Tenglar

Reglulegum fundi sveitarstjórnar sem átti að vera 12. nóvember, er frestað til fimmtudagsins 19. nóvember. 

1 af 3

Í gærkvöldi valt flutningabíll austanvert á Hjallahálsi. Svo virðist sem vegkantur hafi gefið sig undan bíl og vagni.

Búist er við umferðartöfum og að öllum líkindum lokun um tíma í dag, meðan unnið er við að ná upp farminum og bílnum.

Vegna færslu ljósleiðarastrengs í Gufufirði á morgun 6. nóv. í tengslum við vegagerð, verða truflanir á netsambandi í Gufudal og Djúpadal.

3. nóvember 2020

Nýr félagsmálastjóri

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir
Soffía Guðrún Guðmundsdóttir

Nýlega tók við starfi félagsmálastjóra Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps Soffía Guðrún Guðmundsdóttir, en hún tekur við starfinu af Guðrúnu Elínu Benónýsdóttur.

 

Soffía Guðrún er með víðtæka menntun og reynslu sem mun án efa nýtast vel í starfið.  Hún er með  M.A. próf í félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands, B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, M.A. próf í kynjafræði frá Háskóla Íslands, B.A. próf í félags- og þjóðfræði frá Háskóla Íslands og stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands vorið 1986.

 

Soffía á ættir sínar að rekja til Stranda en faðir hennar Guðmundur Jónsson var frá Fiskinesi við Drangsnes.


Hún hefur m.a. starfað við félagsráðgjöf í Rygge í Noregi, sem verkefnastjóri við félagsmiðstöðina  Bólstaðarhlíð 43, Reykjavík, móttökuritari hjá landlæknisembættinu, skrifstofustjóri/læknaritari á lyflækningadeild LHS, ritari sóttvarnarlæknis við landlæknisembættið, auk starfa á sambýlum, athvarfi fyrir geðfatlaða og á frístundaheimili.

 

Soffía Guðrún er að sjálfsögðu boðin velkomin til starfa.

 

Grettislaug lokuð.


Í ljósi nýrra og hertra sóttvarnaraðgerða stjórnvalda er sundlaugin lokuð.

Opnun verður auglýst sérstaklega þegar þar að kemur.

 

Helstu takmarkanir sem kynntar  voru á fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag, sem ná til landsins alls:

  • 10 manna fjöldatakmörk meginregla.
    • - Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum.
    • - 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðisins.
    • - Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila.
    • - Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla.
  • 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili.
  • Íþróttir óheimilar.
  • Sundlaugum lokað.
  • Sviðslistir óheimilar.
  • Krám og skemmtistöðum lokað.
  • Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00.
  • Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
  • Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður lokuð mánudaginn 2. nóvember.

28. október 2020

Grettislaug lokuð 31. okt.

Sundlaugin verður lokuð laugardaginn 31. október.

Rjúpnaveiði er bönnuð á eftirtöldum jörðum í Reykhólahreppi; 


                    Kinnarstöðum,

                    Skógum, 

                    Gröf,   

                    Múla í Þorskafirði,

                    Þórisstöðum,

                    Hyrningsstöðum,

                    Berufirði,  

                    Skáldsstöðum, 

                    Hafrafellslandi 3.

                                                                                        Gillastöðum.

 

Í ár er heimilt að veiða rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili.

  • Skv. ofanskráðu er veiði óheimil miðvikudaga og fimmtudaga á tilgreindu tímabili
  • Áfram er í gildi sölubann á rjúpum
  • Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir

Upplýsingar um veiðitímabil og fleira eru á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

 

Ath.

Það skal tekið fram að listinn yfir jarðirnar hér að ofan er frá því í fyrra, en hann hefur verið lítið breyttur undanfarin ár.

Það hafa ekki allir umráðamenn jarða beðið um áframhaldandi birtingu veiðibanns, en listinn er birtur svona, því aldrei hefur komið beiðni um að fella út af honum jörð.

Ef einhverjar óskir koma um breytingar verður að sjálfsögðu orðið við því. Hægt er að hafa samband á vefstjori@reykholar.is, facebook, eða hringja í 894 7771.

 

 

  

Auglýsing um styrki  vegna námskostnaðar eða

 verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

 

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest) vekur athygli á rétti fólks til að sækja um  styrki skv. 25. grein laga nr. 37/2018  um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

 

BsVest  er heimilt að veita  styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.  Einnig  er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk  til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfssemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

 

Umsóknafrestur er til 26. nóvember 2020 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimilissveitarfélags.

 

 

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30