Hagur að vera í Félagi eldri borgara
Allir sem náð hafa 60 ára aldri eru gjaldgengir í Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Vogalandi í Króksfjarðarnesi á morgun, fimmtudag, og hefst kl. 13.30. Auk hinna „venjulegu aðalfundarstarfa“ verða þar kaffiveitingar, spjall og gamanmál. Stjórn félagsins hvetur nýja félaga til að koma á fundinn.
...Meira