Tenglar

Ársreikningur Reykhólahrepps og stofnana 2020, var lagður fram á fundi sveitarstjórnar í gær.

 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 668 millj. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 496,8 millj. 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 28,2 millj., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 34 millj.  samkvæmt rekstrarreikningi. 

 

Heildareignir sveitarfélagsins námu 675,9 millj.  og heildarskuldir 198,2 millj. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 477,7 millj. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 375,1 millj. 

 

Rekstrarniðustaða A og B hluta sveitarsjóðs hefur því batnað um rúmlega 80 millj. milli ára. Heildarskuldir hafa lækkað um 58,3 millj. á sama tíma. Eigið fé stendur nokkurn veginn í stað, að teknu tilliti til verðbreytinga.

 

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólasetur Vestfjarða halda opinn kynningarfund um málefnið þar sem íbúar á Vestfjörðum eru hvattir til að taka þátt. Fundurinn er 5. maí, kl. 16 - 18.

 

Á fundinum flytur Maria Wilke doktorsnemi í skipulagsfræði erindi um Haf- og strandskipulag og mikilvægi þátttöku íbúa í skipulagsferlinu og kynningu þess.

 

Farið verður yfir núverandi stöðu skipulagsmála á Vestfjörðum og boðið uppá spurningar og svör.

Fundurinn er opinn öllum og fer erindi Mariu fram á ensku.

Mikilvægt er að skrá sig hér: https://eu01web.zoom.us/…/u5Eld…

 

Reykhólahreppur auglýsir sumarstörf fyrir námsmenn sumarið 2021


Sumarstarf fyrir námsmann í háskólanámi:


Starfið felur í sér stefnumótun í frístundastarfi barna og unglinga í sveitarfélaginu. Starfsmaður kemur að utanumhaldi sumarnámskeiða, stefnumótun um sumarvinnu ungmenna, tómstundastarfi unglinga og undirbúning á frístundastarfi næsta vetur.


 


Sumarstarf fyrir námsmann í framhaldsskóla: 


Starfið felur í sér aðkomu að frístundastarfi barna og unglinga í sveitarfélaginu. Starfsmaður hefur aðkomu að tómstundastarfi barna og unglinga.


 



...
Meira

Reglusamur aðili sem starfar hjá Reykhólahreppi óskar eftir herbergi til leigu í sveitarfélaginu sem fyrst, eða húsnæði til kaups. Verðhugmynd 15 - 25 millj.

Bogi, gsm 787 4922

Dalli við bekkinn á leikskólalóðinni
Dalli við bekkinn á leikskólalóðinni

Leikskólanum Hólabæ var færð myndarleg gjöf, útiborð og bekkur í barnastærð. Það var Guðjón Dalkvist -Dalli- sem smíðaði bekkinn og gaf. Dalli er óþreytandi að víkja góðu að ungu kynslóðinni, en hann hefur um árabil fært 4. bekkingum Reykhólaskóla badmintonspaða að gjöf. 

Meðfylgjandi mynd tók Sonja Dröfn Helgadóttir þega Dalli afhenti bekkinn.

Mánudaginn 3. maí verður Reykhólabúðin lokuð vegna jarðarfarar.

Á þriðjudaginn verður svo opið á auglýstum tíma.

Matvælastofnun óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast í sveitarfélaginu, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis.

 

Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is.

 

 Sjá einnig frétt okkar um aukið viðbúnaðarstig.

 https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/aukid-vidbunadarstig-vegna-fuglaflensu

 

 

 

Það er komið hér inn á síðuna neðst undir umsóknir og reglur, umsóknareyðublað fyrir vinnuskólann og skilmálar skólans.

Umsóknarfrestur er til 15. maí.  

Leikskóladeild Reykhólaskóla, Hólabær, auglýsir laust til umsóknar starf ræstitæknis og starfsmanns/leiðbeinanda, samtals 40%.

