Grettislaug opnuð aftur í dag
Notendur ljósleiðara í Gufudal og Djúpadal
Laust starf í Barmahlíð frá nk. áramótum
Ný bók: Strandir 1918
Út er komin bókin Strandir 1918 Ferðalag til fortíðar.
Rafrænt útgáfuhóf var haldið sunnudaginn 6. desember.
Ritstjóri er Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og hún er einnig höfundur greinar í bókinni, eins og Skagfirðingurinn Eiríkur Valdimarsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Jón Jónsson. Þá skrifar forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson formála að bókinni.
...Meira
Jólaklippingin á Reykhólum
Framkvæmdagleði í skólanum
Í Reykhólaskóla er risið þorp af piparkökuhúsum sem krakkarnir eru að gera í skólanum. Þau hafa hannað, bakað og skreytt húsin sjálf.
Ótrúlega gaman að fylgjast með þeim vinna, segir Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir umsjónarkennari.
Nokkrar myndir af húsunum má sjá í myndasyrpur hér til vinstri
Söluferð nemendafélagsins
Fulltrúar nemendafélags Reykhólaskóla verða á ferðinni um sveitina einhvern tíman á tímabilinu 6. - 13. desember.
Þau verða með klassísku vörurnar, lakkrís og klósettpappír. Einnig verður hægt að panta hjá þeim frá Norðanfiski, humar, rækur og skelfisk.
Það er líka hægt að panta hjá Ástu Sjöfn í netfangið asta@reykholaskoli.is fyrir 13. des.
Á myndinni eru upplýsingar frá Norðanfiski um verð og hvað er til.
Tvær valkyrjur við rúning í Reykhólahreppi
Undanfarið hafa bændur verið að taka féð á hús. Þá er fyrsta verkið að rýja féð og það þarf að gera eins fljótt og mögulegt er meðan ullin er hrein.
Nú er það svo að minni hluti bænda taka sjálfir af sínu fé og oft enginn verktaki í héraði sem fæst við rúning. Því hafa bændur þurft að leita til manna utansveitar og hafa margir afburða rúningsmenn komið í gegnum árin.
...Meira