Tenglar

16. desember 2020

Sveitarstjórnarfundi frestað

Aukafundi sveitarstjórnar sem halda átti á morgun 17. des er frestað til þriðjudagsins 29. des. og verður hann kl. 13 í stað 17.

10. desember 2020

Grettislaug opnuð aftur í dag

Grettislaug verður opnuð í dag á venjulegum opnunartíma, 17 - 21.

 

 Heim­ilt verður að hafa opið fyr­ir allt að 50% af há­marks­fjölda gesta sam­kvæmt starfs­leyfi.

 

mynd, Sigurður Kj. Gunnsteinsson
mynd, Sigurður Kj. Gunnsteinsson

Verktakinn sem er við vegagerð í Gufufirði hafði samband, þeir slitu í sundur ljósleiðara sem liggur  að Gufudal og í Djúpadal.

 

Viðgerðarmenn frá Akranesi eru væntanlegir til að gera við hann.

Vonast er til að samband verði komið fyrir morgundaginn

Starfsfólk vantar í aðhlynningu á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð, frá 1. janúar 2021.

 

Um er að ræða 80 - 100% stöðu.

 

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 434-7817 eða á netfangið barmahlid@reykholar.is

 

8. desember 2020

Ný bók: Strandir 1918

Strandir 1918, bókin er unnin upp úr samtíma heimildum
Strandir 1918, bókin er unnin upp úr samtíma heimildum
1 af 2

Út er komin bókin Strandir 1918 Ferðalag til fortíðar.


Rafrænt útgáfuhóf var haldið sunnudaginn 6. desember. 


Ritstjóri er Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og hún er einnig höfundur greinar í bókinni, eins og Skagfirðingurinn Eiríkur Valdimarsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Jón Jónsson. Þá skrifar forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson formála að bókinni. 

...
Meira
7. desember 2020

Jólaklippingin á Reykhólum

Sonja klippari auglýsir; Litla klippistofan verður opin 21., 22., og 23. des.  

Hlakka til að hitta ykkur öll. Sjá Facebook síðuna, Sonja klippari.

3. desember 2020

Framkvæmdagleði í skólanum

Í Reykhólaskóla er risið þorp af piparkökuhúsum sem krakkarnir eru að gera í skólanum. Þau hafa hannað, bakað og skreytt húsin sjálf.

 

Ótrúlega gaman að fylgjast með þeim vinna, segir Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir umsjónarkennari.

Nokkrar myndir af húsunum má sjá í myndasyrpur hér til vinstri

3. desember 2020

Söluferð nemendafélagsins

Fulltrúar nemendafélags Reykhólaskóla verða á ferðinni um sveitina einhvern tíman á tímabilinu 6. - 13. desember.

 

Þau verða með klassísku vörurnar, lakkrís og klósettpappír. Einnig verður hægt að panta hjá þeim frá Norðanfiski, humar, rækur og skelfisk.

 

Það er líka hægt að panta hjá Ástu Sjöfn í netfangið asta@reykholaskoli.is fyrir 13. des.

 

Á myndinni eru upplýsingar frá Norðanfiski um verð og hvað er til.

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Marie Prebble, á Bakka
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Marie Prebble, á Bakka
1 af 6

Undanfarið hafa bændur verið að taka féð á hús. Þá er fyrsta verkið að rýja féð og það þarf að gera eins fljótt og mögulegt er meðan ullin er hrein.


Nú er það svo að minni hluti bænda taka sjálfir af sínu fé og oft enginn verktaki í héraði sem fæst við rúning. Því hafa bændur þurft að leita til manna utansveitar og hafa margir afburða rúningsmenn komið í gegnum árin.

...
Meira
27. nóvember 2020

Starfsfólk vantar í Barmahlíð

Starfsfólk vantar í ræstingu á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð sem fyrst.

 

Um er að ræða ca 70% starfshlutfall.

 

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 434-7817 eða á netfangið barmahlid@reykholar.is

 

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30