokkuð frekar og send til endurvinnslu, brúna tunnu fyrir lífrænan eldhúsúrgang til jarðgerðar og gráa tunnu fyrir almennt sorp til urðunar.
Samkvæmt samningi mun Íslenska Gámafélagið sjá um undirbúning og framkvæmd verkefnisins ásamt því að miðla fræðslu til íbúa. Útbúin verður flokkunarhandbók með ítarlegum upplýsingum um flokkun og endurvinnslu sem dreift verður á hvert heimili í sveitarfélaginu. Einnig verða haldnir opnir kynningarfundir um framkvæmd verkefnisins þar sem íbúum gefst kostur á að koma með fyrirspurnir um verkefnið. Lagt verður allt kapp á að leysa þau vandamál sem upp kunna að koma í samvinnu við íbúa Reykhólahrepps.
Nánari dagsetningar verða kynntar síðar er reiknað er með að breytingarnar taki gildi um og við mánaðarmótin maí -júní.