Myndir: Sigurður Skarphéðinsson, formaður Fergusonfélagsins.
„Ég sagði við konu mína þegar ég lagði af stað að það myndu koma að minnsta kosti tíu“, segir Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri um aðsóknina að „traktorafundinum“ í Vogalandi í Króksfjarðarnesi á þriðjudag. Svo fór þó að 57 manns sátu fundinn, þar af 53 gestir auk Bjarna og þriggja manna frá Fergusonfélaginu. Hann segir að þetta hafi samt kannski ekki átt að koma alveg á óvart í ljósi hinnar miklu ræktarsemi manna í Reykhólahreppi við gamlar landbúnaðarvélar, ekki síst þeirra Grundarbræðra og Arnórs í Nesi.
...
Meira