Tenglar

26. nóvember 2020

Vefsíða Vestfjarðaleiðarinnar

Heimasíða fyrir Vestfjarðaleiðina sem er 950 km ferðamannaleið um Vestfirði og Dali er komin í loftið. Á heimasíðu verkefnisins má finna almennar upplýsingar um þessa nýju ferðamannaleið, skoða helstu áhersluþætti sem og finna þátttökufyrirtæki verkefnsins. 

 

Við hvetjum alla til að skoða heimasíðuna www.vestfjardaleidin.is og byrja strax að undirbúa næstu heimsókn. 

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

 

Af vef Vestfjarðastofu.

 Á handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi verður ekki hefðbundinn jólamarkaður þetta árið, með viðburðum, tónleikum og veitingum.

 

Í staðinn verður opið í nokkra daga, sem hér segir:

   28. – 29. nóv.         kl.  13 – 18

   30. nóv. – 4. des.   kl.  15 – 18

   5. – 6. des.            kl.  13 - 18

 

Auk handverksins verða jóla- og gjafavörur frá; Lionsdeildinni Reykhólum, Krabbameinsfélagi Breiðfirðinga, Nemendafélagi Reykhólaskóla, Félagsmiðstöðinni á Reykhólum, Skíðafélagi Strandamanna, og Kvenfélaginu Kötlu.

 

Til sölu verður fjölbreytt úrval af fallegu handverki, tertur, saltfiskur, salernispappír, bækur, útikerti, fjölnota andlitsgrímur og margt fleira.

 

Tekið verður mið af gildandi fjöldatakmörkunum og sóttvörnum; grímuskylda, handspritt og 2 metra regla.

 

Aðalskipulag Reykhólahrepps 2006-2018

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 19. nóvember sl. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 vegna vindorkugarðs í landi Garpsdals í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Aðalskipulagsbreytingin felst í því að allt að 4,37 km2 landbúnaðarland er breytt í skilgreint iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar.

 

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð verða til sýnis í Stjórnsýsluhúsi Reykhólahrepps á Reykhólum og hjá Skipulagsstofnun, frá miðvikudeginum 25. nóvember til miðvikudagsins 20. janúar 2021. Skipulagsgögnin eru einnig á vefsíðu Reykhólahrepps www.reykholar.is.

 

Athugasemdafrestur vegna ofangreindrar tillögu er til 20. janúar 2021 og skal athugasemdum vinsamlegast skilað til skrifstofu Reykhólahrepps í Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð á Reykhólum eða með tölvupósti í netfangið: skipulag@dalir.is, merkt Garpsdalur-Breyting á Aðalskipulagi.

 

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.

 

Greinargerð og umhverfisskýrsla eru hér

og uppdráttur hér.

 

Nú liggur fyrir samantekt Breiðafjarðarnefndar á framvindu og niðurstöðum verkefnisins sem gengið hefur undið nafninu „Framtíð Breiðafjarðar og nefndin vann að á tímabilinu 2019-2020. Breiðafjarðarnefnd hefur sent samantektina til umsagnar sveitarstjórna við fjörðinn.

 

Samantektin er auk þess birt hér á heimasíðu nefndarinnar og óskað er eftir athugasemdum íbúa.

 

Nefndin er sérlega þakklát þeim íbúum, sveitarstjórnafulltrúum og öðrum sem hafa látið sig málið varða, spurt spurninga, viðrað hugmyndir sínar, væntingar, vonir, áhyggjur og afstöðu.

Nýtt úrræði sem er ætlað að styrkja framfærslu 67 ára og eldri sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum kemur til framkvæmda 1. nóvember 2020.


Einstaklingar sem eru 67 ára og eldri með engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum og með tekjur undir 231.110 kr. á mánuði geta átt rétt á viðbótarstuðningi við aldraða.


Hægt er að sækja um 

...
Meira

Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.

 

Börn fædd á árunum 2005 til 2014 sem eiga lögheimili á heimili þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júlí 2020 eiga rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.

 

Umsóknir skulu berast fyrir 1.mars 2021 á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á skrifstofu Reykhólarhepps. Umsóknum skal skila á skrifstofuna og þeim skulu fylgja gögn um kostnað umsækjanda við íþrótta- og tómstundastarf barnsins á árinu 2020-2021.

 

Hér er slóð á kynningarmyndbönd: https://www.dropbox.com/sh/ca1jtdgf863jq44/AACAmTWK8TYaWr51YiuxbieDa?dl=0


Einnig er hér slóð á vefsíðu Fjölmenningarseturs þar sem hægt er að finna nánari upplýsingar um styrkina á fleiri tungumálum: https://www.mcc.is/grants-for-sports-and-leisure-activities/

 

Reglur Reykhólahrepps um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki 2020 – 2021, má sjá hér.

 

Álagningarákvæði fara eftir lögum nr. 4/1995 með síðari breytingum

og samþykkt sveitarstjórnar  19. nóvember 2020.

 

 

 Útsvar:

Álagningargjaldstig útsvars á tekjur ársins 2020 er 14,52%.

 

Fasteignaskattur:

 

Fasteignaskattur A 0,50%

Fasteignaskattur B 1,32%

Fasteignaskattur C 1,65%

Fráveitugjald 0,20%

Vatnsgjald 0,50%

Lóðarleiga 4% (af nýjum lóðum)

 

Sorpeyðingargjald skv. gjaldskrá er innheimt jafnframt fasteignagjöldum og lóðarleigu.

