Hefur einhver fundið vettling?
Pítsadagur Reykhólaskóla 28. október
Opið á milli kl.18:00 og 20:30
12 tommu pítsa með tveimur áleggstegundum 1.900 kr.
Aukaálegg 200 kr.
Margarita/hvítlauksbrauð 1.700 kr.
Brauðstangir 6 stykki með sósu 600 kr.
hvítlauksolía 300 kr.
1.5 líter kók 450 kr.
dósagos 33 cl. 200 kr.
Áleggstegundir í boði:
Hakk, pepperone, skinka, beikon, rjómaostur, laukur, sveppir, paprika, ananas og döðlur.
Tilboð:
2x 12 tommu pítsur með tveimur áleggstegundum, brauðstangir og 1,5 l. kók 4.500 kr.
Hægt verður að panta pítsu til að taka með heim, en vegna covid verður ekki í boði að borða á staðnum.
Tekið er við pöntunum frá kl.11 á þriðjudaginn 27. október til kl.17 á miðvikudaginn 28. október í síma 894-9123 eða 849-8531. Líka er hægt að panta í netfanginu astasjofnkr@gmail.com frá og með mánudeginum 26. október.
Ef pantað er í netpósti þarf að taka fram hver pantar og hvenær pítsan verður sótt. Þá verður send til baka staðfesting á móttöku.
Nemendafélagið er einnig að selja harðfisk í 400 g pokum, í boði er ýsa og steinbítur og kostar pokinn 4.500 kr. Hægt að senda inn pantanir á astasjofnkr@gmail.com
Viljum líka minna á dósasöfnunina, en við þiggjum allar dósir og flöskur og hægt er að setja dósapokana í rauða moltuhúsið á sorpsvæðinu.
Nemendur unglingadeildar Reykhólaskóla
Óvissa og einmanaleiki - námskeið
Námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, ætlað þeim sem vinna við umönnun t.d. á hjúkrunarheimilum og öðrum stofnunum, en er opið öllum er málið varðar.
Fjarkennt í gegnum Zoom, 28. okt og 4. nóv. kl. 13 - 15.
Kennari er Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur.
Námskeiðsgjald er kr. 12.600.
Sjá meðfylgjandi auglýsingu.
Lokaútsala í Hólabúð í dag, 14 - 18
Fundur um framtíð Breiðafjarðar 27. okt.
Breiðafjarðarnefnd hóf fræðslufundaröð um framtíð Breiðafjarðar á Snæfellsnesi í byrjun árs. Nefndin hefur ítrekað þurft að fresta fyrirhuguðum fundum í Dalabyggð, Reykhólahrepp og Vesturbyggð vegna aðstæðna í samfélaginu.
Nú býður nefndin íbúum þessara sveitarfélaga á rafrænan fræðslufund. Vegna þess er skráning nauðsynleg á breidafjordur@nsv.is. Þátttakendur fá tengil á fundinn sendan í pósti.
Dagskrá:
Erla Friðriksdóttir, formaður Breiðafjarðarnefndar,
Vinna Breiðafjarðarnefndar
Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands,
Sérstaða og framtíð Breiðafjarðar
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar,
Snæfellingar og þjóðgarðurinn
Fyrirspurnir og umræður
Munið að skrá ykkur!
Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða vegna verkefna sem eiga að fara fram árið 2021.
Allar nánari upplýsingar og slóða á umsóknargáttina er að finna á
https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/uppbyggingarsjodur
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 12. nóvember.
Vinnustofur um gerð umsókna verða haldnar:
Þriðjudaginn 27. október kl 17 - 19
■ Blábankanum, Þingeyri
■ Skúrinni, Flateyri
■ Á sama tíma er fjarfundur, opinn öllum. Slóðin verður birt á Facebook-síðu Vestfjarðastofu samdægurs.
Miðvikudaginn 4. nóvember kl. 16 - 18
■ Vestfjarðastofu, Ísafirði
■ Ólafshúsi, Patreksfirði
■ Á sama tíma er fjarfundur, opinn öllum. Slóðin verður birt á Facebook-síðu Vestfjarðastofu samdægurs.
Fimmtudaginn 5. nóvember kl. 16 - 18
■ Djúpinu, Bolungarvík
■ Hnyðju, Hólmavík
Styrkir úr húsafriðunarsjóði árið 2021
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði vegna ársins 2021, sjá meðfylgjandi auglýsingu.
...Meira
Verslunarhúsnæði til leigu
Reykhólahreppur auglýsir laust til leigu verslunarhúsnæði að Hellisbraut 72 á Reykhólum.
Um er að ræða 179 m2 húsnæði sem skiptist í tvö rými, verslunarrými og veitingarými.
Húsnæðið er laust frá og með 1. nóvember 2020.
Krafa er gerð um rekstur verslunar sem þjónar íbúum sveitarfélagsins.
Húsnæðið hefur verið nýtt í þágu verslunar og veitingareksturs s.l. ár.
Umsóknir skulu berast á netfangið sveitarstjori@reykholar.is fyrir 30. október 2020. Í umsókn skulu koma fram áform umsækjanda um rekstur í húsnæðinu.
Upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 430 3200.
Inflúensubólusetning
Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum.
Bóluefnið inniheldur vörn gegn inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og tveimur stofnum af inflúensu B.
Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:
- Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
- Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
- Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
- Þungaðar konur.
Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að kostnaðarlausu en hvort greiða þarf komugjald á heilsugæslustöð fer eftir stöðu hvers og eins í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.
Bólusetning gegn inflúensu veitir allt að 60–70% vörn gegn sjúkdómnum. Jafnvel þótt bólusettur einstaklingur fái inflúensu eru allar líkur á því að sjúkdómurinn verði vægari en ef hann væri óbólusettur.
Nánari upplýsingar er að finna á vef landlæknisembættisins www.landlaeknir.is/
Boðið er uppá eftirfarandi daga vegna bólusetninga en einnig er hægt að fá tíma á öðrum dagsetningum eftir aðstæðum.
Búðardalur - þriðjudagur 20. og föstudagur 23. október
Reykhólar - fimmtudagur 22. október
Ætlast er til að fólk bóki tíma fyrirfram svo hægt sé að virða fjarlægðarmörk milli manna og einnig viljum við minna á grímuskyldu hjá HVE
Tímabókanir eru í síma 432 1450 (Búðardalur) eða 432 1460 (Reykhólar)
Starfsfólk HVE-Búðardal/Reykhólum