Tenglar

Reykhólahreppur óskar eftir áhugasömum aðila til að annast Reykhóladagana í sumar, sem haldnir verða 25.-28. júlí. Viðkomandi verður að hafa náð 18 ára aldri. Starfið felst bæði í undirbúningi hátíðarinnar og umsjón með framkvæmd hennar.

...
Meira

Vinnuhópur á vegum stjórnar Markaðsstofu Vestfjarða ses. og Ferðamálasamtaka Vestfjarða hefur á síðustu vikum rætt saman um slit á starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og fyrirkomulag markaðsmála í framhaldi af því. Unnið er að málinu í samræmi við samþykkt 57. Fjórðungsþings Vestfirðinga um sameiningu starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga.

...
Meira

Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er árleg viðurkenning sem stofnunin veitir og var það gert í fyrsta sinn fyrir tveimur árum. Þá hlaut Jón Jónsson þjóðfræðingur á Ströndum þessa viðurkenningu en á síðasta ári Örlygur Kristfinnsson, forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

...
Meira
Myndir: Sigurður Skarphéðinsson, formaður Fergusonfélagsins.
Myndir: Sigurður Skarphéðinsson, formaður Fergusonfélagsins.
1 af 6

„Ég sagði við konu mína þegar ég lagði af stað að það myndu koma að minnsta kosti tíu“, segir Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri um aðsóknina að „traktorafundinum“ í Vogalandi í Króksfjarðarnesi á þriðjudag. Svo fór þó að 57 manns sátu fundinn, þar af 53 gestir auk Bjarna og þriggja manna frá Fergusonfélaginu. Hann segir að þetta hafi samt kannski ekki átt að koma alveg á óvart í ljósi hinnar miklu ræktarsemi manna í Reykhólahreppi við gamlar landbúnaðarvélar, ekki síst þeirra Grundarbræðra og Arnórs í Nesi.

...
Meira

Fimleikaæfingar ungmenna byrjuðu á þriðjudaginn í íþróttahúsinu og verða á sama tíma á þriðjudögum fram á vorið. Kennari er Anna Greta Ólafsdóttir. Tímarnir hjá einstökum árgöngum eru þessir:

...
Meira
1 af 4

Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi var á ferðinni nokkuð löngu á undan Sveini Ragnarssyni á leið sinni frá Reykhólum á sunnudag. Dimmbláu myndirnar sem Sveinn tók í kyrru kvöldhúmi og hér voru birtar í fyrradag hafa vakið mikla athygli. Hér koma myndir sem Þórarinn tók á svipuðum slóðum um fyrr um daginn. Sama blíðalognið og sama útsýnið í austur og suðaustur - en myndirnar nánast eins og teknar í svarthvítu eða þá að þetta séu kolteikningar. Þó eru þetta litmyndir.

...
Meira
Þetta eru allt aðrir klútar.
Þetta eru allt aðrir klútar.

Eftir íbúaþingið í Reykhólaskóla um síðustu helgi kom í ljós, að þar höfðu orðið eftir tveir klútar, annar blár og hinn köflóttur. Eigendur geta vitjað þeirra á skólatíma eða haft samband við skólann.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Árshátíð Reykhólaskóla verður haldin kl 19.30-23 í kvöld, föstudag. Nemendur mæta kl. 19. Foreldrar sjá um veitingar eins og venja er. Íslenskar bókmenntir eru þema hátíðarinnar að þessu sinni. Aðgangseyrir 1.500 kr. fyrir fullorðna og 600 kr. fyrir gunnskólabörn.

...
Meira
14. mars 2013

Fundarboð

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Reykhólahrepps verður haldinn í matsal Reykhólaskóla föstudaginn 22. mars 2013 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verðlaunaafhending fyrir bestu lambhrútana haustið 2012. Gestir fundarins verða Lárus Birgisson ráðunautur og Gísli Sverrir Halldórsson dýralæknir.

...
Meira

Á heimleiðinni að loknum íbúafundinum á Reykhólum á sunnudag mátti Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli ekki við bindast vegna þeirrar fegurðar sem við honum blasti í dauðakyrru dimmbláu kvöldhúminu í Reykhólasveit. Þegar inn á Hrafnanesið kom undir hlíðinni minni fríðu greip hann myndavélina og miðaði henni austur yfir Berufjörðinn þar sem Borgarlandið er fyrir handan.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31