 

Vinnutími er frá kl 14:00 - 17:00 eða samkvæmt samkomulagi.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 

Umsóknarfrestur er til 14. maí en ráðið er í stöðuna frá 9. ágúst næstkomandi. Mögulegt er að byrja fyrir sumarlokun sem er frá og með 2. júli.

 

 Umsóknum skal skilað til Sonju Drafnar Helgadóttur, leikskólastjóra á netfangið: leikskoli@reykholaskoli.is

Upplýsingar um starfið veitir leikskólastjóri, í síma 434-7832 eða á netfangið leikskoli@reykholaskoli.is

 

 Nánar í Laus störf hér til vinstri.

 

1 af 7

Á Reykhólum hefur ekki verið opin verslun í nærri 7 mánuði. Eins og nærri má geta hefur það haft í för með sér óþægindi og óhagræði fyrir fólkið á svæðinu.

 

Í gær opnuðu þau Helga Guðmundsdótttir og Arnþór Sigurðsson verslun sem þau nefna Reykhólabúðina. Þau hafa varið miklum tíma í undirbúningsvinnu, sem kemur reyndar til með að skila sér í léttari vinnu og betri yfirsýn á hreyfingu á vörum og lagerhaldi þegar fram í sækir.

 

Margir lögðu leið sína í búðina þegar hún var opnuð og myndaðist röð við kassann strax á fyrsta hálftímanum. Viðskiptavinir sáu að ekki voru allar hillur fullar, það átti sér skýringar. Hluti af fyrstu vörusendingunni hafnaði nefnilega í Reykholti og rataði ekki á réttan stað fyrr en um það leyti sem þau voru að opna. Samt var ágætis vöruúrval.

 

 Húsnæði Reykhólabúðarinnar hefur hýst verslun í nær 30 ár. Það voru þau Ingvar Samúelsson og Sólrún Ósk Gestsdóttir sem opnuðu þarna árið 1991. Til að byrja með var þarna sjoppa og eldsneytissala, en svo vatt þessi rekstur utan á sig og nú er búið að byggja þrisvar við, fyrst til að stækka verslunarrými, síðan lagerhúsnæði og síðast var veitingasalnum bætt við.

 

Á þessum 30 árum hafa 7 aðilar rekið verslunina, undir ýmsum nöfnum. Þegar hún var stofnuð hlaut hún heitið Arnhóll, síðan var hún nefnd Hólakaup, þar næst Hólabúð og nú er það Reykhólabúðin.

 

Verslunarekstur á Reykhólum hófst um miðja síðustu öld, raunar er það skilgreiningaratriði, því að árið 1928 var komið upp aðstöðu til sauðfjárslslátrunar við Reykhólasjóinn (þar sem sjónvarpsmastrið er) og kjötið, sem var allt saltað, flutt þaðan sjóleiðina á markað. Um annað var ekki að ræða því ekki voru komnir neinir vegir. Síðast var slátrað þar 1947. Þar var líka skipað upp vörum, sekkjavöru, kolum og annarri þungavöru.

 

Kaupfélag Króksfjarðar opnaði útibú á Reyhólum uppúr 1950 og um sama leyti rak Sæmundur Björnsson litla verslun í Sæmundarhúsinu, sem hann byggði og er kennt við hann. Henni var lokað þegar Sæmundur flutti frá Reykhólum nokkrum árum síðar. Útibúi kaupfélagsins var lokað laust fyrir síðustu aldamót.

 

Leiðrétting 

Síðustjóra urðu á mistök þegar talin voru upp hin ýmsu heiti verslunarinnar. Þá láðist alveg að geta þess að um árabil var rekin þarna Jónsbúð, nefnd eftir eigandanum Jóni Kjartanssyni. 

Það er líka rétt að geta þess að allir þeir sem hafa fengist við verslunarrekstur þarna hafa lagt sig fram um að veita sem besta þjónustu. 

 

Vefstjóri biðst velvirðingar á þessari hroðvirkni.

 

 

 

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30