Tenglar

Hjalti Hafþórsson við Vatnsdalsbátinn nýja. Ljósm. Sigurður Ægisson.
Hjalti Hafþórsson við Vatnsdalsbátinn nýja. Ljósm. Sigurður Ægisson.
1 af 2

Vatnsdalsbáturinn svokallaði, sem Hjalti Hafþórsson á Reykhólum smíðaði á síðasta ári, verður í sumar hafður til sýnis á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn við sunnanverðan Patreksfjörð. Leifar hins upprunalega Vatnsdalsbáts fundust árið 1964 í kumli (legstað úr heiðnum sið) í Vatnsdal, sem einnig er við sunnanverðan Patreksfjörð. „Báturinn á vel heima á þessu svæði og þjónar þar vel tilgangi sínum til sýningar og fræðslu vegna nándar við kumlið sjálft,“ segir Hjalti.

...
Meira

Aðalfundur Kvenfélagsins Kötlu verður haldinn í Reykhólaskóla miðvikudaginn 13. mars kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir.

...
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna Alþingiskosninganna 27. apríl 2013 er hafin hjá sýslumanninum á Patreksfirði. Þar er hægt að kjósa á skrifstofutíma en atkvæðagreiðsla á Reykhólum verður auglýst sérstaklega hér á vef Reykhólahrepps þegar fyrir liggur hvenær hún fer fram.

...
Meira

Skrifstofa Reykhólahrepps er lokuð vegna illviðris og ófærðar. Óvíst er hvort hún verður opnuð í dag.

...
Meira
Tófuspjall í Tjarnarlundi.
Tófuspjall í Tjarnarlundi.

Snorrastofa í Borgarfirði og Þaulsetur á Skarðsströnd bjóða upp á tófuspjall í Tjarnarlundi í Saurbæ á fimmtudagskvöld, 7. mars, að loknum mjöltum eða kl. 20.30. Fyrirlesari er Snorri Jóhannesson, bóndi og refaskytta á Augastöðum í Borgarfirði. Í fyrirlestrinum fjallar hann um refinn frá ýmsum sjónarhornum auk mynda. Fyrirlesturinn er hluti fyrirlestraraðar Snorrastofu og sló aðsóknarmet þar þegar húsnæði bókhlöðunnar fylltist svo að varla varð þverfótað fyrir stólum og fólki, segir í tilkynningu.

...
Meira

Vegna ófærðar á leiðinni frá Patreksfirði og slæmrar veðurspár verður útibú Landsbankans á Reykhólum lokað á morgun, miðvikudag. Ef spár um batnandi veður standast verður í staðinn opið á fimmtudaginn, 7. mars. Gangi það hins vegar ekki eftir verður tilkynnt um það hér á Reykhólavefnum. „Ef það er eitthvað sem ekki þolir bið, þá hringið í síma 410 9146,“ segir í tilkynningu frá Nínu E. Jóhannesdóttur hjá Landsbankanum á Patreksfirði.

...
Meira
Farsæll fyrir um sex áratugum.
Farsæll fyrir um sex áratugum.

Jón Páll Ásgeirsson sendi vefnum myndina sem hér fylgir og tekin var í Akureyjum upp úr 1950. Bátur þessi hét (eða heitir) Farsæll. „Afi minn og pabbi áttu hann um og eftir 1950. Afi minn hét Jón Einarsson og bjó í Akureyjum í Helgafellssveit og pabbi minn hét Ásgeir Jónsson“, segir hann. „Þeir bjuggu síðan í Stykkishólmi, pabbi til ca. 1956, en ég er fæddur þar árið 1950. Báturinn var seldur Jónasi á Kóngsbakka en svo fengum við hann aftur seinna, að mig minnir 1962, en í stuttan tíma. Ég held að Jónas hafi svo fengið hann aftur en heyrði að hann hefði verið seldur upp á Reykhóla og verið lagfærður þar og notaður.“

...
Meira

Við dæmum ekkert hvort um glapræði er að ræða eða ekki, við bara aðstoðum fólk þegar þess gerist þörf, segir Erla Reynisdóttir í Mýrartungu í Reykhólasveit, félagi í Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi aðspurð. Í veðuráhlaupinu sem nú dynur yfir hafa félagar í Heimamönnum farið tvisvar til aðstoðar fólki á ferð á vegum, í fyrra skiptið í nótt og aftur í dag. Erla gerði lítið úr þeim erfiðleikum sem þarna hefði verið við að etja.

...
Meira

Hér skulu ítrekaðar eindregnar óskir um liðsinni kunnugs fólks varðandi frásagnarverða staði og annan fróðleik um svæðið í grennd við Reykhóla, sem hér voru settar fram fyrir skömmu. Ástæða þessarar beiðni einmitt á þessum tíma er sú, að um þessar mundir er Reykhólahreppur að vinna að skipulagi á svæðinu kringum Langavatn og niður að sjó, þ.e. því svæði sem er innan þéttbýlismarka á aðalskipulagi.

...
Meira

Rósin, tískuverslun á Akureyri, auglýsti fatamarkað í Búðardal og á Hólmavík þessa dagana í dreifibréfi sem meðal annars var borið út í Reykhólahreppi. „Það er ófært að komast til ykkar frá Akureyri og ég er búin að fá tímunum breytt og verð á Hólmavík á föstudag, 8. mars, og í Búðardal á laugardag, 9. mars,“ segir Stefanía Sigurjónsdóttir hjá Rósinni. Hún verður með markaðinn á báðum stöðum frá kl. 13 til 17.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31