Tenglar

29. desember 2020

Örnefni í Reykhólahreppi

Guðjón Dalkvist
Guðjón Dalkvist
1 af 2

Guðjón Dalkvist, eða Dalli eins og flestir kunnugir kalla hann, skorar á okkur íbúa Reykhólahrepps, að þeir sem kunnugir eru taki þátt í að færa örnefnaskrár inn á loftmyndir. Þá er hægt að ganga að örnefnum á kortum af svæðinu, en af því má hafa margs konar gagn, td. við leiðsögn, fjárleitir og margt fleira. Hægt er að skoða þetta á vef Landmælinga Íslands, lmi.is.

Rétt er að taka fram að fólk getur verið staðkunnugt á ýmsum stöðum í hreppnum þó það búi ekki hér og er liðsinni þess einnig vel þegið.

En hér er semsagt brýningin frá Dalla:

 

Áskorun til sveitunga minna.

Kæru sveitungar. Snemma á þessu ári auglýstu Landmælingar Íslands (bjarney@lmi.is) eftir staðkunnugum mönnum, til að færa örnefnaskrár inn á loftmyndir. Ég hafði strax samband og voru mér sendar tvær örnefnaskrár fyrir Múla í Gilsfirði og viðeigandi loftmyndir.


Ég hafði mjög gaman af að rifja upp bernskusöðvarnar, því margt var gleymt.
Kalli á Kambi er búinn með Kamb og Gautsdal og Addi í Nesi skráði Króksfjarðarnes en að öðru leiti vantar fyrir allan Reykhólahrepp.


Ég vil því skora á sveitunga mína, landeigendur í hreppnum og aðra kunnuga, að gera gangskör að skráningu allra örnefna hreppsins, áður en fleiri týnast.


Nú eru margar jarðir hreppsins í eyði og aðrar eru setnar af fólki, sem ekki hafa fengið örnefnin frá kunnugum. Þau ár, sem ég bjó í Mýrartungu, lærði ég ekki mörg örnefni, rétt þau næstu og stærstu. Tel víst, að svo sé um marga fleiri.
Í þeim tilvikum þurfa kunnugir menn að hjálpast að. Tökum sem dæmi stóran hluta Þorskafjarðar, þar þyrftu rjúpna- og grenjaskyttur og smalar að hjálpast að.

 

Ég endurtek áskorun mína á ykkur, kæru vinir, hafið samband við Bjarneyju.   

Ég vona þið hafið jafn gaman af þessu og ég hafði.

 

Dalli

 

Núna um áramótin tekur Steinunn Agnarsdóttir við starfi hjúkrunarforstjóra  Barmahlíðar.

 

Steinunn er töluvert kunnug hér í sveit, hún er ættuð frá Miðjanesi og var þar í sveit í æsku og fram á unglingsár.

 

Hún er hjúkrunarfræðingur, með gráðu í heilsuhagfræði. Hún hefur unnið á geðdeild Borgarspítalans, við heilsugæsluna Borgir í Kópavogi, en lengst af hefur hún unnið við aðhlynningu aldraðra, gegnt stöðu deildarstjóra í 12 ár, þar af síðustu 10 ár á hjúkrunarheimilinu Mörk.

Steinunn leysti af í Barmahlíð 3 sumur, ´95 - ´97 og allt árið 1998.

 

Steinunn er boðin velkomin og óskað velfarnaðar í starfi.

 

Flugeldasala björgunarsveitarinnar Heimamanna 2020

Salan verður í húsi björgunarsveitarinnar að Suðurbraut 5 á Reykhólum, (húsinu á móti flokkunarsvæðinu)

Við viljum minna alla á grímuskyldu og persónulegar sóttvarnir.

 

Opnunartími:

Þriðjudag     29. 12.   kl. 15 - 20

Miðvikudag   30. 12.   kl. 12 - 20

Fimmtudag   31. 12.   kl. 10 - 13

Ásamt flugeldum verður hægt að kaupa rótarskot.

 

Allur ágóði af sölunni rennur til björgunarsveitarinnar Heimamanna.

Flugeldasala björgunarsveitanna er mikilvægur liður í fjáröflun sveitarinnar og er ágóði hennar nýttur til þess að styrkja starf sveitarinnar, t.d. kaup á nýjum búnaði, endurnýjun á gömlum búnaði, þjálfun og fræðsla.

 

Einnig tekur björgunarsveitin alltaf á móti styrkjum, hægt er að leggja inn á reikning Heimamanna.

kt. 430781-0149

rk.nr. 0153-26-000781

Hægt er að hafa samband við okkur einnig á veffanginu heimamenn@gmail.com

 

Heimamenn senda hátíðar og nýárskveður og sérstakar þakkir til allra góðra sem hafa stutt okkur í gegnum árin.

 

23. desember 2020

Opnunartími yfir hátíðarnar

Skrifstofa Reykhólahrepps og flestar stofnanir verða lokaðar á morgun aðfangadag og jóladag.

