Lið Breiðfirðingafélagsins: Urður María, Páll og Grétar Guðmundur. Myndir jr.
Lið Barðstrendingafélagsins: Valdimar, Ólína Kristín og Gunnlaugur.
Höfundur spurninga og dómari í Spurningakeppni átthagafélaga er Gauti Eiríksson frá Stað í Reykhólasveit.
Látbragðsleikur: Eitthvað gengur nú á.
Á annað hundrað gesta kom til að fylgjast með keppninni.
Lið Breiðfirðingafélagsins lagði lið Barðstrendingafélagsins í sextán liða útsláttarkeppninni í Spurningakeppni átthagafélaga í kvöld með fjórtán stigum gegn sex. „Þetta var mjög fínt. Við erum öll frekar í yngri kantinum. Við höfum öll þrjú keppt í Gettu betur, þar af eitt okkar fyrir MR [innskot: Grétar Guðmundur] þannig að við höfum reynslu á þessu sviði. Það er mjög gaman að taka aftur þátt í svona keppni og þá ekki síst að keppa fyrir sína sveit“, sagði Urður María Sigurðardóttir í liði Breiðfirðingafélagsins að rimmunni lokinni. Móðir hennar, Þórhildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, er ein systkinanna mörgu frá Breiðalæk á Barðaströnd.
...
Meira