 

Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm:

 

10. febrúar 2021

10. apríl 2021

10. júní 2021

10. ágúst 2021

10. október 2021

 

Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.

Sé álagningin 15.000 kr. eða minni er einn gjalddagi, 10. apríl 2021.

Sé álagningin 15.001 til 25.000 kr. eru tveir gjalddagar, 10. febrúar og 10. apríl 2021.

Annars eru gjalddagarnir fimm.

 

Afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega:

Elli- og örorkulífeyrisþegar með lögheimili og búsetu í Reykhólahreppi njóta 100% afsláttar

af fasteignaskatti ef árstekjur fara ekki yfir kr. 4.258.000  hjá einstaklingi og kr. 6.150.000 hjá hjónum. Afsláttur er aðeins veittur af einni íbúð hvers gjaldanda og þarf hann að hafa lögheimili í íbúðinni. Ekki þarf að sækja sérstaklega um afsláttinn.

 

 

Magnús Baldursson, sálfræðingur verður á Reykhólum mánudaginn 23. nóvember. Hægt er að fá nánari upplýsingar og panta tíma hjá honum á netfangið: magnusbald@simnet.is

 

Magnús Baldursson, sálfræðingur, býður upp á sálfræðiþjónustu í vetur, fyrir bæði börn og fullorðna. Markmiðið er að koma til móts við íbúa Reykhólahrepps og bjóða upp á sálfræðiþjónustu í heimabyggð.


Magnús mun koma um það bil einu sinni í mánuði og sinna skólanum til klukkan 16:00, en bjóða upp á þrjú viðtöl eftir að skóla lýkur. Viðtölin verða á neðri vistinni.


Sálfræðitíminn kostar 17.000kr. og hægt er að sækja um styrk hjá flestum aðildarfélögum.

 

 

18. nóvember 2020

Gugga í Gautsdal látin

Guðbjörg Karlsdóttir
Guðbjörg Karlsdóttir

Guðbjörg Karlsdóttir í Gautsdal lést á líknardeild Landsspítalans þann 10. nóvember sl.

 

Hún var fædd í Borg, 22. mars 1940, næstelst 7 systkina. Foreldrar hennar voru Karl Árnason og Unnur Halldórsdóttir bændur í Borg, Karl var jafnframt póstur um langt árabil. Árið 1946 fluttist fjölskyldan frá Borg yfir Króksfjörðinn að Kambi, en frá Kambi er geysifallegt útsýni yfir á Borgarlandið.

 

Guðbjörg giftist 1961 Kristjáni S. Magnússyni frá Hólum og hófu þau um það leyti búskap í Gautsdal. Þar hafa þau búið síðan.

 

Gugga og Kristján eignuðust 5 börn, þau eru; Magnús verktaki í Gautsdal, Karl bóndi á Kambi, Unnur Björg leikskólakennari, Bryndís hjúkrunarfræðingur og Eygló Baldvina garðyrkjufræðingur, allar búsettar í Reykjavík. Auk þess áttu þau fósturdóttur, Bryndísi Ström, en hún lést árið 2006. Barnabörnin eru 5 og barnabarnabörnin 4.

 

Útför hennar fer fram frá Reykhólakirkju, laugardaginn 21. nóvember kl. 13:00. Vegna fjöldatakmarkana verða eingöngu nánustu aðstandendur viðstaddir útförina, en streymt verður frá athöfninni á youtube.com undir Reykhólakirkja.

 

Fjölskyldunni eru færðar innilegustu samúðarkveðjur.

 

 

16. nóvember 2020

Meira vinnur vit en strit

Vefráðstefna Vinnueftirlitsins „Meira vinnur vit en strit" verður haldin 19. nóvember næstkomandi.

 

Ráðstefnan er liður í tveggja ára samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðuneytisins, samtaka aðila vinnumarkaðarins og VIRK sem ber yfirskriftina „Vinnuvernd er allra hagur. Hæfilegt álag – heilbrigt stoðkerfi 2020-2022, " en verkefnið er keyrt samhliða samnefndu vinnuverndarátaki Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA).

 

Áherslan kemur til af því að stoðkerfisvandi er algengasta orsök fjarvista frá vinnu í Evrópu og ein algengasta orsök örorku.

 

Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á þann víðtæka stoðkerfisvanda sem vinnandi fólk glímir við og benda á lausnir.

 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, ávarpar ráðstefnuna.

Lykilfyrirlesari er Andreas Holtermann, hjá Dönsku rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd en erindi hans ber yfirskriftina „From non-harmful work to healthy work – what would it take?

Ráðstefnustjóri er Gunnhildur Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Nánari dagskrá má finna á vef Vinnueftirlitsins.

 

Ráðstefnan stendur frá klukkan 13.00 – 15.55 og verður streymt beint af vef Vinnueftirlitsins. Streymið má jafnframt nálgast í gegnum viðburð á facebook-síðu Vinnueftirlitsins eða í gegnum meðfylgjandi slóð: http://tiny.cc/vinnueftirlit

 

Ráðstefnan er opin öllum en hægt er að fylgjast með fréttum og skrá sig til þátttöku á facebook til að fá áminningu áður en hún hefst.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30