Opið verður 28., 29. og 30. des.  

Lokað verður á gamlársdag og nýársdag.

 

Gleðilega hátíð

Ferðaglaða kisa
Ferðaglaða kisa

Fyrir tæplega 2 vikum þurftu þau Bára og Stefán á Gróustöðum að fara suður til tannlæknis með fjölskylduna. Það út af fyrir sig er ekki beinlínis frásagnarvert, en er þau koma út af tannlæknastofunni um einum og hálfum tíma seinna  sjá þau kött sem var að snúast á bílastæðinu. Þeim fannst skemmtilegt að þessi köttur var alveg nauðalíkur kisunni þeirra.

 

Þegar heimsókninni til tannlæknisins og öðrum útréttingum var lokið, var haldið heimleiðis. Það uppgötvast svo fljólega eftir að heim er komið, að heimiliskisan er hvergi sjáanleg. Auglýst var eftir henni á samfélagsmiðlum en ekkert kom út úr því til að byrja með.

 

Það var nú alvarlega farið að hvarfla að þeim á Gróustöðum að þessi köttur sem þau sáu fyrir utan tannlæknastofuna hefði eftir allt saman verið kötturinn þeirra.

 

Það er svo skemmst frá að segja, að góðhjörtuð kona sem býr ekki langt frá títtnefndri tannlæknastofu, tók að sér kisuna og í gegnum gæludýrasíðu á netinu hafðist upp á eigendunum.... á Gróustöðum!

 

Kötturinn hafði sumsé laumað sér í húddið á bílnum á hlaðinu á Gróustöðum, sennilega grunlaus um að til stæði að fara af bæ. Á suðurleiðinni stoppuðu þau í Borgarnesi og fengu sér hressingu, og það tekur dálitla stund að fóðra 6 manns, en kötturinn nýtti ekki það tækifæri til að losna úr bílnum.  

 

Vill fjölskyldan á Gróustöðum koma þakklæti til allra sem stóðu að leit og björgun á kisu.

 

21. desember 2020

Greining landslags á Íslandi

Yfirflokkar og landslagsgerðir
Yfirflokkar og landslagsgerðir

Út er komin skýrslan Landslag á Íslandi – flokkun og kortlagning landslagsgerða á Íslandi. Hún hefur að geyma afrakstur verkefnis sem EFLA verkfræðistofa og Land Use Consultants í Skotlandi hafa unnið fyrir Skipulagsstofnun.

 

Í skýrslunni er sett fram flokkunarkerfi fyrir landslagsgerðir á Íslandi. Skilgreindir eru sjö yfirflokkar landslags, en þeir eru: Jöklar, Fjalllendi, Hásléttur, Virk/ung eldfjallasvæði, Undirlendi og inndalir, Firðir og fjarðarheiðar og loks Strandsvæði. Undir þessum sjö flokkum eru síðan skilgreindar 27 landslagsgerðir. Allt landið er kortlagt með tilliti til þessara landslagsgerða. Þannig eru kortlögð alls 117 landslagssvæði og sett fram stutt lýsing á hverju þeirra.

 

Verkefnið var unnið samhliða mótun tillögu að landsskipulagsstefnu sem nú er í kynningu, þar sem sett er fram stefna um skipulagsgerð með tilliti til landslags (sjá tillögu að landsskipulagsstefnu hér).

 

Skýrslan felur í sér tímamót í þekkingu og yfirsýn yfir landslag á Íslandi og mun án vafa nýtast vel við skipulagsgerð og umhverfismat.

Skýrslan er aðgengileg hér, en einnig má nálgast landupplýsingagögn hér.

 

 

Landsbankinn lokaður

 

Það verður lokað í Landsbankanum á milli jóla og nýárs.

 

Næsti opnunartími verður mánudaginn 4. janúar 2021. Eigið ánægjulega hátíð.

 

Kveðja, Ásta Sjöfn

19. desember 2020

Skatan heimtekin í ár

Lionsklúbburinn bregst ekki skötuaðdáendum þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Eins og kemur fram í meðfylgjandi tilkynningu, verður hægt að fá eldaða skötu með tilbehør í matsal Reykhólaskóla í hádeginu á þorláksmessu, til að taka með heim.

 

Panta þarf í síðasta lagi 22. des. hjá Ingvari Sam. s. 898 7783.

 

Hér er til gamans tilkynningin um Lions-skötuna frá 2012. 

Með vísan til reglugerðar nr.1223/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, verður ekki kveikt upp í brennu eins og venja er um áramótin.

 

Sveitarstjóri

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur Þorrablótsnefndin tekin ákvörðun um að fresta þorrablótinu 2021 um óákveðinn tíma.

 

En við höldum í bjartsýnistaugarnar fram í febrúar og tökum þá ákvörðun um hvort að við getum haldið blót seinna á árinu eða ekki.

 

Þorrablótsnefndin 2021

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30