Tenglar

Eins og hér kom fram fyrir skömmu auglýsir Reykhólahreppur eftir áhugasömum aðila til að annast Reykhóladagana í sumar sem haldnir verða 25.-28. júlí. Viðkomandi verður að hafa náð 18 ára aldri. Starfið felst bæði í undirbúningi hátíðarinnar og umsjón með framkvæmd hennar.

...
Meira

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudag 4. apríl. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira
Ljósm. Reykhólavefurinn.
Ljósm. Reykhólavefurinn.
1 af 12

Klárað var fyrir helgi að steypa síðasta hluta plötunnar í vinnsluhúsi Íslenska saltfélagsins ehf. við Reykhólahöfn, en hún var steypt í áföngum. Fimm menn voru þarna að störfum fyrir utan Guðlaug Theódórsson sem kom með reglulegu millibili á steypubílnum með nýja hræru. Jafnframt því sem tekið var við steypunni var verið að slípa þann hluta plötunnar sem steyptur hafði verið daginn áður.

...
Meira
Ærin karar lömbin ...
Ærin karar lömbin ...
1 af 3

Um hálftíuleytið í gærkvöldi bættist í hóp vorboða í Reykhólahreppi þegar tvílembingar sáu dagsins ljós á Gróustöðum, en móðir þeirra er ær nr. 638 hjá Signýju M. Jónsdóttur. Þetta eru hrútur og gimbur sem þegar í stað voru nefnd Heppinn Snær og Lukka Mjöll. Ærin hefur fengið um mánaðamótin október-nóvember (meðganga sauðkindar er áætluð 143 dagar). Þá var ekki búið að taka ær á hús á Gróustöðum.

...
Meira
Stjórn og varastjórn: F.v. Guðrún, Guðbrandur, Víví, Björk, Þrúður og Jóna Valgerður. Halldór vantar á myndina.
Stjórn og varastjórn: F.v. Guðrún, Guðbrandur, Víví, Björk, Þrúður og Jóna Valgerður. Halldór vantar á myndina.
1 af 4

Vel var mætt á aðalfund Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi sem haldinn var í Króksfjarðarnesi í gær. Eftir fundinn var kaffi í boði Bjarkar Bárðardóttur og Guggu í Gautsdal, farið var í vísnaleik og vefaradans og kórinn söng. Í skýrslu Þrúðar Kristjánsdóttur formanns félagsins kom fram, að starfið er stöðugt að eflast. Hér fara á eftir nokkrir punktar varðandi félagsstarfið og það sem félagsfólki stendur til boða.

...
Meira
Frá aðalfundinum í Vogalandi.
Frá aðalfundinum í Vogalandi.

Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólasveit lýsir yfir ánægju með að farið sé að texta meira af innlendu efni í sjónvarpi RÚV, m.a. fréttir. Það kemur sér vel fyrir marga sem eru heyrnarskertir. Við viljum þó jafnframt benda á annað sem truflar verulega talað mál í sjónvarpi eða útvarpi, og það er þegar tónlist er notuð í bakgrunni talaðs máls. Við bendum á að eldri borgarar eru traustur hlustenda- og áhorfshópur hjá RÚV og hafa margir félagar okkar kvartað yfir þessu.

...
Meira
Frá sextán liða úrslitum / jr.
Frá sextán liða úrslitum / jr.

Í átta liða úrslitum Spurningakeppni átthagafélaga í fyrrakvöld hafði lið Breiðfirðingafélagsins betur gegn liði Árnesingafélagsins. Liðið skipuðu að þessu sinni Elís Svavarsson, Páll Guðmundsson og Karl Hákon Karlsson. Af þeim er Páll sá eini sem var í sigurliði félagsins í sextán liða úrslitum. Þess má geta, að einn af liðsmönnum félagsins þá, Grétar Sæmundsson, keppir í kvöld til úrslita í Gettu betur þegar MR og MH eigast við.

...
Meira
Páskaeggin eru komin í Hólakaup.
Páskaeggin eru komin í Hólakaup.

Dymbilvikan er í þann veginn að ganga í garð og á eftir henni kemur páskavikan. Eins og endranær verða breytingar frá hinum venjulega afgreiðslutíma í versluninni Hólakaupum á Reykhólum. Opið og lokað verður sem hér segir:

...
Meira
Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

„Viðbrögðin eru langt fram úr væntingum“, segir Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, aðspurð um svörun í netkönnuninni (atvinnulífskönnuninni) sem kynnt var hér á vefnum fyrir skömmu. Í morgun höfðu liðlega sextíu svör borist. Þar af voru tæplega þrír fjórðu (73%) með búsetu í póstnúmeri 380 (Reykhólahreppi), en eins og tekið hefur verið fram er líka óskað eftir svörum frá brottfluttum. Könnun þessi tekur til Reykhólahrepps og sveitarfélaganna á Ströndum.

...
Meira
Torfi Einarsson frá Gámaþjónustunni og Jón Kjartansson hjá Reykhólahreppi.
Torfi Einarsson frá Gámaþjónustunni og Jón Kjartansson hjá Reykhólahreppi.
1 af 3

Pokar undir lífrænan úrgang til moltugerðar eru komnir á nokkur heimili á Reykhólum. Eftir páska munu allir geta fengið slíka poka í Hólakaupum. Þessir pokar eru sjálfir úr náttúruefni og verða að moltu eins og innihaldið. Við hliðið á gámasvæðinu neðan við Reykhóla eru komnar tunnur þar sem fólk skilar pokunum með lífræna úrganginum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31