Tenglar

Séð yfir Berufjörð til Reykhóla og út yfir Breiðafjörð. Ljósm. © Árni Geirsson.
Séð yfir Berufjörð til Reykhóla og út yfir Breiðafjörð. Ljósm. © Árni Geirsson.

Átthagafélögin tvö með barðstrendsku og breiðfirsku ræturnar sem starfa syðra eru vissulega komin til ára sinna en bera aldurinn vel. Breiðfirðingafélagið var stofnað árið 1938 en Barðstrendingafélagið snemma árs 1944 og þannig eru þau bæði eldri en íslenska lýðveldið. Ekki liggur fyrir hér og nú hvort fyrsti forseti Íslands hefur verið þar félagsmaður en vissulega hefur hann verið gjaldgengur í þeim báðum eins og hér skal greina:

...
Meira
Mynd tekin á svifi yfir Reykhólaþorpi. Langavatn þvert fyrir á miðri mynd. Ljósm. 2010 © Árni Geirsson.
Mynd tekin á svifi yfir Reykhólaþorpi. Langavatn þvert fyrir á miðri mynd. Ljósm. 2010 © Árni Geirsson.

Tímasetningar á íbúaþinginu sem Reykhólahreppur efnir til á sunnudag, 10. mars, liggja nú fyrir. Eins og hér hefur komið fram verður þetta vinnufundur um atvinnumál, skipulagsmál og framtíðarsýn í ferðamálum á Reykhólum með virkri þátttöku þeirra sem hann sitja. Fundurinn verður í matsalnum í Reykhólaskóla. Dagskráin er þannig:

...
Meira
1 af 4

Ný háplöntutegund, sverðnykra, bættist við flóru Íslands á liðnu sumri þegar starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs voru við rannsóknir í Berufjarðarvatni nærri Bjarkalundi í Reykhólasveit. Staðfesting á tegundargreiningunni fékkst nú á dögunum, að því er fram kemur í tilkynningu sem stofan sendi Reykhólavefnum ásamt meðfylgjandi myndum. Þar segir síðan:

...
Meira
Lið Breiðfirðingafélagsins: Urður María, Páll og Grétar Guðmundur. Myndir jr.
Lið Breiðfirðingafélagsins: Urður María, Páll og Grétar Guðmundur. Myndir jr.
1 af 5

Lið Breiðfirðingafélagsins lagði lið Barðstrendingafélagsins í sextán liða útsláttarkeppninni í Spurningakeppni átthagafélaga í kvöld með fjórtán stigum gegn sex. „Þetta var mjög fínt. Við erum öll frekar í yngri kantinum. Við höfum öll þrjú keppt í Gettu betur, þar af eitt okkar fyrir MR [innskot: Grétar Guðmundur] þannig að við höfum reynslu á þessu sviði. Það er mjög gaman að taka aftur þátt í svona keppni og þá ekki síst að keppa fyrir sína sveit“, sagði Urður María Sigurðardóttir í liði Breiðfirðingafélagsins að rimmunni lokinni. Móðir hennar, Þórhildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, er ein systkinanna mörgu frá Breiðalæk á Barðaströnd.

...
Meira

Skipstjórinn fyrrverandi Gylfi Helgason hringdi í tilefni af árlegri saltkjötsveislu og bókmenntavöku Lions á Reykhólum annað kvöld - og jafnframt í ljósi þess að núna líður að kosningum. Auk saltkjötsins og baunanna verður samkoman að þessu sinni helguð skáldinu Guðmundi Arinbirni Jónssyni á Hyrningsstöðum við Berufjörð í Reykhólasveit. Gylfi fór með vísu úr kvæði eftir Guðmund - Gúnda, eins og hann var kallaður - og taldi að hún ætti við eins í dag og alla daga (slíkt er kallað klassík). Vísan er svona:

...
Meira

Eins og hér kom fram í fyrradag var óvíst um afgreiðslu Landsbankans á Reykhólum í þessari viku sakir veðurs og færðar. Nú liggur fyrir að það verður ekki fyrr en eftir helgi. Tímabundið um þessar mundir þarf starfsmaður að koma frá Patreksfirði til að annast þessa þjónustu, en vegalengdin fram og til baka er um 400 kílómetrar. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir, að vonandi verði opið á Reykhólum á þriðjudag eða miðvikudag. Nánar verður greint frá því hér á Reykhólavefnum á mánudagsmorgun.

...
Meira
Á myndinni er Bjarni að spjalla við gesti á Ólafsdalshátíð fyrir nokkrum árum.
Á myndinni er Bjarni að spjalla við gesti á Ólafsdalshátíð fyrir nokkrum árum.

Fergusonfélagið og Landbúnaðarsafn Íslands boða til fundar um ofangreint efni í félagsheimilinu Vogalandi í Króksfjarðarnesi kl. 20.30 á þriðjudagskvöldið, 12. mars. Sigurður Skarphéðinsson formaður Fergusonfélagsins kynnir þetta merka félag og Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landbúnaðarsafni Íslands og kennari á Hvanneyri, fjallar um efnið í máli og myndum.

...
Meira

Allir eru velkomnir að sitja hina hefðbundnu saltkjötsveislu og bókmenntavöku Lions á Reykhólum annað kvöld, föstudag - ekki bara Lionsfólk. Kvöldstund þessi verður með sama sniði og undanfarin ár. Væntanlegir gestir eru eindregið beðnir að láta vita af komu sinni fyrirfram þó að það sé ekki algert skilyrði. Hins vegar er afleitt að hafa eldað of lítið og líka er óheppilegt að hafa eldað allt of mikið.

...
Meira
Gunnlaugur Júlíusson (t.h.) á ferð í Þorskafirði (á félagssvæði bæði Barðstrendinga og Breiðfirðinga).
Gunnlaugur Júlíusson (t.h.) á ferð í Þorskafirði (á félagssvæði bæði Barðstrendinga og Breiðfirðinga).

Þá er komið að því sem beðið var eftir - lið Barðstrendingafélagsins og Breiðfirðingafélagsins eigast við í kvöld í seinni lotunni í sextán liða úrslitum í Spurningakeppni átthagafélaganna. Ýmsum sem tengjast báðum félögunum þykir heldur slæmt að þessi breiðfirsku lið skuli hafa dregist saman strax í upphafi - það merkir einfaldlega að annað þeirra fellur úr leik. Skemmtilegra hefði verið ef þau hefðu lent saman í úrslitum. Því er hins vegar spáð, að hvort þeirra sem vinnur í kvöld muni síðan fara alla leið í úrslitin og sigra þar.

...
Meira
Séð yfir svæðið neðan við Reykhóla. Ljósm. © Árni Geirsson 2010.
Séð yfir svæðið neðan við Reykhóla. Ljósm. © Árni Geirsson 2010.

Almennur íbúafundur í Reykhólahreppi verður haldinn á Reykhólum á sunnudag, 10. mars. Hér er um tvíþættan vinnufund að ræða með virkri þátttöku þeirra sem hann sækja. Viktoría Rán Ólafsdóttir hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða stýrir fyrri hluta fundarins, sem er hluti af stefnumörkun í atvinnumálum í hreppnum. Seinni hlutinn verður í höndum ráðgjafastofunnar Alta og markar upphaf vinnu við skipulagningu ferðamannastaðar á Reykhólum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31