Vatnsdalsbáturinn verður til sýnis á Hnjóti í sumar
Vatnsdalsbáturinn svokallaði, sem Hjalti Hafþórsson á Reykhólum smíðaði á síðasta ári, verður í sumar hafður til sýnis á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn við sunnanverðan Patreksfjörð. Leifar hins upprunalega Vatnsdalsbáts fundust árið 1964 í kumli (legstað úr heiðnum sið) í Vatnsdal, sem einnig er við sunnanverðan Patreksfjörð. „Báturinn á vel heima á þessu svæði og þjónar þar vel tilgangi sínum til sýningar og fræðslu vegna nándar við kumlið sjálft,“ segir Hjalti.
...Meira