Tenglar

Ræst í Strandagönguna 2017
Ræst í Strandagönguna 2017

Strandagangan er almenningsganga fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna og er hluti af Íslandsgöngumótaröðinni.

 

Þetta er 26. árið í röð sem gangan er haldin, en fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995.

 

Skíðafólk í Reykhólasveit hefur æft með Skíðafélagi Strandamanna og er duglegt að taka þátt í mótum.

  

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir Stellu í orlofi næstkomandi föstudag.

 

Stella er Íslendingum að góðu kunn, flest kunnum við fjölmarga frasa úr myndinni utanbókar enda er kvikmyndin samofin þjóðarsálinni. Gunnar Gunnsteinsson og Leikfélag Hólmavíkur hafa nú gert leikgerð fyrir svið eftir kvikmyndahandriti Guðnýjar Halldórsdóttur en Gunnar leikstýrir einmitt sýningunni.

 

Sýningin er afrakstur samstarfs Leikfélags Hólmavíkur og Grunn- og tónskólans á Hólmavík, leikrarar og aðstandendur sýningarinnar eru því á öllum aldri auk þess sem ungmenni sjá um lifandi tónlistarflutning.

 

Sýnt verður í Félagsheimilinu á Hólmavík 6. og 7. Mars, 2., 5. og 13. apríl en janframt verður farið í leikferð á Hvammstanga þann 28. mars.

 

Við lofum mikilli gleðisprengju.

Free entrance for those who do not speak Icelandic.

Myndir, Leikfélag Hólmavíkur/ Bragi Þór Valsson.

  

 Aðalfundur ungmennafélagsins Aftureldingar verður haldinn þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 20:00

í matsal Reykhólaskóla.

 

Venjuleg aðalfundarstörf.

 

Hvetjum sem flesta til þess að mæta!

 

Stjórn Aftureldingar.

 

  

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður lokuð í dag, mánudaginn 2. mars, vegna veikinda.

1. mars 2020

Jaxlar í Vasagöngunni

Hjalti og Vilberg mynd Ragnar Kristinn Bragason
Hjalti og Vilberg mynd Ragnar Kristinn Bragason

Eins og margir muna fóru dugnaðarbændurnir Hjalti Helgason í Garpsdal og Vilberg Þráinsson á Hríshóli, ásamt félögum af Ströndum í Vasagönguna í Svíþjóð í fyrra. Þá gekk nú ekki allt upp, veikindi hrjáðu Hjalta svo hann náði ekki að ljúka keppni.


Nú mættu þeir aftur og luku göngunni með glæsibrag, nr. eitthvað liðlega 8000 en það er ekki slæmt þegar 15.800 keppendur eru skráðir til leiks. Fyrstur Íslendinganna var Ragnar K. Bragason á Heydalsá.

 

Þessi skemmtilega en jafnframt krefjandi ganga, Vasagangan, er lengsta og fjölmennasta almenningsganga í heimi og kemur skíðafólk hvaðanæva að úr heiminum til að spreyta sig á þessari 90 km göngu. Gangan var haldin í fyrsta sinn árið 1922 og mun þetta vera í 96. skiptið sem hún er haldin. 

 

E.t.v. verður hægt að fá ágrip af ferðasögu þeirra félaga til birtingar hér þegar þeir koma heim.

  

Hendrikka J. Alfreðsdóttir
Hendrikka J. Alfreðsdóttir
1 af 3

Nýlega var ákveðið að ráða Hendrikku J. Alfreðsdóttur í starf hjúkrunarforstjóra dvalar- og hjúkrunarheimilisins Barmahlíðar. Hendrikka er hjúkrunarfræðingur og  kemur frá Hafnarfirði, hún hefur starfað á Landsspítalanum. Hún hefur störf í Barmahlíð um miðjan mars.

 

Hendrikka tekur við af Helgu Garðarsdóttur, sem hefur veitt Barmahlíð forstöðu síðan í nóv. 2014.

Hendrikka er boðin velkomin til starfa, og Helgu þakkað fyrir hennar störf og óskað velfarnaðar í nýjum viðfangsefnum.

 

  

27. febrúar 2020

Hans klaufi á Hólmavík

Leikhópurinn Lotta ætlar að sýna Hans Klaufa í félagsheimilinu á Hólmavík föstudaginn 28. febrúar kl 17:30.

 

Góðir styrktaraðilar í kring um okkur hafa greitt niður miðaverðið!

Vanalegt verð er 3.100 krónur en eingöngu 1.700 krónur á Hólmavík!

 

Miðar eru því eingöngu seldir á staðnum hér. Það er því um að gera að taka alla fjölskylduna með á hágæða fjölskyldusöngleik hlaðinn húmor og gleði fyrir allann aldur.

  

26. febrúar 2020

Nýr oddviti í Reykhólahreppi

Ingimar Ingimarsson
Ingimar Ingimarsson
1 af 2

Eins og fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Reykhólahrepps frá í gær, óskaði Ingimar Ingimarsson eftir að hætta sem oddviti og var Árný Huld Haraldsdóttir kosin nýr oddviti. Ingimar er nú varaoddviti.

 

Í yfirlýsingu sem Ingimar lagði fram á fundinum gerir hann góða grein fyrir ástæðu þessarar ákvörðunar, en þar segir hann m.a.:

 

„Ég tel mig ekki geta komið fram fyrir hönd sveitarstjórnar þegar kemur að Þ-H leið þar sem ég get ekki stutt ákvörðun sveitarstjórnar um að velja þá leið. Það er því eðlilegt að kosinn verði nýr oddviti sem styður og getur framfylgt ákvörðunum sveitarstjórnar í þessu stærsta máli okkar.

 

Ég er þó hvergi nærri hættur afskiptum af sveitarstjórnarmálum hér í Reykhólahreppi. Ég mun halda áfram sem sveitarstjórnarfulltrúi eins og ég var kosinn til. Enda eru fjölmörg verkefni sem varða hagsmuni Reykhólahrepps sem ég áhuga á að berjast í. Enda var ég kosinn af íbúum Reykhólahrepps til að verja hagsmuni Reykhólahrepps og það mun ég gera hér eftir sem hingað til.“

 

  

25. febrúar 2020

Saltkjötveisla Lions 6. mars

1 af 3

Hin árlega saltkjötsveisla Reykhóladeildar Lions verður haldin í matsal Reykhólaskóla föstudaginn 6. mars og hefst kl. 20:30.

Að venju er skáldakynning, og að þessu sinni er það Páll Finnbogi Gíslason sem fjallað verður um.

Strandadúettinn vinsæli, Dúllurnar, mun skemmta og kannski eitthvað fleira.

Aðgangur kr. 4.000

Til að tryggja að nóg verði í pottunum er æskilegt að tilkynna þátttöku fyrr en seinna til:

Ingvars í 898 7783 eða ingvarsam@visir.is

eða Guðmundar í 892 3328 eða go@ov.is

en óvæntir gestir alltaf velkomnir.

Saltkjötsveislan er einn helsti liðurinn í fjáröflun deildarinnar.

 

Lionsklúbbur Búðardals

Reykhóladeild

  

Í dag var hulunni svipt af nýju nafni og merki ferðamannaleiðarinnar sem hefur gengið undir vinnuheitinu Hringvegur 2. Nafnið sem varð fyrir valinu var Vestfjarðaleiðin eða á ensku The Westfjords Way. Nafnið hefur skemmtilega tvíþætta merkingu, bæði sem leið - ferðamannaleið en einnig sem vísun í það að Vestfirðingar og þeirra leiðir séu frábrugðnar öðrum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30