Makalaus sambúð á Hólmavík
Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir gamanleikinn Makalausa sambúð í Félagsheimilinu á Hólmavík á föstudagskvöld, 15. mars, og hefst sýningin kl. 19. Næstu sýningar verða mánudaginn 18. mars kl. 21, föstudaginn 22. mars kl. 20 og á páskadag, 31. mars, kl. 20. Leikarar eru átta og hópur aðstoðarfólks að auki. Leikfélagið stefnir að sýningarhaldi á fleiri stöðum en það mun koma betur í ljós síðar.
...Meira